Gefa ofbeldi gegn konum fingurinn úti um allt land Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2016 09:44 Vel á þriðja þúsund manns dansaði í Hörpu í fyrra. vísir/ernir Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi. Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannakrísan hófst. Konur og stúlkur á flótta eiga í stöðugri hættu á að vera beittar ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali. Þessu tengdu var karlmaður handtekinn í Vík í Mýrdal í gærkvöldi grunaður um að hafa haldið tveimur konum sem vinnuþrælum. Nánar um það hér. Vegna fyrrnefndra ástæða munu þúsundir Íslendinga koma saman í Hörpu klukkan 11:45 í dag og taka þátt í dansbyltingunni Milljarður Rís. Um heimsbyltingu er að ræða þar sem dansað er í borgum víðs vegar um heiminn dagana fyrir og eftir 14. febrúar. UN Women og á Íslandi og Sónar Reykjavík standa fyrir samkomunni hér á landi en tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík stendur yfir í Hörpu um þessar mundir.Mætingin hefur verið frábær undanfarin ár.Mynd/Hörður ÁsbjörnssonBein útsending á Vísi Bein útsending verður frá samkomunni á Vísi þ.a. þeir sem eiga ekki heimangengt geta stillt græjurnar í botn, hvort sem er í vinnunni eða heima hjá sér, og dansað málstaðnum göfuga til stuðnings. Í Hörpu mun DJ Margeir halda dansgólfinu heitu en auk þess verða óvænt atriði. Ókeypis verður í bílastæðahús Hörpu en ástæða er til að hvetja fólk til að sameinast í bíla enda von á nokkrum þúsund karla og kvenna í dansveisluna. Það er þó ekki bara í Reykjavík þar sem landsmenn og gestir koma saman. Einnig verður dansað í Listasafninu Ketilhús á Akureyri, Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði, félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Hljómahöllinni Reykjanesbæ, íþróttahúsinu Neskaupstað og í Nýheimum Höfn í Hornafirði. Fólk er hvatt til að mæta með Fokk Ofbeldi húfurnar sínar og gefa ofbeldi fingurinn, taka myndir og dreifa undir merkinu #FokkOfbeldi og #milljardurris16. Dansinn byrjar að duna klukkan 11:45.#fokkofbeldi Tweets Tengdar fréttir Ljósaganga UN Women lýsti upp skammdegið Hundruð tóku þátt í göngunni og létu rigninguna í Reykjavík ekki á sig fá. 25. nóvember 2015 23:30 #fokkofbeldi húfurnar rjúka út - Myndir Sala á Fokk ofbeldi-húfunni hófst í síðustu viku í verslunum Eymundsson um land allt en húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um konur á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín. 15. febrúar 2016 14:00 Milljarður Rís í Hörpu: Þrjú óvænt atriði Dansbyltingin Milljarður Rís fer fram í Hörpu á föstudaginn kl. 11.45 í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík. 18. febrúar 2016 13:00 Fimm þúsund barna á flótta er saknað UN Women segja aðbúnað flóttakvenna og barna ekki góðan á landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu. Hægt sé að bæta þar úr með einföldum hætti. 4. febrúar 2016 07:00 Talið að tólf prósent flóttakvenna á leið yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. 28. janúar 2016 14:27 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira
Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi. Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannakrísan hófst. Konur og stúlkur á flótta eiga í stöðugri hættu á að vera beittar ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali. Þessu tengdu var karlmaður handtekinn í Vík í Mýrdal í gærkvöldi grunaður um að hafa haldið tveimur konum sem vinnuþrælum. Nánar um það hér. Vegna fyrrnefndra ástæða munu þúsundir Íslendinga koma saman í Hörpu klukkan 11:45 í dag og taka þátt í dansbyltingunni Milljarður Rís. Um heimsbyltingu er að ræða þar sem dansað er í borgum víðs vegar um heiminn dagana fyrir og eftir 14. febrúar. UN Women og á Íslandi og Sónar Reykjavík standa fyrir samkomunni hér á landi en tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík stendur yfir í Hörpu um þessar mundir.Mætingin hefur verið frábær undanfarin ár.Mynd/Hörður ÁsbjörnssonBein útsending á Vísi Bein útsending verður frá samkomunni á Vísi þ.a. þeir sem eiga ekki heimangengt geta stillt græjurnar í botn, hvort sem er í vinnunni eða heima hjá sér, og dansað málstaðnum göfuga til stuðnings. Í Hörpu mun DJ Margeir halda dansgólfinu heitu en auk þess verða óvænt atriði. Ókeypis verður í bílastæðahús Hörpu en ástæða er til að hvetja fólk til að sameinast í bíla enda von á nokkrum þúsund karla og kvenna í dansveisluna. Það er þó ekki bara í Reykjavík þar sem landsmenn og gestir koma saman. Einnig verður dansað í Listasafninu Ketilhús á Akureyri, Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði, félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Hljómahöllinni Reykjanesbæ, íþróttahúsinu Neskaupstað og í Nýheimum Höfn í Hornafirði. Fólk er hvatt til að mæta með Fokk Ofbeldi húfurnar sínar og gefa ofbeldi fingurinn, taka myndir og dreifa undir merkinu #FokkOfbeldi og #milljardurris16. Dansinn byrjar að duna klukkan 11:45.#fokkofbeldi Tweets
Tengdar fréttir Ljósaganga UN Women lýsti upp skammdegið Hundruð tóku þátt í göngunni og létu rigninguna í Reykjavík ekki á sig fá. 25. nóvember 2015 23:30 #fokkofbeldi húfurnar rjúka út - Myndir Sala á Fokk ofbeldi-húfunni hófst í síðustu viku í verslunum Eymundsson um land allt en húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um konur á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín. 15. febrúar 2016 14:00 Milljarður Rís í Hörpu: Þrjú óvænt atriði Dansbyltingin Milljarður Rís fer fram í Hörpu á föstudaginn kl. 11.45 í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík. 18. febrúar 2016 13:00 Fimm þúsund barna á flótta er saknað UN Women segja aðbúnað flóttakvenna og barna ekki góðan á landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu. Hægt sé að bæta þar úr með einföldum hætti. 4. febrúar 2016 07:00 Talið að tólf prósent flóttakvenna á leið yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. 28. janúar 2016 14:27 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira
Ljósaganga UN Women lýsti upp skammdegið Hundruð tóku þátt í göngunni og létu rigninguna í Reykjavík ekki á sig fá. 25. nóvember 2015 23:30
#fokkofbeldi húfurnar rjúka út - Myndir Sala á Fokk ofbeldi-húfunni hófst í síðustu viku í verslunum Eymundsson um land allt en húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um konur á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín. 15. febrúar 2016 14:00
Milljarður Rís í Hörpu: Þrjú óvænt atriði Dansbyltingin Milljarður Rís fer fram í Hörpu á föstudaginn kl. 11.45 í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík. 18. febrúar 2016 13:00
Fimm þúsund barna á flótta er saknað UN Women segja aðbúnað flóttakvenna og barna ekki góðan á landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu. Hægt sé að bæta þar úr með einföldum hætti. 4. febrúar 2016 07:00
Talið að tólf prósent flóttakvenna á leið yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. 28. janúar 2016 14:27