Fótbolti

Balotelli er Ítali sem hefur verið of mikið í sólbaði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Berlusconi ásamt dóttur sinni, Barböru.
Berlusconi ásamt dóttur sinni, Barböru. vísir/getty
Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, er eina ferðina enn í fjölmiðlum út af óvönduðu orðavali.

Berlusconi segir venjulega nákvæmlega það sem honum dettur í hug. Hann fagnaði því um helgina að hafa verið aðalmaðurinn hjá Milan í 30 ár.

Er hann var spurður út í möguleika Milan á að vinna titilinn í ár sagði Berlusconi.

„Við erum með mikla hæfileika í okkar liði. Stráka eins og Jeremy Menez og Mario Balotelli sem er Ítali þó svo hann hafi verið aðeins of mikið í sólbaði,“ sagði Berlusconi og vitnaði þar í húðlit framherjans.

Er hann fattaði að þetta hefði líklega verið svolítið gróft þá ákvað forsetinn að hrósa Balotelli.

„Mario er ótrúlegur íþróttamaður. Ég sé hann nánast rífa netin á æfingum og svo hefur hann frábæra stjórn á boltanum. Mér finnst hann vera út úr stöðu í leikjum. Ég vil alltaf hafa hann fyrir framan markið því við þurfum að skora.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×