Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2016 18:57 Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hafi gert fjölmörg mistök allt frá því að hann fór í ríkisstjórn árið 2007, án þess að hafa gengist við þeim eða gert þau upp í samskiptum við þjóðina. Hann kallar eftir ítarlegu samtali innan flokksins áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram til formennsku. Eftir að framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað í gær að flýta landsfundi og formannskjöri biðu margir viðbragða formannsins, sem í dag sendi öllum félögum í flokknum bréf. Þar segir hann að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verði formaður ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig, ekki verði tekið á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu. Flokkurinn geti verið stoltur af fjölmörgu í verkum sínum í ríkisstjórn eftir hrun. En þrátt það ekki notið góðra verka í síðustu Alþingiskosningum. „Og þegar svo er verða menn að horfa á hvað það er nákvæmlega sem er að koma í veg fyrir það. Ég held að það sé vegna þess að það séu ákveðnir þættir sem okkur tókst ekki vel til með,“ segir Árni Páll í viðtali við fréttastofu. Í bréfinu segir hann að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika, sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir formaðurinn orðrétt í bréfinu. Þrátt fyrir góð verk hafi flokkurinn gert ýmis mistök allt frá því hann gekk í ríkisstjórn árið 2007. Þá hafi hann gengið inn í valdakerfi gömlu flokkanna, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar.En þú sem leiðtogi flokksins, hlýtur þú ekki að bera ábyrgð á einhverjum þessara mistaka?„Ó jú. Ég sat líka í ríkisstjórn og ber ábyrgð á því sem þar gerðist,“ segir Árni Páll. Í bréfinu nefnir hann meðal annars þessi mistök: Flokkurinn hafi misst náið samband sitt við verkalýðshreyfinguna og talsamband við atvinnulífið. Stutt samning um Icesave sem ekki hafi varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og mælt gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um samningana. Byggt aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjaldasamkomulagi í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildarviðræður. Og þegar fólk var að drukkna í skuldafeni hafi flokkurinn í of ríkum mæli tekið að sér að útskýra hvers vegna fólk ætti að borga skuldir sínar. í stað þess að taka stöðu með fólki gegn fjármálakerfi. „Ég er heldur ekki að kalla eftir því að við finnum sökudólg. Ég er að kalla eftir því að við öxlum félagslega ábyrgð,“ segir formaðurinn í samtali við fréttamann. „Ég held að fólk treysti ekki fólki sem kasti einum fyrir ljónin, hlaupi svo burt og haldi að það sé hólpið. Við gerðum mistök, við skiljum það. Við ætlum að passa að þau endurtaki sig ekki,“ segir Árni Páll Árnason. Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hafi gert fjölmörg mistök allt frá því að hann fór í ríkisstjórn árið 2007, án þess að hafa gengist við þeim eða gert þau upp í samskiptum við þjóðina. Hann kallar eftir ítarlegu samtali innan flokksins áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram til formennsku. Eftir að framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað í gær að flýta landsfundi og formannskjöri biðu margir viðbragða formannsins, sem í dag sendi öllum félögum í flokknum bréf. Þar segir hann að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verði formaður ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig, ekki verði tekið á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu. Flokkurinn geti verið stoltur af fjölmörgu í verkum sínum í ríkisstjórn eftir hrun. En þrátt það ekki notið góðra verka í síðustu Alþingiskosningum. „Og þegar svo er verða menn að horfa á hvað það er nákvæmlega sem er að koma í veg fyrir það. Ég held að það sé vegna þess að það séu ákveðnir þættir sem okkur tókst ekki vel til með,“ segir Árni Páll í viðtali við fréttastofu. Í bréfinu segir hann að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika, sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir formaðurinn orðrétt í bréfinu. Þrátt fyrir góð verk hafi flokkurinn gert ýmis mistök allt frá því hann gekk í ríkisstjórn árið 2007. Þá hafi hann gengið inn í valdakerfi gömlu flokkanna, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar.En þú sem leiðtogi flokksins, hlýtur þú ekki að bera ábyrgð á einhverjum þessara mistaka?„Ó jú. Ég sat líka í ríkisstjórn og ber ábyrgð á því sem þar gerðist,“ segir Árni Páll. Í bréfinu nefnir hann meðal annars þessi mistök: Flokkurinn hafi misst náið samband sitt við verkalýðshreyfinguna og talsamband við atvinnulífið. Stutt samning um Icesave sem ekki hafi varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og mælt gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um samningana. Byggt aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjaldasamkomulagi í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildarviðræður. Og þegar fólk var að drukkna í skuldafeni hafi flokkurinn í of ríkum mæli tekið að sér að útskýra hvers vegna fólk ætti að borga skuldir sínar. í stað þess að taka stöðu með fólki gegn fjármálakerfi. „Ég er heldur ekki að kalla eftir því að við finnum sökudólg. Ég er að kalla eftir því að við öxlum félagslega ábyrgð,“ segir formaðurinn í samtali við fréttamann. „Ég held að fólk treysti ekki fólki sem kasti einum fyrir ljónin, hlaupi svo burt og haldi að það sé hólpið. Við gerðum mistök, við skiljum það. Við ætlum að passa að þau endurtaki sig ekki,“ segir Árni Páll Árnason.
Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21
Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent