Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. febrúar 2016 21:30 Ríkissaksóknari tók ákvörðun um áfrýjun Aserta-málsins en ákvað svo fjórtán mánuðum síðar að falla frá áfrýjun án þess að ný gögn hefðu komið fram. Einn verjenda í málinu telur augljóst að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður og verjandi eins hinna ákærðu í málinu telur þetta mjög gagnrýniverð vinnubrögð. „Það er augljóst að ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu að mjög vanhugsuðu máli þarna í desember 2014 og lætur núna 14 mánuði líða án þess að gera nokkuð að því er virðist. Virðist koma núna, skoða gögnin og héraðsdóminn, átta sig á því að hann er algjörlega kórréttur og fellur þá frá áfrýjun. En með þessu auðvitað framlengdi ríkissaksóknari lífið í málinu um fjórtán mánuði algjörlega að tilefnislausu,“ segir Arnar Þór. Hvers vegna tók það embættið fjórtán mánuði að komast að þessari niðurstöðu? Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að fyrri því séu margþættar ástæður en sú sem vegi þyngst á metunum skrifist á fjárskort embættis ríkissaksóknara. „Ástæðan fyrir því að þetta gengur ekki hraðar en þetta og ástæðan fyrir því að ríkissaksóknari veitir ekki sínum viðskiptavinum, ef hægt er að nota það orð, betri þjónustu er málaþunginn. Við komumst ekki yfir þessi mál sem við erum með á eðlilegum hraða og þess vegna hafa orðið tafir í þessu máli og fleiri málum. Það er ástæðan, málaþunginn hjá embættinu og skeytingarleysi fjárveitingarvaldsins til þess að tryggja að þessi höfuðstofnun ákæruvaldsins geti sinnt sínum störfum þannig að sómi sé af,“ segir Helgi Magnús. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ríkissaksóknari tók ákvörðun um áfrýjun Aserta-málsins en ákvað svo fjórtán mánuðum síðar að falla frá áfrýjun án þess að ný gögn hefðu komið fram. Einn verjenda í málinu telur augljóst að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður og verjandi eins hinna ákærðu í málinu telur þetta mjög gagnrýniverð vinnubrögð. „Það er augljóst að ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu að mjög vanhugsuðu máli þarna í desember 2014 og lætur núna 14 mánuði líða án þess að gera nokkuð að því er virðist. Virðist koma núna, skoða gögnin og héraðsdóminn, átta sig á því að hann er algjörlega kórréttur og fellur þá frá áfrýjun. En með þessu auðvitað framlengdi ríkissaksóknari lífið í málinu um fjórtán mánuði algjörlega að tilefnislausu,“ segir Arnar Þór. Hvers vegna tók það embættið fjórtán mánuði að komast að þessari niðurstöðu? Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að fyrri því séu margþættar ástæður en sú sem vegi þyngst á metunum skrifist á fjárskort embættis ríkissaksóknara. „Ástæðan fyrir því að þetta gengur ekki hraðar en þetta og ástæðan fyrir því að ríkissaksóknari veitir ekki sínum viðskiptavinum, ef hægt er að nota það orð, betri þjónustu er málaþunginn. Við komumst ekki yfir þessi mál sem við erum með á eðlilegum hraða og þess vegna hafa orðið tafir í þessu máli og fleiri málum. Það er ástæðan, málaþunginn hjá embættinu og skeytingarleysi fjárveitingarvaldsins til þess að tryggja að þessi höfuðstofnun ákæruvaldsins geti sinnt sínum störfum þannig að sómi sé af,“ segir Helgi Magnús.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira