Erlent

Hundruð barna hafa drukknað

Þórdís Valsdóttir skrifar
Rúmlega 400 manns hafa drukknað á þessu ári í tilraunum til að flýja yfir Miðjarðarhaf.
Rúmlega 400 manns hafa drukknað á þessu ári í tilraunum til að flýja yfir Miðjarðarhaf. Nordicphotos/AFP
Að meðtaltali tvö börn hafa drukknað á hverjum degi síðan í september á síðasta ári í tilraunum flóttamanna til að flýja yfir Miðjarðarhafið.Síðan dauði Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs, vakti athygli heimsbyggðarinnar á erfiðri stöðu flóttamanna, hafa fleiri en 340 börn drukknað í Miðjarðarhafi.Alþjóða flóttamannastofnunin, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa nú kallað eftir því að auka öryggi þeirra flóttamanna sem flýja átök og örvæntingu.Að sögn Williams Lacy Swing, forstjóra Alþjóða flóttamannastofnunarinnar, er mikil þörf á líknarstarfi sem krefst þátttöku allrar heimsbyggðarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.