N4 vildi helst fá svar fyrir Edduhátíðina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. febrúar 2016 07:00 Framkvæmdastjóri N4 segir sveitarfélög á Suðurlandi hafa fengið jafna umfjöllun í sjónvarpsþáttaröð fyrirtækisins. Myndin er frá Eyrarbakka. Vísir/Stefán „Ekki væri nú verra að geta tilkynnt það á Eddunni að þessi þáttaröð verði áfram vikulega á N4,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, í bréfi þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi sveitarfélaga á Suðurlandi við gerð þáttanna Að sunnan. Sunnlensku sveitarfélögin hafa nú þegar styrkt N4 fjárhagslega við gerð 36 þátta í seríunni Að sunnan þar sem áhersla er lögð á jákvæða umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á svæðinu. „Við hjá N4 erum ykkur afar þakklát fyrir þann mikla og dygga stuðning sem sveitarfélögin fjórtán hafa sýnt þessari þáttaröð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra N4 sem einnig þakkar sunnlenskum fyrirtækjum fyrir auglýsingatekjur við gerð tólf þátta.Margrét BlöndalMaría Björk segir öll sveitarfélögin hafa fengi jafna umfjöllun. Full ástæða sé til að halda þáttaröðinni áfram. Þannig yrði öllum landshlutunum fjórum haldið í loftinu hjá N4 því auk þáttanna Að sunnan, Að norðan og Að austan hefjist þáttaröðinni Að vestan í næsta mánuði. „Óskað er eftir áframhaldandi styrk við gerð þáttanna frá hverju sveitarfélagi, samtals krónur 750.000,“ segir framkvæmdastjóri N4 í bréfinu til sveitarfélaganna. Stefnt sé að gerð 36 þátta á tólf mánuðum. Í bréfinu er bent á að þættirnir Að sunnan hafa verið tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum Menningarþættir. „Þetta er mikill heiður og ber fagmennsku Margrétar Blöndal og Sighvats Jónssonar gott merki,“ segir María Björk og biður um að vera látin vita sem allra fyrst svo hægt sé að semja við Margréti og Sighvat og svo hægt sé að tilkynna um framhald þáttanna á Eddunni sem fram fer á sunnudaginn. Margrét og Sighvatur eru bæði dagskrárgerðarmenn á RÚV.Sighvatur Jónsson.Erindi N4 var tekið fyrir og samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi en á bæjarráðsfundi í Árborg á fimmtudag var málinu vísað til umræðu í starfshópi um ferðamál og í byggðaráði Rangárþings ytra var málinu vísað til skoðunar hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Að sunnan var tilnefnt sem Menningarþáttur ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gær, en laut í lægra haldi fyrir Öldinni hennar, sem hlaut verðlaunin. Eddan Fjölmiðlar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Ekki væri nú verra að geta tilkynnt það á Eddunni að þessi þáttaröð verði áfram vikulega á N4,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, í bréfi þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi sveitarfélaga á Suðurlandi við gerð þáttanna Að sunnan. Sunnlensku sveitarfélögin hafa nú þegar styrkt N4 fjárhagslega við gerð 36 þátta í seríunni Að sunnan þar sem áhersla er lögð á jákvæða umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á svæðinu. „Við hjá N4 erum ykkur afar þakklát fyrir þann mikla og dygga stuðning sem sveitarfélögin fjórtán hafa sýnt þessari þáttaröð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra N4 sem einnig þakkar sunnlenskum fyrirtækjum fyrir auglýsingatekjur við gerð tólf þátta.Margrét BlöndalMaría Björk segir öll sveitarfélögin hafa fengi jafna umfjöllun. Full ástæða sé til að halda þáttaröðinni áfram. Þannig yrði öllum landshlutunum fjórum haldið í loftinu hjá N4 því auk þáttanna Að sunnan, Að norðan og Að austan hefjist þáttaröðinni Að vestan í næsta mánuði. „Óskað er eftir áframhaldandi styrk við gerð þáttanna frá hverju sveitarfélagi, samtals krónur 750.000,“ segir framkvæmdastjóri N4 í bréfinu til sveitarfélaganna. Stefnt sé að gerð 36 þátta á tólf mánuðum. Í bréfinu er bent á að þættirnir Að sunnan hafa verið tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum Menningarþættir. „Þetta er mikill heiður og ber fagmennsku Margrétar Blöndal og Sighvats Jónssonar gott merki,“ segir María Björk og biður um að vera látin vita sem allra fyrst svo hægt sé að semja við Margréti og Sighvat og svo hægt sé að tilkynna um framhald þáttanna á Eddunni sem fram fer á sunnudaginn. Margrét og Sighvatur eru bæði dagskrárgerðarmenn á RÚV.Sighvatur Jónsson.Erindi N4 var tekið fyrir og samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi en á bæjarráðsfundi í Árborg á fimmtudag var málinu vísað til umræðu í starfshópi um ferðamál og í byggðaráði Rangárþings ytra var málinu vísað til skoðunar hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Að sunnan var tilnefnt sem Menningarþáttur ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gær, en laut í lægra haldi fyrir Öldinni hennar, sem hlaut verðlaunin.
Eddan Fjölmiðlar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira