Innlent

Gefa ofbeldi gegn konum fingurinn úti um allt land

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vel á þriðja þúsund manns dansaði í Hörpu í fyrra.
Vel á þriðja þúsund manns dansaði í Hörpu í fyrra. vísir/ernir
Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi. Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannakrísan hófst. Konur og stúlkur á flótta eiga í stöðugri hættu á að vera beittar ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali.

Þessu tengdu var karlmaður handtekinn í Vík í Mýrdal í gærkvöldi grunaður um að hafa haldið tveimur konum sem vinnuþrælum. Nánar um það hér.

Vegna fyrrnefndra ástæða munu þúsundir Íslendinga koma saman í Hörpu klukkan 11:45 í dag og taka þátt í dansbyltingunni Milljarður Rís. Um heimsbyltingu er að ræða þar sem dansað er í borgum víðs vegar um heiminn dagana fyrir og eftir 14. febrúar. UN Women og á Íslandi og Sónar Reykjavík standa fyrir samkomunni hér á landi en tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík stendur yfir í Hörpu um þessar mundir.

Mætingin hefur verið frábær undanfarin ár.Mynd/Hörður Ásbjörnsson
Bein útsending á Vísi

Bein útsending verður frá samkomunni á Vísi þ.a. þeir sem eiga ekki heimangengt geta stillt græjurnar í botn, hvort sem er í vinnunni eða heima hjá sér, og dansað málstaðnum göfuga til stuðnings. Í Hörpu mun DJ Margeir halda dansgólfinu heitu en auk þess verða óvænt atriði. Ókeypis verður í bílastæðahús Hörpu en ástæða er til að hvetja fólk til að sameinast í bíla enda von á nokkrum þúsund karla og kvenna í dansveisluna.

Það er þó ekki bara í Reykjavík þar sem landsmenn og gestir koma saman. Einnig verður dansað í Listasafninu Ketilhús á Akureyri, Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði, félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Hljómahöllinni Reykjanesbæ, íþróttahúsinu Neskaupstað og í Nýheimum Höfn í Hornafirði.

Fólk er hvatt til að mæta með Fokk Ofbeldi húfurnar sínar og gefa ofbeldi fingurinn, taka myndir og dreifa undir merkinu #FokkOfbeldi og #milljardurris16. Dansinn byrjar að duna klukkan 11:45.


Tengdar fréttir

#fokkofbeldi húfurnar rjúka út - Myndir

Sala á Fokk ofbeldi-húfunni hófst í síðustu viku í verslunum Eymundsson um land allt en húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um konur á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín.

Fimm þúsund barna á flótta er saknað

UN Women segja aðbúnað flóttakvenna og barna ekki góðan á landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu. Hægt sé að bæta þar úr með einföldum hætti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.