KSÍ styður Infantino til forseta FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Gianni Infantino er þekkt andlit í evrópsku knattspyrnuhreyfingunni. vísir/afp Geir Þorsteinsson og stjórn KSÍ hafa ákveðið að kjósa Gianni Infantino í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 26. febrúar. Þetta staðfesti Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við þekkjum mjög vel til starfa hans sem framkvæmdastjóra UEFA [Knattspyrnusambands Evrópu],“ segir Geir en því starfi hefur Infantino gegnt síðan 2009. „Hann nýtur mikillar virðingar innan UEFA.” Geir segir að ákvörðunin hafi í raun verið auðveld. „Hann er sá maður sem stendur okkur næst og er að okkar viti mjög góður maður. Við þurftum ekki miklar sannfæringar.“ Fimm eru í framboði en Infantino er annar tveggja Evrópumanna og sá eini sem er nú starfandi í UEFA. Hann ákvað að bjóða sig fram eftir að Michel Platini, sem enn er forseti UEFA, var dæmdur í bann.”Miklir hagsmunir fyrir Evrópu Geir segir mikilvægt að staðinn verði vörður um sjónarmið knattspyrnusambanda í Evrópu innan FIFA og að það sér stærsta ástæðan fyrir stuðningnum við Infantino. „Það er auðvitað mikilvægt og jákvætt að knattspyrnan verði áfram þróuð um allan heim en það eru hins vegar miklir hagsmunir í húfi fyrir Evrópuþjóðirnar,“ segir Geir sem hefur hitt alla fimm frambjóðendurna að máli. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá hans og þau málefni sem hann stendur fyrir hugnast okkur vel,“ segir Geir enn fremur.Platini og Infantino voru nánir samstarfsmenn hjá UEFA.Vísir/AFPVill fjölga liðum á HM Meðal þess sem mikið hefur verið rætt um er framtíð heimsmeistarakeppninnar. Infantino hefur sagt að hann vilji fjölga liðum í lokakeppni HM úr 32 þjóðum í 40. „Það er mikill þrýstingur um að fjölga liðum á HM til að fleiri lið komist að. Það var sami þrýstingur á UEFA áður en liðum á EM var fjölgað [úr 16 í 24],“ segir Geir. Hann segir að þessi þrýstingur snúist ekki síst um að koma fleiri liðum frá öðrum heimsálfum en Evrópu að á HM. Það sé nú þegar vilji að koma fleiri liðum að á kostnað Evrópuþjóða, sem í dag eiga 13 fulltrúa í hverri heimsmeistarakeppni.Sjá einnig: Vill fá 40 þjóða HM „Evrópa vill ekki sjá eftir þessum sætum á HM enda sýnir lokastaðan á HM hverju sinni að Evrópa á fullan rétt á þeim,“ segir Geir en lausn Infantino er að fjölga liðum á HM til að sætta öll sjónarmið. Evrópa fengi samkvæmt hans áætlunum fjórtán sæti á 40 liða HM. „Það þarf líka að huga að keppninni sjálfri enda risastór viðburður sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Þetta myndi öruggleg auka tekjur FIFA af keppninni. Að sama skapi má ekki gleyma að á hinum endanum eru félögin sem líta ekki á það sem jákvætt að HM lengist og stækki,“ segir Geir.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/AFPBann Platini áfall Michel Platini var ásamt Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu vegna greiðslu sem FIFA greiddi Platini árið 2011. Það var að sögn þeirra fyrir störf sem Platini vann fyrir FIFA og Blatter frá 1999 og 2002 en hins vegar eru engin gögn til sem styðja það. Geir segir að það hafi verið mikið áfall að sú mikla umræða um spillingu innan FIFA sem verið hefur undanfarin ár hafi teygt anga sína inn í UEFA og alla leið til forseta sambandsins.Sjá einnig: Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Það var mikið áfall að sjá hversu víðtæk spillingin var í FIFA. Við á Norðurlöndunum höfum rætt um hversu stórtækt vandamál væri í löndum Suður- og Mið-Ameríku eins og komið hefur í ljós,“ segir Geir sem vill ekki meta hvort dómurinn sem Platini fékk hafi verið réttlátur. „Við fengum kynningu á þessum munnlega samningi. Eitt er að það sé til munnlegur samningur og svo annað mál að það hafi ekki verið upplýst um greiðsluna þegar hún var loks innt af hendi,“ bætir hann við. Hann óttast ekki að Infantino sé smitaður af þeirri umræðu sem verið hefur um spillingu innan forystumenn knattspyrnuhreyfingarinnar.Sjá einnig: FIFA hefur yfirgefið mig „Ég trúi því að þar fari stálheiðarlegur maður og við höfum ekki ástæðu til að ætla neitt annað. Hann er einn reyndasti og færasti stjórnandinn í knattspyrnuheiminum – er inni í öllum málum og ótrúlega klókur.“ FIFA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Sjá meira
Geir Þorsteinsson og stjórn KSÍ hafa ákveðið að kjósa Gianni Infantino í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 26. febrúar. Þetta staðfesti Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við þekkjum mjög vel til starfa hans sem framkvæmdastjóra UEFA [Knattspyrnusambands Evrópu],“ segir Geir en því starfi hefur Infantino gegnt síðan 2009. „Hann nýtur mikillar virðingar innan UEFA.” Geir segir að ákvörðunin hafi í raun verið auðveld. „Hann er sá maður sem stendur okkur næst og er að okkar viti mjög góður maður. Við þurftum ekki miklar sannfæringar.“ Fimm eru í framboði en Infantino er annar tveggja Evrópumanna og sá eini sem er nú starfandi í UEFA. Hann ákvað að bjóða sig fram eftir að Michel Platini, sem enn er forseti UEFA, var dæmdur í bann.”Miklir hagsmunir fyrir Evrópu Geir segir mikilvægt að staðinn verði vörður um sjónarmið knattspyrnusambanda í Evrópu innan FIFA og að það sér stærsta ástæðan fyrir stuðningnum við Infantino. „Það er auðvitað mikilvægt og jákvætt að knattspyrnan verði áfram þróuð um allan heim en það eru hins vegar miklir hagsmunir í húfi fyrir Evrópuþjóðirnar,“ segir Geir sem hefur hitt alla fimm frambjóðendurna að máli. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá hans og þau málefni sem hann stendur fyrir hugnast okkur vel,“ segir Geir enn fremur.Platini og Infantino voru nánir samstarfsmenn hjá UEFA.Vísir/AFPVill fjölga liðum á HM Meðal þess sem mikið hefur verið rætt um er framtíð heimsmeistarakeppninnar. Infantino hefur sagt að hann vilji fjölga liðum í lokakeppni HM úr 32 þjóðum í 40. „Það er mikill þrýstingur um að fjölga liðum á HM til að fleiri lið komist að. Það var sami þrýstingur á UEFA áður en liðum á EM var fjölgað [úr 16 í 24],“ segir Geir. Hann segir að þessi þrýstingur snúist ekki síst um að koma fleiri liðum frá öðrum heimsálfum en Evrópu að á HM. Það sé nú þegar vilji að koma fleiri liðum að á kostnað Evrópuþjóða, sem í dag eiga 13 fulltrúa í hverri heimsmeistarakeppni.Sjá einnig: Vill fá 40 þjóða HM „Evrópa vill ekki sjá eftir þessum sætum á HM enda sýnir lokastaðan á HM hverju sinni að Evrópa á fullan rétt á þeim,“ segir Geir en lausn Infantino er að fjölga liðum á HM til að sætta öll sjónarmið. Evrópa fengi samkvæmt hans áætlunum fjórtán sæti á 40 liða HM. „Það þarf líka að huga að keppninni sjálfri enda risastór viðburður sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Þetta myndi öruggleg auka tekjur FIFA af keppninni. Að sama skapi má ekki gleyma að á hinum endanum eru félögin sem líta ekki á það sem jákvætt að HM lengist og stækki,“ segir Geir.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/AFPBann Platini áfall Michel Platini var ásamt Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu vegna greiðslu sem FIFA greiddi Platini árið 2011. Það var að sögn þeirra fyrir störf sem Platini vann fyrir FIFA og Blatter frá 1999 og 2002 en hins vegar eru engin gögn til sem styðja það. Geir segir að það hafi verið mikið áfall að sú mikla umræða um spillingu innan FIFA sem verið hefur undanfarin ár hafi teygt anga sína inn í UEFA og alla leið til forseta sambandsins.Sjá einnig: Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Það var mikið áfall að sjá hversu víðtæk spillingin var í FIFA. Við á Norðurlöndunum höfum rætt um hversu stórtækt vandamál væri í löndum Suður- og Mið-Ameríku eins og komið hefur í ljós,“ segir Geir sem vill ekki meta hvort dómurinn sem Platini fékk hafi verið réttlátur. „Við fengum kynningu á þessum munnlega samningi. Eitt er að það sé til munnlegur samningur og svo annað mál að það hafi ekki verið upplýst um greiðsluna þegar hún var loks innt af hendi,“ bætir hann við. Hann óttast ekki að Infantino sé smitaður af þeirri umræðu sem verið hefur um spillingu innan forystumenn knattspyrnuhreyfingarinnar.Sjá einnig: FIFA hefur yfirgefið mig „Ég trúi því að þar fari stálheiðarlegur maður og við höfum ekki ástæðu til að ætla neitt annað. Hann er einn reyndasti og færasti stjórnandinn í knattspyrnuheiminum – er inni í öllum málum og ótrúlega klókur.“
FIFA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Sjá meira