Sá ríkasti eyðir minnstu í baráttuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Donald Trump hrósaði sigri í forkosningum í Suður-Karólínu. Hefur hann nú unnið tvö af fyrstu þremur fylkjunum, en hann vann í New Hampshire og var í öðru sæti í Iowa. Nordicphotos/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump vann stórsigur um helgina í forkosningum repúblikana í Suður-Karólínu um hver verður forsetaefni flokksins. Hlaut Trump 32,5 prósent atkvæða en á hæla honum komu öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio og Ted Cruz með um 22 prósent hvor. Aðrir fengu undir tíu prósent atkvæða, meðal annars Jeb Bush sem tilkynnti að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningunni þegar úrslitin voru orðin ljós.Sá ríkasti eyðir minnstu Þrátt fyrir að vera langríkasti frambjóðandinn í ár, talinn eiga um 4,5 milljarða bandaríkjadala eða um 580 milljarða íslenskra króna, hefur Donald Trump eytt mun minna í kosningabaráttu sína en keppinautar hans. Samkvæmt skjölum Alríkiskosningastofnunar Bandaríkjanna (FEC) hefur Trump eytt um þremur milljörðum króna, Ted Cruz um átta milljörðum og Marco Rubio um tíu milljörðum. Eyðsla þeirra bliknar þó í samanburði við eyðslu fyrrverandi ríkisstjórans Jebs Bush sem eyddi tæpum tuttugu milljörðum í sína kosningabaráttu sem nú er á enda. Trump hefur byggt kosningabaráttu sína á því að einoka fjölmiðlaumfjöllun með því að koma með digurbarkalegar yfirlýsingar. Meðal annars um að byggja skuli vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að múslimum eigi að vera meinuð innganga í landið. Hefur hann því ekki þurft að eyða stórfé í auglýsingar til að kynna sig. Demókratar hafa einnig eytt fúlgum fjár í sína kosningabaráttu. Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, sem fékk um 52 prósent atkvæða í forkosningum flokksins í Nevada, hefur eytt um þrettán milljörðum króna og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem fékk um 47 prósent atkvæða, rúmlega tíu milljörðum.Uppreisn gegn hefðinni Árið 2007 úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna samtökunum Citizens United í vil í máli þeirra gegn Alríkiskosningastofnuninni. Gerði sá úrskurður fjársterkum aðilum kleift að stofna óháða kosningasjóði fyrir frambjóðendur, svokallaða Super PACs. Hefur síðan þá myndast hefð fyrir þess lags sjóðum og eyddu sjóðir milljörðum í kosningabaráttu Baracks Obama forseta á sínum tíma. Flestir frambjóðenda í ár njóta stuðnings stórra sjóða. Til að mynda safnaði sjóðurinn Right to Rise um fimmtán milljörðum fyrir Jeb Bush, sjóðurinn Priorities USA Action um fimm milljörðum fyrir Hillary Clinton og sjóðirnir Keep the Promsise I, II og III svipuðu samanlagt fyrir Ted Cruz. Þrátt fyrir að vera ekki með neina stóra Super PACs á bak við sig hafa þeir Donald Trump og Bernie Sanders skákað þessari nýlegu hefð, en á mismunandi hátt. Báðir vilja þeir berjast gegn því að fjársterkir aðilar geti styrkt stjórnmálamenn svo mikið og hafa þeir sagt að fjársterkir aðilar reyni að kaupa sér velvild frambjóðenda. Munurinn liggur þó í því að Trump fjármagnar sína eigin kosningabaráttu en Sanders er fjármagnaður af hinum almenna borgara. Þannig hefur Sanders fengið um fjórar milljónir smærri styrkja og er meðaltalsupphæð styrkja sem Sanders hefur fengið um 3.500 krónur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45 Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump vann stórsigur um helgina í forkosningum repúblikana í Suður-Karólínu um hver verður forsetaefni flokksins. Hlaut Trump 32,5 prósent atkvæða en á hæla honum komu öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio og Ted Cruz með um 22 prósent hvor. Aðrir fengu undir tíu prósent atkvæða, meðal annars Jeb Bush sem tilkynnti að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningunni þegar úrslitin voru orðin ljós.Sá ríkasti eyðir minnstu Þrátt fyrir að vera langríkasti frambjóðandinn í ár, talinn eiga um 4,5 milljarða bandaríkjadala eða um 580 milljarða íslenskra króna, hefur Donald Trump eytt mun minna í kosningabaráttu sína en keppinautar hans. Samkvæmt skjölum Alríkiskosningastofnunar Bandaríkjanna (FEC) hefur Trump eytt um þremur milljörðum króna, Ted Cruz um átta milljörðum og Marco Rubio um tíu milljörðum. Eyðsla þeirra bliknar þó í samanburði við eyðslu fyrrverandi ríkisstjórans Jebs Bush sem eyddi tæpum tuttugu milljörðum í sína kosningabaráttu sem nú er á enda. Trump hefur byggt kosningabaráttu sína á því að einoka fjölmiðlaumfjöllun með því að koma með digurbarkalegar yfirlýsingar. Meðal annars um að byggja skuli vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að múslimum eigi að vera meinuð innganga í landið. Hefur hann því ekki þurft að eyða stórfé í auglýsingar til að kynna sig. Demókratar hafa einnig eytt fúlgum fjár í sína kosningabaráttu. Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, sem fékk um 52 prósent atkvæða í forkosningum flokksins í Nevada, hefur eytt um þrettán milljörðum króna og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem fékk um 47 prósent atkvæða, rúmlega tíu milljörðum.Uppreisn gegn hefðinni Árið 2007 úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna samtökunum Citizens United í vil í máli þeirra gegn Alríkiskosningastofnuninni. Gerði sá úrskurður fjársterkum aðilum kleift að stofna óháða kosningasjóði fyrir frambjóðendur, svokallaða Super PACs. Hefur síðan þá myndast hefð fyrir þess lags sjóðum og eyddu sjóðir milljörðum í kosningabaráttu Baracks Obama forseta á sínum tíma. Flestir frambjóðenda í ár njóta stuðnings stórra sjóða. Til að mynda safnaði sjóðurinn Right to Rise um fimmtán milljörðum fyrir Jeb Bush, sjóðurinn Priorities USA Action um fimm milljörðum fyrir Hillary Clinton og sjóðirnir Keep the Promsise I, II og III svipuðu samanlagt fyrir Ted Cruz. Þrátt fyrir að vera ekki með neina stóra Super PACs á bak við sig hafa þeir Donald Trump og Bernie Sanders skákað þessari nýlegu hefð, en á mismunandi hátt. Báðir vilja þeir berjast gegn því að fjársterkir aðilar geti styrkt stjórnmálamenn svo mikið og hafa þeir sagt að fjársterkir aðilar reyni að kaupa sér velvild frambjóðenda. Munurinn liggur þó í því að Trump fjármagnar sína eigin kosningabaráttu en Sanders er fjármagnaður af hinum almenna borgara. Þannig hefur Sanders fengið um fjórar milljónir smærri styrkja og er meðaltalsupphæð styrkja sem Sanders hefur fengið um 3.500 krónur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45 Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45
Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00
Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45
Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“