Obama hyggst tilnefna dómara í næstu viku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna nýjan dómara í næstu viku. Nordicphotos/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst tilnefna nýjan hæstaréttardómara í stað Antonin Scalia þegar öldungadeild þingsins snýr aftur til starfa á mánudag. Frá þessu greindi talsmaður forsetaembættisins, Eric Schultz, í gær. Scalia lést á laugardag, 79 ára að aldri, en hann hafði setið í hæstarétti frá árinu 1986 er hann var skipaður af forsetanum Ronald Reagan. Alls sitja níu dómarar í hæstarétti og eru þeir æviráðnir. Um áratugaskeið hafa fimm þeirra verið íhaldssamir, hliðhollir repúblikönum, en fjórir frjálslyndir, hliðhollir demókrötum. Mitch McConnell, repúblikani og forseti öldungadeildarinnar, sagði á laugardag að þingið ætti ekki að samþykkja tilnefningu forsetans heldur ætti næsti forseti að skipa dómara, en kosið er um forsetaembættið í nóvember. Um það eru forsetaframbjóðendur repúblikana sammála. Obama er hins vegar ekki á sama máli. Hann hefur þegar tilnefnt tvo hæstaréttardómara í valdatíð sinni. Soniu Sotomayor árið 2009 og Elenu Kagan ári seinna. Báðar þykja þær frjálslyndar. Sá sem oftast hefur verið nefndur sem mögulegur arftaki Scalia heitir Srikanth Srinivasan. Sá er 48 ára dómari í áfrýjunardómstól Washington-borgar. Öldungadeild þingsins samþykkti skipun hans árið 2013. Einnig hefur Loretta Lynch dómsmálaráðherra verið nefnd sem og áfrýjunardómstólsdómarinn Jane Kelly, sem þingið samþykkti einróma árið 2013. Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst tilnefna nýjan hæstaréttardómara í stað Antonin Scalia þegar öldungadeild þingsins snýr aftur til starfa á mánudag. Frá þessu greindi talsmaður forsetaembættisins, Eric Schultz, í gær. Scalia lést á laugardag, 79 ára að aldri, en hann hafði setið í hæstarétti frá árinu 1986 er hann var skipaður af forsetanum Ronald Reagan. Alls sitja níu dómarar í hæstarétti og eru þeir æviráðnir. Um áratugaskeið hafa fimm þeirra verið íhaldssamir, hliðhollir repúblikönum, en fjórir frjálslyndir, hliðhollir demókrötum. Mitch McConnell, repúblikani og forseti öldungadeildarinnar, sagði á laugardag að þingið ætti ekki að samþykkja tilnefningu forsetans heldur ætti næsti forseti að skipa dómara, en kosið er um forsetaembættið í nóvember. Um það eru forsetaframbjóðendur repúblikana sammála. Obama er hins vegar ekki á sama máli. Hann hefur þegar tilnefnt tvo hæstaréttardómara í valdatíð sinni. Soniu Sotomayor árið 2009 og Elenu Kagan ári seinna. Báðar þykja þær frjálslyndar. Sá sem oftast hefur verið nefndur sem mögulegur arftaki Scalia heitir Srikanth Srinivasan. Sá er 48 ára dómari í áfrýjunardómstól Washington-borgar. Öldungadeild þingsins samþykkti skipun hans árið 2013. Einnig hefur Loretta Lynch dómsmálaráðherra verið nefnd sem og áfrýjunardómstólsdómarinn Jane Kelly, sem þingið samþykkti einróma árið 2013.
Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira