KSÍ styður Infantino til forseta FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Gianni Infantino er þekkt andlit í evrópsku knattspyrnuhreyfingunni. vísir/afp Geir Þorsteinsson og stjórn KSÍ hafa ákveðið að kjósa Gianni Infantino í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 26. febrúar. Þetta staðfesti Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við þekkjum mjög vel til starfa hans sem framkvæmdastjóra UEFA [Knattspyrnusambands Evrópu],“ segir Geir en því starfi hefur Infantino gegnt síðan 2009. „Hann nýtur mikillar virðingar innan UEFA.” Geir segir að ákvörðunin hafi í raun verið auðveld. „Hann er sá maður sem stendur okkur næst og er að okkar viti mjög góður maður. Við þurftum ekki miklar sannfæringar.“ Fimm eru í framboði en Infantino er annar tveggja Evrópumanna og sá eini sem er nú starfandi í UEFA. Hann ákvað að bjóða sig fram eftir að Michel Platini, sem enn er forseti UEFA, var dæmdur í bann.”Miklir hagsmunir fyrir Evrópu Geir segir mikilvægt að staðinn verði vörður um sjónarmið knattspyrnusambanda í Evrópu innan FIFA og að það sér stærsta ástæðan fyrir stuðningnum við Infantino. „Það er auðvitað mikilvægt og jákvætt að knattspyrnan verði áfram þróuð um allan heim en það eru hins vegar miklir hagsmunir í húfi fyrir Evrópuþjóðirnar,“ segir Geir sem hefur hitt alla fimm frambjóðendurna að máli. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá hans og þau málefni sem hann stendur fyrir hugnast okkur vel,“ segir Geir enn fremur.Platini og Infantino voru nánir samstarfsmenn hjá UEFA.Vísir/AFPVill fjölga liðum á HM Meðal þess sem mikið hefur verið rætt um er framtíð heimsmeistarakeppninnar. Infantino hefur sagt að hann vilji fjölga liðum í lokakeppni HM úr 32 þjóðum í 40. „Það er mikill þrýstingur um að fjölga liðum á HM til að fleiri lið komist að. Það var sami þrýstingur á UEFA áður en liðum á EM var fjölgað [úr 16 í 24],“ segir Geir. Hann segir að þessi þrýstingur snúist ekki síst um að koma fleiri liðum frá öðrum heimsálfum en Evrópu að á HM. Það sé nú þegar vilji að koma fleiri liðum að á kostnað Evrópuþjóða, sem í dag eiga 13 fulltrúa í hverri heimsmeistarakeppni.Sjá einnig: Vill fá 40 þjóða HM „Evrópa vill ekki sjá eftir þessum sætum á HM enda sýnir lokastaðan á HM hverju sinni að Evrópa á fullan rétt á þeim,“ segir Geir en lausn Infantino er að fjölga liðum á HM til að sætta öll sjónarmið. Evrópa fengi samkvæmt hans áætlunum fjórtán sæti á 40 liða HM. „Það þarf líka að huga að keppninni sjálfri enda risastór viðburður sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Þetta myndi öruggleg auka tekjur FIFA af keppninni. Að sama skapi má ekki gleyma að á hinum endanum eru félögin sem líta ekki á það sem jákvætt að HM lengist og stækki,“ segir Geir.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/AFPBann Platini áfall Michel Platini var ásamt Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu vegna greiðslu sem FIFA greiddi Platini árið 2011. Það var að sögn þeirra fyrir störf sem Platini vann fyrir FIFA og Blatter frá 1999 og 2002 en hins vegar eru engin gögn til sem styðja það. Geir segir að það hafi verið mikið áfall að sú mikla umræða um spillingu innan FIFA sem verið hefur undanfarin ár hafi teygt anga sína inn í UEFA og alla leið til forseta sambandsins.Sjá einnig: Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Það var mikið áfall að sjá hversu víðtæk spillingin var í FIFA. Við á Norðurlöndunum höfum rætt um hversu stórtækt vandamál væri í löndum Suður- og Mið-Ameríku eins og komið hefur í ljós,“ segir Geir sem vill ekki meta hvort dómurinn sem Platini fékk hafi verið réttlátur. „Við fengum kynningu á þessum munnlega samningi. Eitt er að það sé til munnlegur samningur og svo annað mál að það hafi ekki verið upplýst um greiðsluna þegar hún var loks innt af hendi,“ bætir hann við. Hann óttast ekki að Infantino sé smitaður af þeirri umræðu sem verið hefur um spillingu innan forystumenn knattspyrnuhreyfingarinnar.Sjá einnig: FIFA hefur yfirgefið mig „Ég trúi því að þar fari stálheiðarlegur maður og við höfum ekki ástæðu til að ætla neitt annað. Hann er einn reyndasti og færasti stjórnandinn í knattspyrnuheiminum – er inni í öllum málum og ótrúlega klókur.“ FIFA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Geir Þorsteinsson og stjórn KSÍ hafa ákveðið að kjósa Gianni Infantino í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 26. febrúar. Þetta staðfesti Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við þekkjum mjög vel til starfa hans sem framkvæmdastjóra UEFA [Knattspyrnusambands Evrópu],“ segir Geir en því starfi hefur Infantino gegnt síðan 2009. „Hann nýtur mikillar virðingar innan UEFA.” Geir segir að ákvörðunin hafi í raun verið auðveld. „Hann er sá maður sem stendur okkur næst og er að okkar viti mjög góður maður. Við þurftum ekki miklar sannfæringar.“ Fimm eru í framboði en Infantino er annar tveggja Evrópumanna og sá eini sem er nú starfandi í UEFA. Hann ákvað að bjóða sig fram eftir að Michel Platini, sem enn er forseti UEFA, var dæmdur í bann.”Miklir hagsmunir fyrir Evrópu Geir segir mikilvægt að staðinn verði vörður um sjónarmið knattspyrnusambanda í Evrópu innan FIFA og að það sér stærsta ástæðan fyrir stuðningnum við Infantino. „Það er auðvitað mikilvægt og jákvætt að knattspyrnan verði áfram þróuð um allan heim en það eru hins vegar miklir hagsmunir í húfi fyrir Evrópuþjóðirnar,“ segir Geir sem hefur hitt alla fimm frambjóðendurna að máli. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá hans og þau málefni sem hann stendur fyrir hugnast okkur vel,“ segir Geir enn fremur.Platini og Infantino voru nánir samstarfsmenn hjá UEFA.Vísir/AFPVill fjölga liðum á HM Meðal þess sem mikið hefur verið rætt um er framtíð heimsmeistarakeppninnar. Infantino hefur sagt að hann vilji fjölga liðum í lokakeppni HM úr 32 þjóðum í 40. „Það er mikill þrýstingur um að fjölga liðum á HM til að fleiri lið komist að. Það var sami þrýstingur á UEFA áður en liðum á EM var fjölgað [úr 16 í 24],“ segir Geir. Hann segir að þessi þrýstingur snúist ekki síst um að koma fleiri liðum frá öðrum heimsálfum en Evrópu að á HM. Það sé nú þegar vilji að koma fleiri liðum að á kostnað Evrópuþjóða, sem í dag eiga 13 fulltrúa í hverri heimsmeistarakeppni.Sjá einnig: Vill fá 40 þjóða HM „Evrópa vill ekki sjá eftir þessum sætum á HM enda sýnir lokastaðan á HM hverju sinni að Evrópa á fullan rétt á þeim,“ segir Geir en lausn Infantino er að fjölga liðum á HM til að sætta öll sjónarmið. Evrópa fengi samkvæmt hans áætlunum fjórtán sæti á 40 liða HM. „Það þarf líka að huga að keppninni sjálfri enda risastór viðburður sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Þetta myndi öruggleg auka tekjur FIFA af keppninni. Að sama skapi má ekki gleyma að á hinum endanum eru félögin sem líta ekki á það sem jákvætt að HM lengist og stækki,“ segir Geir.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/AFPBann Platini áfall Michel Platini var ásamt Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu vegna greiðslu sem FIFA greiddi Platini árið 2011. Það var að sögn þeirra fyrir störf sem Platini vann fyrir FIFA og Blatter frá 1999 og 2002 en hins vegar eru engin gögn til sem styðja það. Geir segir að það hafi verið mikið áfall að sú mikla umræða um spillingu innan FIFA sem verið hefur undanfarin ár hafi teygt anga sína inn í UEFA og alla leið til forseta sambandsins.Sjá einnig: Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Það var mikið áfall að sjá hversu víðtæk spillingin var í FIFA. Við á Norðurlöndunum höfum rætt um hversu stórtækt vandamál væri í löndum Suður- og Mið-Ameríku eins og komið hefur í ljós,“ segir Geir sem vill ekki meta hvort dómurinn sem Platini fékk hafi verið réttlátur. „Við fengum kynningu á þessum munnlega samningi. Eitt er að það sé til munnlegur samningur og svo annað mál að það hafi ekki verið upplýst um greiðsluna þegar hún var loks innt af hendi,“ bætir hann við. Hann óttast ekki að Infantino sé smitaður af þeirri umræðu sem verið hefur um spillingu innan forystumenn knattspyrnuhreyfingarinnar.Sjá einnig: FIFA hefur yfirgefið mig „Ég trúi því að þar fari stálheiðarlegur maður og við höfum ekki ástæðu til að ætla neitt annað. Hann er einn reyndasti og færasti stjórnandinn í knattspyrnuheiminum – er inni í öllum málum og ótrúlega klókur.“
FIFA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira