Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni Stöðvar 2 ekki í verksmiðjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2016 16:00 Fréttateymi Stöðvar 2 fékk ekki að mynda í verksmiðju Icewear sem býður þó upp á ókeypis skoðunarferð sem ferðamenn streymdu í í dag. Vísir/Þórhildur Karlmaður frá Sri Lanka verður að óbreyttu úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun. Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sá um að sauma fyrir Icewear/Drífu. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Icewear/Drífa greindi frá því í yfirlýsingu fyrr í dag að fyrirtækið hefði einhliða rift samningi sínum við Vonta. Hvergi var minnst á fyrirtækið Icewear/Drífu í fréttatilkynningu sem almannatengslafyrirtækið Kom sendi fjölmiðlum heldur sagt að Víkurprjónn hefði sagt upp samningnum. Það má telja í besta falli villandi að heiti fyrirtækisins Icewear/Drífu kom ekki fram í tilkynningunni heldur aðeins vörumerkið Víkurprjónn. Tilkynninguna í heild má sjá hér til hliðar.Yfirlýsing frá Víkurprjóni, þ.e. Icewear/Drífu.Bjóða upp á skoðunarferð Icewear í Vík í Mýrdal býður gestum og gangandi upp á ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna í Vík. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, hefur verið á svæðinu í dag og ætlaði meðal annars að skoða verksmiðjuna ásamt myndatökumanni. Þegar hana bar að garði var henni neitað um að mynda verksmiðjuna og sögðust starfsmenn einfaldlega vera að hlýta fyrirmælum. Þau þyrftu að vernda starfsfólk sitt. Þrátt fyrir útskýringar fréttakonu á því að hægt væri að gæta þessu að starfsfólk sæist ekki í mynd fengu þau ekki að mynda. Á sama tíma biðu ferðamenn í röðum eftir því að virða verksmiðjuna fyrir sér. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear/Drífu, hefur neitað að tjá sig um málið og vísar til þess að það sé til rannsóknar lögreglu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint,“ sagði Ágúst við Vísi í morgun. Ítarleg umfjöllun verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá. Mansal í Vík Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka verður að óbreyttu úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun. Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sá um að sauma fyrir Icewear/Drífu. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Icewear/Drífa greindi frá því í yfirlýsingu fyrr í dag að fyrirtækið hefði einhliða rift samningi sínum við Vonta. Hvergi var minnst á fyrirtækið Icewear/Drífu í fréttatilkynningu sem almannatengslafyrirtækið Kom sendi fjölmiðlum heldur sagt að Víkurprjónn hefði sagt upp samningnum. Það má telja í besta falli villandi að heiti fyrirtækisins Icewear/Drífu kom ekki fram í tilkynningunni heldur aðeins vörumerkið Víkurprjónn. Tilkynninguna í heild má sjá hér til hliðar.Yfirlýsing frá Víkurprjóni, þ.e. Icewear/Drífu.Bjóða upp á skoðunarferð Icewear í Vík í Mýrdal býður gestum og gangandi upp á ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna í Vík. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, hefur verið á svæðinu í dag og ætlaði meðal annars að skoða verksmiðjuna ásamt myndatökumanni. Þegar hana bar að garði var henni neitað um að mynda verksmiðjuna og sögðust starfsmenn einfaldlega vera að hlýta fyrirmælum. Þau þyrftu að vernda starfsfólk sitt. Þrátt fyrir útskýringar fréttakonu á því að hægt væri að gæta þessu að starfsfólk sæist ekki í mynd fengu þau ekki að mynda. Á sama tíma biðu ferðamenn í röðum eftir því að virða verksmiðjuna fyrir sér. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear/Drífu, hefur neitað að tjá sig um málið og vísar til þess að það sé til rannsóknar lögreglu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint,“ sagði Ágúst við Vísi í morgun. Ítarleg umfjöllun verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50