Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Samkeppniseftirlitið segir reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ekki minnka samkeppnishvata lyfsala á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 um að kerfið væri andstætt samkeppnislögum. Umboðsmaður alþingis telur reglugerðina hinsvegar ekki eiga sér lagastoð. Öryrkjabandalagið taldi reglugerð um greiðsluþátttöku standa í vegi fyrir samkeppni vegna þess að afslættir sem apótek veittu viðskiptavinum rynnu að megninu til til Sjúkratrygginga Íslands. Með því væri hvatinn til afsláttarkjara til sjúklinga orðinn að engu. Samkeppniseftirlitið er ekki sammála þessari túlkun og segir nýja kerfið hafa aukið jafnræði milli sjúklinga. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, segir málið einfalt. „Ég vil geta gefið afslátt af hlut sjúklings. Í núverandi kerfi get ég það hins vegar ekki þar sem sjúkratryggingar byrja á að lækka greiðsluþátttökuverðið um leið og ég slæ inn afslátt. Það er byggt á heimild í reglugerð sem umboðsmaður segir ekki hafa nokkra lagastoð. Þessu þarf að breyta hið snarasta og sjúkratryggingar þurfa að taka mið af þessu áliti umboðsmanns,“ segir Haukur. Umboðsmaður gaf út álit sitt á kerfinu í lok síðasta árs. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að aðferð sjúkratrygginga byggi ekki á neinni lagastoð. „Sé það afstaða stjórnvalda að sú aðferð sem viðhöfð er nú sé æskileg vegna framkvæmdar á þessum málum tel ég að leita þurfi eftir viðbrögðum Alþingis við lagabreytingum þar um,“ segir í áliti umboðsmanns. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þar komi fram skýrt álit þess efnis að lyfjagreiðslukerfið hafi stuðlað að auknum jöfnuði meðal lyfjanotenda og bætt hag þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segir reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ekki minnka samkeppnishvata lyfsala á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 um að kerfið væri andstætt samkeppnislögum. Umboðsmaður alþingis telur reglugerðina hinsvegar ekki eiga sér lagastoð. Öryrkjabandalagið taldi reglugerð um greiðsluþátttöku standa í vegi fyrir samkeppni vegna þess að afslættir sem apótek veittu viðskiptavinum rynnu að megninu til til Sjúkratrygginga Íslands. Með því væri hvatinn til afsláttarkjara til sjúklinga orðinn að engu. Samkeppniseftirlitið er ekki sammála þessari túlkun og segir nýja kerfið hafa aukið jafnræði milli sjúklinga. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, segir málið einfalt. „Ég vil geta gefið afslátt af hlut sjúklings. Í núverandi kerfi get ég það hins vegar ekki þar sem sjúkratryggingar byrja á að lækka greiðsluþátttökuverðið um leið og ég slæ inn afslátt. Það er byggt á heimild í reglugerð sem umboðsmaður segir ekki hafa nokkra lagastoð. Þessu þarf að breyta hið snarasta og sjúkratryggingar þurfa að taka mið af þessu áliti umboðsmanns,“ segir Haukur. Umboðsmaður gaf út álit sitt á kerfinu í lok síðasta árs. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að aðferð sjúkratrygginga byggi ekki á neinni lagastoð. „Sé það afstaða stjórnvalda að sú aðferð sem viðhöfð er nú sé æskileg vegna framkvæmdar á þessum málum tel ég að leita þurfi eftir viðbrögðum Alþingis við lagabreytingum þar um,“ segir í áliti umboðsmanns. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þar komi fram skýrt álit þess efnis að lyfjagreiðslukerfið hafi stuðlað að auknum jöfnuði meðal lyfjanotenda og bætt hag þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent