Þingmenn frá öllum flokkum vilja rannsókn á súrnun sjávar Svavar Hávarðsson skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Vísindamenn segja að Ísland geti vænst þungra högga vegna súrnunar sjávar. fréttablaðið/valli Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í vikunni fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun gegn súrnun sjávar á norðurslóðum. Að baki tillögunni eru 23 þingmenn allra flokka á þingi. Fela skuli ríkisstjórninni að skipa starfshóp sem rannsaki hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á lífríki hafsins í kringum Ísland og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að sporna við þeim. Í flutningsræðu sinni gerði Elín að umtalsefni hversu mjög málið er aðkallandi fyrir Ísland, en að mati margra vísindamanna er Ísland á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar og mjög litlar rannsóknir fara fram hérlendis á afleiðingum hennar. En Elín hóf ræðu sína á því að furða sig á vinnubrögðum þingsins í ljósi þess hversu mikið þjóðin á undir í þessu máli og þess víðtæka stuðnings sem þingsályktunartillagan nýtur. Tillagan hafi verið lögð fram á fyrstu dögum þingsins í haust en komist fyrst á dagskrá þegar nokkrir dagar eru liðnir af febrúar. Elín sagði að það væri ekki „Alþingi til framdráttar að mál sem þingmenn flytja fái svo lítið svigrúm í dagskrá þingsins, því ég tel að þessi mál séu oft og tíðum mjög mikilvæg. Þetta tiltekna mál er mál sem ég hefði talið að þyldi ekki mikla bið, en engu að síður líður svona langur tími frá því við leggjum málið fram [...] og þar til málið kemst á dagskrá.“ Málið var afgreitt til umhverfis- og samgöngunefndar. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í vikunni fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun gegn súrnun sjávar á norðurslóðum. Að baki tillögunni eru 23 þingmenn allra flokka á þingi. Fela skuli ríkisstjórninni að skipa starfshóp sem rannsaki hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á lífríki hafsins í kringum Ísland og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að sporna við þeim. Í flutningsræðu sinni gerði Elín að umtalsefni hversu mjög málið er aðkallandi fyrir Ísland, en að mati margra vísindamanna er Ísland á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar og mjög litlar rannsóknir fara fram hérlendis á afleiðingum hennar. En Elín hóf ræðu sína á því að furða sig á vinnubrögðum þingsins í ljósi þess hversu mikið þjóðin á undir í þessu máli og þess víðtæka stuðnings sem þingsályktunartillagan nýtur. Tillagan hafi verið lögð fram á fyrstu dögum þingsins í haust en komist fyrst á dagskrá þegar nokkrir dagar eru liðnir af febrúar. Elín sagði að það væri ekki „Alþingi til framdráttar að mál sem þingmenn flytja fái svo lítið svigrúm í dagskrá þingsins, því ég tel að þessi mál séu oft og tíðum mjög mikilvæg. Þetta tiltekna mál er mál sem ég hefði talið að þyldi ekki mikla bið, en engu að síður líður svona langur tími frá því við leggjum málið fram [...] og þar til málið kemst á dagskrá.“ Málið var afgreitt til umhverfis- og samgöngunefndar.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira