Tveir ungir karlmenn struku úr fangelsinu að Sogni i gærkvöldi og ganga enn lausir, eftir því sem fréttastofa veit best. Lögreglan á Suðurlandi segist kannast við málið, en Fangelsismálatofnun hefur ekki leitað eftir aðstoð hennar.
Fundur verður haldinn þar um málið á næstu mínútum þar sem línur verða lagðar varðandi framhaldið. Hvorugur mannanna er hættulegur, eftir því sem fréttastofan kemst næst.
Tveir fangar struku frá Sogni í nótt
