Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. febrúar 2016 21:30 Ríkissaksóknari tók ákvörðun um áfrýjun Aserta-málsins en ákvað svo fjórtán mánuðum síðar að falla frá áfrýjun án þess að ný gögn hefðu komið fram. Einn verjenda í málinu telur augljóst að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður og verjandi eins hinna ákærðu í málinu telur þetta mjög gagnrýniverð vinnubrögð. „Það er augljóst að ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu að mjög vanhugsuðu máli þarna í desember 2014 og lætur núna 14 mánuði líða án þess að gera nokkuð að því er virðist. Virðist koma núna, skoða gögnin og héraðsdóminn, átta sig á því að hann er algjörlega kórréttur og fellur þá frá áfrýjun. En með þessu auðvitað framlengdi ríkissaksóknari lífið í málinu um fjórtán mánuði algjörlega að tilefnislausu,“ segir Arnar Þór. Hvers vegna tók það embættið fjórtán mánuði að komast að þessari niðurstöðu? Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að fyrri því séu margþættar ástæður en sú sem vegi þyngst á metunum skrifist á fjárskort embættis ríkissaksóknara. „Ástæðan fyrir því að þetta gengur ekki hraðar en þetta og ástæðan fyrir því að ríkissaksóknari veitir ekki sínum viðskiptavinum, ef hægt er að nota það orð, betri þjónustu er málaþunginn. Við komumst ekki yfir þessi mál sem við erum með á eðlilegum hraða og þess vegna hafa orðið tafir í þessu máli og fleiri málum. Það er ástæðan, málaþunginn hjá embættinu og skeytingarleysi fjárveitingarvaldsins til þess að tryggja að þessi höfuðstofnun ákæruvaldsins geti sinnt sínum störfum þannig að sómi sé af,“ segir Helgi Magnús. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ríkissaksóknari tók ákvörðun um áfrýjun Aserta-málsins en ákvað svo fjórtán mánuðum síðar að falla frá áfrýjun án þess að ný gögn hefðu komið fram. Einn verjenda í málinu telur augljóst að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður og verjandi eins hinna ákærðu í málinu telur þetta mjög gagnrýniverð vinnubrögð. „Það er augljóst að ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu að mjög vanhugsuðu máli þarna í desember 2014 og lætur núna 14 mánuði líða án þess að gera nokkuð að því er virðist. Virðist koma núna, skoða gögnin og héraðsdóminn, átta sig á því að hann er algjörlega kórréttur og fellur þá frá áfrýjun. En með þessu auðvitað framlengdi ríkissaksóknari lífið í málinu um fjórtán mánuði algjörlega að tilefnislausu,“ segir Arnar Þór. Hvers vegna tók það embættið fjórtán mánuði að komast að þessari niðurstöðu? Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að fyrri því séu margþættar ástæður en sú sem vegi þyngst á metunum skrifist á fjárskort embættis ríkissaksóknara. „Ástæðan fyrir því að þetta gengur ekki hraðar en þetta og ástæðan fyrir því að ríkissaksóknari veitir ekki sínum viðskiptavinum, ef hægt er að nota það orð, betri þjónustu er málaþunginn. Við komumst ekki yfir þessi mál sem við erum með á eðlilegum hraða og þess vegna hafa orðið tafir í þessu máli og fleiri málum. Það er ástæðan, málaþunginn hjá embættinu og skeytingarleysi fjárveitingarvaldsins til þess að tryggja að þessi höfuðstofnun ákæruvaldsins geti sinnt sínum störfum þannig að sómi sé af,“ segir Helgi Magnús.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira