Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 15:26 Fornminjar frá samfélagi Súmera vísir/getty Trúfélag Zúista á Íslandi hefur enn ekki fengið að skrá rekstrarfélag utan um félagið hjá ríkisskattstjóra og hefur greiðslum til þess því verið frestað tímabundið. Stefnt er á að endurgreiða fyrstu sóknargjöldin seinni hluta ársins, að sögn Snæbjörns Guðmundssonar, sem situr í stjórn félagsins. „Fyrsta greiðsla ársins er greidd út í febrúar en við höfum sent inn beiðni til Fjársýslunnar um að hinkra með hana tímabundið. Það var vel tekið í það og ekkert mál. Þannig að á meðan við göngum frá því að stofna nýtt félag þá er þetta bara í smá biðstöðu,“ segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Hann segir skráninguna hafa gengið hægar en búist hafi verið við, en bindur vonir við að málið leysist hið fyrsta. „Þetta er þannig að ef trúfélag er skráð hjá sýslumanni þá er það ekki með kennitölu sem þýðir að þá þarf að stofna félag hjá fyrirtækjaskrá sem tekur við sóknargjöldum trúfélagsins. Hins vegar virðist fyrirtækjaskrá misskilja eðli trúfélaga og þess vegna hefur þetta gengið svona hægt.“ Þá segir Snæbjörn enga breytingu verða á endurgreiðslum til félagsmanna, enda hafi allan tímann staðið til að endurgreiða í lok árs. „Ef við greiðum út í mörgum skömmtum þá eykst umsýslukostnaður svo mikið þannig að við tökum þetta allt saman og greiðum út seinni hluta árs.“ Alls eru 3200 manns skráðir í félagið, sem gerir það að einu stærsta trúfélagi landsins. Ein helsta nýlundan sem félagið stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði, en rétt er að benda á að skipting sóknargjalda miðast eingöngu við þá sem eru með skráð lögheimili á Íslandi. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu er 10.800 krónur. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Flestir zúistar karlmenn á þrítugs og fertugsaldri Sjötíu prósent félaga í Zuism eru fæddir á árunum 1984-1996. 3. desember 2015 10:52 Segja kröfu Zúista þá sömu og Siðmenntar Siðmennt segir skráningu trú- og lífsskoðuna andstætt persónuvernd. 3. desember 2015 16:23 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Trúfélag Zúista á Íslandi hefur enn ekki fengið að skrá rekstrarfélag utan um félagið hjá ríkisskattstjóra og hefur greiðslum til þess því verið frestað tímabundið. Stefnt er á að endurgreiða fyrstu sóknargjöldin seinni hluta ársins, að sögn Snæbjörns Guðmundssonar, sem situr í stjórn félagsins. „Fyrsta greiðsla ársins er greidd út í febrúar en við höfum sent inn beiðni til Fjársýslunnar um að hinkra með hana tímabundið. Það var vel tekið í það og ekkert mál. Þannig að á meðan við göngum frá því að stofna nýtt félag þá er þetta bara í smá biðstöðu,“ segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Hann segir skráninguna hafa gengið hægar en búist hafi verið við, en bindur vonir við að málið leysist hið fyrsta. „Þetta er þannig að ef trúfélag er skráð hjá sýslumanni þá er það ekki með kennitölu sem þýðir að þá þarf að stofna félag hjá fyrirtækjaskrá sem tekur við sóknargjöldum trúfélagsins. Hins vegar virðist fyrirtækjaskrá misskilja eðli trúfélaga og þess vegna hefur þetta gengið svona hægt.“ Þá segir Snæbjörn enga breytingu verða á endurgreiðslum til félagsmanna, enda hafi allan tímann staðið til að endurgreiða í lok árs. „Ef við greiðum út í mörgum skömmtum þá eykst umsýslukostnaður svo mikið þannig að við tökum þetta allt saman og greiðum út seinni hluta árs.“ Alls eru 3200 manns skráðir í félagið, sem gerir það að einu stærsta trúfélagi landsins. Ein helsta nýlundan sem félagið stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði, en rétt er að benda á að skipting sóknargjalda miðast eingöngu við þá sem eru með skráð lögheimili á Íslandi. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu er 10.800 krónur.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Flestir zúistar karlmenn á þrítugs og fertugsaldri Sjötíu prósent félaga í Zuism eru fæddir á árunum 1984-1996. 3. desember 2015 10:52 Segja kröfu Zúista þá sömu og Siðmenntar Siðmennt segir skráningu trú- og lífsskoðuna andstætt persónuvernd. 3. desember 2015 16:23 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00
Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00
Flestir zúistar karlmenn á þrítugs og fertugsaldri Sjötíu prósent félaga í Zuism eru fæddir á árunum 1984-1996. 3. desember 2015 10:52
Segja kröfu Zúista þá sömu og Siðmenntar Siðmennt segir skráningu trú- og lífsskoðuna andstætt persónuvernd. 3. desember 2015 16:23
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00