Mikill titringur í þingflokki Samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 19:00 Mikill titringur er í þingflokki Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn sendi félögum í flokknum bréf í gær þar sem hann tíundaði ýmis mistök flokksins á undanförnum árum. Formaðurinn hafði ekkert samráð við þingflokkinn áður en bréfið var sent út. Hafi Árni Páll Árnason ætlað sér að hræra upp í flokksfélögum sínum með bréfi sínu í gær hefur honum tekist ætlunarverk sitt. Samfylkingarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag lýsa allir undrun sinni á vinnubrögðum formannsins. Ekkert samráð hafi verið haft við þingmenn og þeir aðeins fengið bréfið sent til sín klukkstund áður en það var sent til almennra flokksfélaga. Þingmönnum er mismikið niðri fyrir en þeir tala m.a um að hann sé að splundra flokkum þegar þörf sé á að sameina fólk um mikilvæg málefni. Einn þingmaður sagði bréfið hafa komið eins og kalda vatnsgusu og formaðurinn gengi alltof langt. Í skuldamálum þjóðarinnar hafi til að mynda verið mikill þrýstingur í þingflokknum á þáverandi ráðherra að gera meira fyrir heimilin og spjótunum sérstaklega beint að Árna Páli þegar hann var ráðherra að gera meira. Ólína Þorvarðardóttir sem hleypti umræðunni um að flýta landsfundi og formannskjöri af stað segir hins vegar gott að formaðurinn tjái sig. Ekki sé hægt að gagnrýna það þegar krafist sé opinnar umræðu. Formaðurinn og aðrir mögulegir frambjóðendur til formanns verði þá núna að svara því hvaða stefnu þeir hafi í miklivægum stefnumálum sem ekki hafi náðst fram. „Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu,“ spurði Ólína í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nú fái flokkurinn tækifæri til að gera upp við sig hverjum hann treysti til að leiða þessi mikilvægu mál til lykta. Hún reikni með að mótframboð gegn Árna Páli komi fram á næstu dögum eða örfáu vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Mikill titringur er í þingflokki Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn sendi félögum í flokknum bréf í gær þar sem hann tíundaði ýmis mistök flokksins á undanförnum árum. Formaðurinn hafði ekkert samráð við þingflokkinn áður en bréfið var sent út. Hafi Árni Páll Árnason ætlað sér að hræra upp í flokksfélögum sínum með bréfi sínu í gær hefur honum tekist ætlunarverk sitt. Samfylkingarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag lýsa allir undrun sinni á vinnubrögðum formannsins. Ekkert samráð hafi verið haft við þingmenn og þeir aðeins fengið bréfið sent til sín klukkstund áður en það var sent til almennra flokksfélaga. Þingmönnum er mismikið niðri fyrir en þeir tala m.a um að hann sé að splundra flokkum þegar þörf sé á að sameina fólk um mikilvæg málefni. Einn þingmaður sagði bréfið hafa komið eins og kalda vatnsgusu og formaðurinn gengi alltof langt. Í skuldamálum þjóðarinnar hafi til að mynda verið mikill þrýstingur í þingflokknum á þáverandi ráðherra að gera meira fyrir heimilin og spjótunum sérstaklega beint að Árna Páli þegar hann var ráðherra að gera meira. Ólína Þorvarðardóttir sem hleypti umræðunni um að flýta landsfundi og formannskjöri af stað segir hins vegar gott að formaðurinn tjái sig. Ekki sé hægt að gagnrýna það þegar krafist sé opinnar umræðu. Formaðurinn og aðrir mögulegir frambjóðendur til formanns verði þá núna að svara því hvaða stefnu þeir hafi í miklivægum stefnumálum sem ekki hafi náðst fram. „Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu,“ spurði Ólína í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nú fái flokkurinn tækifæri til að gera upp við sig hverjum hann treysti til að leiða þessi mikilvægu mál til lykta. Hún reikni með að mótframboð gegn Árna Páli komi fram á næstu dögum eða örfáu vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21
Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19