Fótbolti

Ronaldo fékk 156 milljónir fyrir tíst og myndatöku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Vefsíðan Football Leaks hefur verið iðin við að leka samningum félaga og leikmanna undanfarna vikur og mánuði og en í dag var samningur Cristiaon Ronaldo við sádí-arabískt fjarskiptafyrirtæki birt.

Samkvæmt samningnum, sem var gerður árið 2012, fékk Ronaldo 1,1 milljón evra - jafnvirði 156 milljóna króna samkvæmt núgildandi gengi - fyrir ótrúlega litla vinnu.

Fyrirtækið, Mobily, fékk fimm áritaðar landsliðstreyjur Portúgals, tvær færslur á samfélagsmiðlum Ronaldo sem minntust á Mobily og myndatöku sem mátti ekki vera lengri en fjórar og hálfa klukkustund.

Enn fremur fékk Ronaldo 60 prósent upphæðinnar strax og afganginn að myndatökunni lokinni.

Hér fyrir neðan má sjá Twitter-færslu hjá Ronaldo þar sem minnst er á Mobily, sem og auglýsingu frá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×