Innlent

Flestir zúistar karlmenn á þrítugs og fertugsaldri

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun.
Zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun. Vísir/Daníel
Sjötíu prósent félaga í Zuism eru fæddir á árunum 1984-1996. Alls eru félagar 3.130 talsins en fólk á þessu aldursbili, frá 19-31 árs eru 2.129. Þetta kemur fram í tölum sem Þjóðskrá birti í morgun. Mikil fjölgun hefur verið í félaginu síðustu daga og vikur eftir að ný stjórn tók við hjá zúistum.

Karlar eru í miklu meirihluta félagsmanna, eða um 67 prósent, á meðan konur eru aðeins 29 prósent félagsmanna. Félagið er í raun að stærstum hluta samsett karlmönnum á þrítugs og fertugsaldri, samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Karlmenn fæddir á árunum 1976-1995 eru 54 prósent félagsmanna.

Zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun og, eins og fjallað er um í Fréttablaðinu í dag, eru um þriðjungur zúista fyrrverandi sóknarbörn þjóðkirkjunnar, eða 1.025 einstaklingar. Þá eru 1.638 einstaklingar sem áður voru skráðir utan trúfélaga nú skráðir í Zuism.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×