Ríkisstarfsmaður fær bætur þrátt fyrir að hafa tekið bensín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 12:45 Konan ók Gullinbrú í norðurátt en beygði inn á Fjallkonuveg til að ná í bensín. Svo var planið að aka aftur norður Gullinbrú en hún lenti í árekstri á bensínstöðinni. Vísir/Loftmyndir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. Ekki var deilt um afleiðingar bílslyss sem hún lenti í heldur hvort hún hefði verið á „eðlilegri leið“ milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð. Konan hlaut 18 prósent varanlegan miska og 15 prósent varanlega örorku vegna slyssins en ekki var deilt um það. Þær niðurstöður lágu fyrir í maí 2014. Gerði lögmaður konunnar í kjölfarið kröfu um að ríkið, fyrir hönd spítalans, greiddi konunni bætur samkvæmt reglum um slysatryggingar ríkisstarfsmanna en fékk lengi vel engin svör. Loks fékkst svar frá ríkinu í febrúar 2015 þar sem ríkið sagðist líta svo á að með því að koma við á heimleiðinni og taka bensín hefði konan gert rof á beinni leið til og frá vinnu. Því hefði verið um að ræða slys utan starfs en ekki í starfi. Höfðaði konan í kjölfarið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.Var að verða bensínlaus Óumdeilt var að leið konunnar frá vinnu til heimilis hennar lá um Gullinbrú, framhjá gatnamótum við Fjallkonuveg og áfram norður. Í stað þess að halda beint áfram Fjallkonuveg beygði konan inn á bensínstöð Olís sem liggur á horni götunnar og Fjallkonuvegar. Konan beygði til hægri inn á Fjallkonuveg nokkra metra áður en hún beygði til vinstri inn á bensínstöðina eins og sjá má á kortinu að ofan. Þar ætlaði hún að taka bensín en hún sagðist hafa verið að verða bensínlaus. Þar bakkaði hins vegar ökumaður bifreið á hana og var áreksturinn nokkuð harður með fyrrnefndum afleiðingum. Lögmaður ríkisins vildi meina að með því að stoppa og taka bensín hefði hún verið að sinna einkaerindum og ekki lengur hægt að fallast á að hún væri á beinni leið frá vinnu og heim til sín.Órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða Héraðsdómarinn Skúli Magnússon segir í niðurstöðu sinni að alkunna sé að bílstjórum geti verið nauðsynlegt að koma við á bensínstöðvum til að sinna bifreiðum sínum eða eigin náttúrulegum þörfum. Líta verði á stöðvanir við slíkar stöðvar sem órjúfanlegan þátt í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða.“ Var því fallist á að ríkið þyrfti að greiða konunni 3,6 milljónir króna í bætur sem var það sem lögmaður hennar fór fram á.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. Ekki var deilt um afleiðingar bílslyss sem hún lenti í heldur hvort hún hefði verið á „eðlilegri leið“ milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð. Konan hlaut 18 prósent varanlegan miska og 15 prósent varanlega örorku vegna slyssins en ekki var deilt um það. Þær niðurstöður lágu fyrir í maí 2014. Gerði lögmaður konunnar í kjölfarið kröfu um að ríkið, fyrir hönd spítalans, greiddi konunni bætur samkvæmt reglum um slysatryggingar ríkisstarfsmanna en fékk lengi vel engin svör. Loks fékkst svar frá ríkinu í febrúar 2015 þar sem ríkið sagðist líta svo á að með því að koma við á heimleiðinni og taka bensín hefði konan gert rof á beinni leið til og frá vinnu. Því hefði verið um að ræða slys utan starfs en ekki í starfi. Höfðaði konan í kjölfarið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.Var að verða bensínlaus Óumdeilt var að leið konunnar frá vinnu til heimilis hennar lá um Gullinbrú, framhjá gatnamótum við Fjallkonuveg og áfram norður. Í stað þess að halda beint áfram Fjallkonuveg beygði konan inn á bensínstöð Olís sem liggur á horni götunnar og Fjallkonuvegar. Konan beygði til hægri inn á Fjallkonuveg nokkra metra áður en hún beygði til vinstri inn á bensínstöðina eins og sjá má á kortinu að ofan. Þar ætlaði hún að taka bensín en hún sagðist hafa verið að verða bensínlaus. Þar bakkaði hins vegar ökumaður bifreið á hana og var áreksturinn nokkuð harður með fyrrnefndum afleiðingum. Lögmaður ríkisins vildi meina að með því að stoppa og taka bensín hefði hún verið að sinna einkaerindum og ekki lengur hægt að fallast á að hún væri á beinni leið frá vinnu og heim til sín.Órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða Héraðsdómarinn Skúli Magnússon segir í niðurstöðu sinni að alkunna sé að bílstjórum geti verið nauðsynlegt að koma við á bensínstöðvum til að sinna bifreiðum sínum eða eigin náttúrulegum þörfum. Líta verði á stöðvanir við slíkar stöðvar sem órjúfanlegan þátt í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða.“ Var því fallist á að ríkið þyrfti að greiða konunni 3,6 milljónir króna í bætur sem var það sem lögmaður hennar fór fram á.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent