Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. febrúar 2016 21:30 Ríkissaksóknari tók ákvörðun um áfrýjun Aserta-málsins en ákvað svo fjórtán mánuðum síðar að falla frá áfrýjun án þess að ný gögn hefðu komið fram. Einn verjenda í málinu telur augljóst að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður og verjandi eins hinna ákærðu í málinu telur þetta mjög gagnrýniverð vinnubrögð. „Það er augljóst að ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu að mjög vanhugsuðu máli þarna í desember 2014 og lætur núna 14 mánuði líða án þess að gera nokkuð að því er virðist. Virðist koma núna, skoða gögnin og héraðsdóminn, átta sig á því að hann er algjörlega kórréttur og fellur þá frá áfrýjun. En með þessu auðvitað framlengdi ríkissaksóknari lífið í málinu um fjórtán mánuði algjörlega að tilefnislausu,“ segir Arnar Þór. Hvers vegna tók það embættið fjórtán mánuði að komast að þessari niðurstöðu? Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að fyrri því séu margþættar ástæður en sú sem vegi þyngst á metunum skrifist á fjárskort embættis ríkissaksóknara. „Ástæðan fyrir því að þetta gengur ekki hraðar en þetta og ástæðan fyrir því að ríkissaksóknari veitir ekki sínum viðskiptavinum, ef hægt er að nota það orð, betri þjónustu er málaþunginn. Við komumst ekki yfir þessi mál sem við erum með á eðlilegum hraða og þess vegna hafa orðið tafir í þessu máli og fleiri málum. Það er ástæðan, málaþunginn hjá embættinu og skeytingarleysi fjárveitingarvaldsins til þess að tryggja að þessi höfuðstofnun ákæruvaldsins geti sinnt sínum störfum þannig að sómi sé af,“ segir Helgi Magnús. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ríkissaksóknari tók ákvörðun um áfrýjun Aserta-málsins en ákvað svo fjórtán mánuðum síðar að falla frá áfrýjun án þess að ný gögn hefðu komið fram. Einn verjenda í málinu telur augljóst að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður og verjandi eins hinna ákærðu í málinu telur þetta mjög gagnrýniverð vinnubrögð. „Það er augljóst að ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu að mjög vanhugsuðu máli þarna í desember 2014 og lætur núna 14 mánuði líða án þess að gera nokkuð að því er virðist. Virðist koma núna, skoða gögnin og héraðsdóminn, átta sig á því að hann er algjörlega kórréttur og fellur þá frá áfrýjun. En með þessu auðvitað framlengdi ríkissaksóknari lífið í málinu um fjórtán mánuði algjörlega að tilefnislausu,“ segir Arnar Þór. Hvers vegna tók það embættið fjórtán mánuði að komast að þessari niðurstöðu? Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að fyrri því séu margþættar ástæður en sú sem vegi þyngst á metunum skrifist á fjárskort embættis ríkissaksóknara. „Ástæðan fyrir því að þetta gengur ekki hraðar en þetta og ástæðan fyrir því að ríkissaksóknari veitir ekki sínum viðskiptavinum, ef hægt er að nota það orð, betri þjónustu er málaþunginn. Við komumst ekki yfir þessi mál sem við erum með á eðlilegum hraða og þess vegna hafa orðið tafir í þessu máli og fleiri málum. Það er ástæðan, málaþunginn hjá embættinu og skeytingarleysi fjárveitingarvaldsins til þess að tryggja að þessi höfuðstofnun ákæruvaldsins geti sinnt sínum störfum þannig að sómi sé af,“ segir Helgi Magnús.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira