Milos: Því fylgir ábyrgð að fá mann eins og Gary Martin Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2016 21:23 Milos Milojevic, þjálfari Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, var brosið eitt á blaðamannafundi Fossvogsfélagsins í kvöld þar sem Gary Martin var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Enski framherjinn kom til Víkings frá KR eftir þrjú og hálft ár í Vesturbænum og Milos viðrkenndi fúslega að hann væri í skýjunum. „Það er engin spurning og ég er ekkert að fela það,“ sagði Milos við Vísis í kvöld, en hvað ætlar hann stjörnuframherjanum að gera fyrir liðið?Sjá einnig:Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér „Fyrst og fremst sé ég Gary sem mjög góðan leikmann. Ég hef þekkt hann mjög lengi, eða síðan hann var að spila með góðvini mínum, Igor Pesic, hjá ÍA.“ „Ég veit allt um Gary og finnst hann frábær karakter. Hann er líka öðruvísi en karakter en leikmennirnir sem eru fyrir í liðinu. Hann kemur okkur á næsta stig og gefur okkur þá greddu sem vantar,“ sagði Milos.Gary Martin er kominn í svart og rautt úr svörtu og hvítu.vísir/ernirGott að fá Robba og Gary Víkingur fékk fyrr í vetur Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, og nú Gary Martin sem hefur verið einn besti framherji deildarinnar. Eru þetta skilaboð um hvað Víkingar ætla sér í sumar? „Við erum ekkert að fela neitt. Að fá þessa tvo fylgir mikil ábyrgð og ég er mjög ánægður með það. Ég vil mikla ábyrgð og mikla pressu. Það fylgir þessu starfi,“ sagði Milos. „Ég vil reyna að berjast um alla leikmenn sem eru bestir á Íslandi. Það er gott að fá Robba og Gary. Þetta eru menn sem eru vanir að spila um titla með stórum liðum og við ætlum okkur að koma Víkingi aftur á þá braut sem félagið var á fyrir rúmum 20 árum.“ Gary Martin hefur ekki alltaf verið barnanna bestur og er duglegur að tala opinskátt um hlutina ef hann er ósáttur. Hann getur stundum verið svolítið erfiður. „Leikmenn sem eru með egó geta verið erfiðir en það er spurning hvernig þjálfari ræður við það. Ég er ekki að fara í stríð við Gary heldur erum við að fara saman í skemmtilegt verkefni,“ sagði Milos, en ætla Víkingar að bæta við sig fleiri leikmönnum? „Við erum að skoða í kringum okkur. Fyrst er ég hrifinn af því að fá leikmenn sem ég þekki vel sem persónur og fótboltamenn. Þess vegna vanda ég mig og því erum við ekkert að kaupa í einhverju stressi.“ „Okkur vantar kannski í eina stöðu í viðbót og við erum að skoða í kringum okkur bæði hér og erlendis,“ sagði Milos Milojevic. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50 Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58 Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30 Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, var brosið eitt á blaðamannafundi Fossvogsfélagsins í kvöld þar sem Gary Martin var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Enski framherjinn kom til Víkings frá KR eftir þrjú og hálft ár í Vesturbænum og Milos viðrkenndi fúslega að hann væri í skýjunum. „Það er engin spurning og ég er ekkert að fela það,“ sagði Milos við Vísis í kvöld, en hvað ætlar hann stjörnuframherjanum að gera fyrir liðið?Sjá einnig:Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér „Fyrst og fremst sé ég Gary sem mjög góðan leikmann. Ég hef þekkt hann mjög lengi, eða síðan hann var að spila með góðvini mínum, Igor Pesic, hjá ÍA.“ „Ég veit allt um Gary og finnst hann frábær karakter. Hann er líka öðruvísi en karakter en leikmennirnir sem eru fyrir í liðinu. Hann kemur okkur á næsta stig og gefur okkur þá greddu sem vantar,“ sagði Milos.Gary Martin er kominn í svart og rautt úr svörtu og hvítu.vísir/ernirGott að fá Robba og Gary Víkingur fékk fyrr í vetur Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, og nú Gary Martin sem hefur verið einn besti framherji deildarinnar. Eru þetta skilaboð um hvað Víkingar ætla sér í sumar? „Við erum ekkert að fela neitt. Að fá þessa tvo fylgir mikil ábyrgð og ég er mjög ánægður með það. Ég vil mikla ábyrgð og mikla pressu. Það fylgir þessu starfi,“ sagði Milos. „Ég vil reyna að berjast um alla leikmenn sem eru bestir á Íslandi. Það er gott að fá Robba og Gary. Þetta eru menn sem eru vanir að spila um titla með stórum liðum og við ætlum okkur að koma Víkingi aftur á þá braut sem félagið var á fyrir rúmum 20 árum.“ Gary Martin hefur ekki alltaf verið barnanna bestur og er duglegur að tala opinskátt um hlutina ef hann er ósáttur. Hann getur stundum verið svolítið erfiður. „Leikmenn sem eru með egó geta verið erfiðir en það er spurning hvernig þjálfari ræður við það. Ég er ekki að fara í stríð við Gary heldur erum við að fara saman í skemmtilegt verkefni,“ sagði Milos, en ætla Víkingar að bæta við sig fleiri leikmönnum? „Við erum að skoða í kringum okkur. Fyrst er ég hrifinn af því að fá leikmenn sem ég þekki vel sem persónur og fótboltamenn. Þess vegna vanda ég mig og því erum við ekkert að kaupa í einhverju stressi.“ „Okkur vantar kannski í eina stöðu í viðbót og við erum að skoða í kringum okkur bæði hér og erlendis,“ sagði Milos Milojevic. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50 Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58 Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30 Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34
Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50
Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58
Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30
Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22