Innlent

Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars

Atli Ísleifsson skrifar
Húsið í Vík í Mýrdal þar sem konurnar unnu.
Húsið í Vík í Mýrdal þar sem konurnar unnu. Vísir/Þórhildur Þorkelsdóttir
Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag karlmann fæddan 1975 á Sri Lanka í mánaðarlangt gæsluvarðhald til 18. mars næstkomandi vegna rannsóknar á meintu vinnumansalsmáli.

Maðurinn var handtekinn í Vík um hádegisbil í gær vegna rannsóknarinnar.

Í tilkynningu á vef lögreglu segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu.

Grunur leikur á að tvær útlenskar konur séu þolendur mansals þar sem maðurinn er grunaður um að hafa haldið þeim í vinnuþrælkun.


Tengdar fréttir

Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík

Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals.

Konurnar unnu í kjallaranum

Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.