Trump fór létt með Suður-Karólínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 08:45 Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. Vísir/Getty Donald Trump sigraði forkosningar Repúblikana-flokksins í Suður-Karólínu í gær með talsverðum yfirburðum. Sigurinn styrkir stöðu hans sem helsta forsetaefni flokksins en hann hefur nú unnið tvær af þeim þremur forkosningum sem haldnar hafa verið. Trump hlaut 32,5 prósent atkvæða og var tíu prósentum á undan Marco Rubio og Ted Cruz sem enduðu í öðru og þriðja sæti með rétt rúm 22 prósent atkvæða. Staða Trump, sem leitt hefur í skoðanakönnunum, hefur því styrkst verulega en hann vann einnig í New Hampshire. Langt er síðan sá frambjóðandi Repúblikana-flokksins sem vann bæði í New Hampshire og Suður-Karólínu hlaut ekki útnefningu flokksins. Auðkýfingurinn umdeildi hefur komið eins og stormsveipur inn í hið pólitíska landslag Bandaríkjanna og hafa deilur hans við Páfann og aðra keppinauta sína haft lítil sem engin neikvæð áhrif á fylgi Trump.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumIlla hefur gengið fyrir flokksgæðinga að keppa gegn Trump og í kjölfar úrslitanna í gær tilkynnti Jeb Bush að hann myndi draga framboð sitt til baka. Var hann lengi vel helsta vonarstjarna hins hefðbundna kjarna Repúblikana. Hann fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Nevada. Var Bush helsti keppinautur Marco Rubio um stuðning hins hefbundna kjarna flokksins og þykir góður árangur Rubio í Suður-Karólínu og það að Bush sé hættur merki um það að einvígið um útnefningu flokksins standi á milli Trump og Rubio. Framundan eru forkosningar í Nevada þann 23. febrúar áður en kosið verður samtímis í þrettán ríkjum þann 1. mars. Er það einn mikilvægasti dagurinn í öllu forkosningaferlinu enda verður kosið um stuðning um fimmtung allra kjörmanna og ljóst þykir að sigur Trump í gær boði gott fyrir hann í komandi forkosningum.Trump var sigurreifur í sigurræðu sinni í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Páfinn dregur trú Trump í efa Segir hvern þann sem vilja byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, ekki vera kristinn. 18. febrúar 2016 17:40 Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23 Trump lætur páfann heyra það Segist geta bjargað páfagarði frá ISIS verði hann forseti. 18. febrúar 2016 22:47 Trump sigurstranglegastur í Suður-Karólínu Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag. 20. febrúar 2016 19:26 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Donald Trump sigraði forkosningar Repúblikana-flokksins í Suður-Karólínu í gær með talsverðum yfirburðum. Sigurinn styrkir stöðu hans sem helsta forsetaefni flokksins en hann hefur nú unnið tvær af þeim þremur forkosningum sem haldnar hafa verið. Trump hlaut 32,5 prósent atkvæða og var tíu prósentum á undan Marco Rubio og Ted Cruz sem enduðu í öðru og þriðja sæti með rétt rúm 22 prósent atkvæða. Staða Trump, sem leitt hefur í skoðanakönnunum, hefur því styrkst verulega en hann vann einnig í New Hampshire. Langt er síðan sá frambjóðandi Repúblikana-flokksins sem vann bæði í New Hampshire og Suður-Karólínu hlaut ekki útnefningu flokksins. Auðkýfingurinn umdeildi hefur komið eins og stormsveipur inn í hið pólitíska landslag Bandaríkjanna og hafa deilur hans við Páfann og aðra keppinauta sína haft lítil sem engin neikvæð áhrif á fylgi Trump.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumIlla hefur gengið fyrir flokksgæðinga að keppa gegn Trump og í kjölfar úrslitanna í gær tilkynnti Jeb Bush að hann myndi draga framboð sitt til baka. Var hann lengi vel helsta vonarstjarna hins hefðbundna kjarna Repúblikana. Hann fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Nevada. Var Bush helsti keppinautur Marco Rubio um stuðning hins hefbundna kjarna flokksins og þykir góður árangur Rubio í Suður-Karólínu og það að Bush sé hættur merki um það að einvígið um útnefningu flokksins standi á milli Trump og Rubio. Framundan eru forkosningar í Nevada þann 23. febrúar áður en kosið verður samtímis í þrettán ríkjum þann 1. mars. Er það einn mikilvægasti dagurinn í öllu forkosningaferlinu enda verður kosið um stuðning um fimmtung allra kjörmanna og ljóst þykir að sigur Trump í gær boði gott fyrir hann í komandi forkosningum.Trump var sigurreifur í sigurræðu sinni í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Páfinn dregur trú Trump í efa Segir hvern þann sem vilja byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, ekki vera kristinn. 18. febrúar 2016 17:40 Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23 Trump lætur páfann heyra það Segist geta bjargað páfagarði frá ISIS verði hann forseti. 18. febrúar 2016 22:47 Trump sigurstranglegastur í Suður-Karólínu Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag. 20. febrúar 2016 19:26 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Páfinn dregur trú Trump í efa Segir hvern þann sem vilja byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, ekki vera kristinn. 18. febrúar 2016 17:40
Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23
Trump lætur páfann heyra það Segist geta bjargað páfagarði frá ISIS verði hann forseti. 18. febrúar 2016 22:47
Trump sigurstranglegastur í Suður-Karólínu Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag. 20. febrúar 2016 19:26