Ekkert eðlilegt við að aðrir brjóti mann niður Guðrún Ansnes skrifar 25. janúar 2016 09:00 Sylvia er hlaðin hæfileikum, en hún skapar á fjölmörgum sviðum. Smáforrit og fleira er í pípunum. Vísir/Stefán „Textinn snýst í grunninn um að það hefur enginn leyfi til að koma illa fram við neinn, það hefur enginn fengið neitt leyfi til að brjóta neinn niður og festa fólk í einhverjum aðstæðum sem maður hefur ekki áhuga á að vera í,“ segir hin unga og rísandi söngkona Sylvia Erla Melsted, sem á dögunum sendi frá sér lagið Gone sem hún vann í samstarfi við StopWaitGo smellamaskínuna sem gerði textann og melódíuna í laginu og Lárus Örn sem sá um bítið. „Meiningin í þessum texta er mjög ýkt dæmi um hvernig á ekki að láta koma fram við sig. Ef maður lendir í aðstöðu þar sem sífellt er verið að brjóta á manni, þá skiptir öllu máli að taka af skarið og fara. Að vera sterkur og standa með sjálfum sér.“ Aðspurð hvort textinn sé innblásinn eða tilkominn út frá hennar eigin reynslu svarar hún: „Ég byggi þetta ekki á minni reynslu, en auðvitað hef ég lent í ýmsu, sem hefur kennt mér mikið og gert mig sterkari og að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það hefur enginn rétt á því að láta annarri manneskju líða illa, andlegt ofbeldi er ekki í boði.“ Líkt og áður segir höfðu drengirnir í StopWaitGo aðkomu að laginu, en Sylvia fékk þá til að sjá um textasmíðarnar fyrir hana. „Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég vildi að textinn myndi segja, en ég hafði átti í erfiðleikum með að koma þessu frá mér. Þeir náðu þessu alveg og komu með nákvæmlega það sem sem ég vildi,“ útskýrir hún alsæl, en sjálf segist hún gríðarlega upptekin af textum í lögum. „Það er þannig að ég legg rosalega mikið upp úr textum og ég syng ekki texta ef ég tengi ekkert við hann. Það virðist oft þannig að fólk hlusti ekkert sérstaklega á textana heldur aðallega á hvernig lagið hljómar. Ég hlusta alltaf á textana, því það er alltaf saga á bak við textann, og fyrir mig skiptir hún meira máli en bítið. Þetta lag er öðruvísi og ég er rosalega ánægð með það,“ segir hún einlæg.Hyggst Sylvia svo fylgja laginu eftir með myndbandi? „Þar verður mikill dans og ætlar Stella Rósenkranz að sjá um alla kóreógrafíuna. Ég byrjaði í dansi ung, og var þá hjá Birnu Björns og síðan hjá Stellu Rósenkranz, og hún sá til að mynda um sporin fyrir mig í undankeppni Eurovision fyrir þremur árum.“ Verður vart hjá komist að spyrja hana út í hvort hún sjái ekki fyrir sér að reyna aftur við undankeppni Eurovision. „Ég er með lag, sem ég fékk sent frá Svía eftir að ég tók þátt síðast og ég er rosalega hrifin af textanum. Mig langar mikið að syngja þetta lag, en höfundurinn vill einungis að það fari í Eurovision. Svo ég gæli stundum við að taka þátt,“ segir hún og bætir við að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að íhuga þátttöku í ár, enda með gríðarlega margt á sinni könnu. „Ég hef gaman af því að skapa. Ég er á fullu að vinna í músíkinni, ég er með app í vinnslu núna, og verkefni í samstarfi við Sagafilm sem mun koma í ljós á næstunni, auk þess sem ég ætla að útskrifast úr Verzló í vor, það verður mikill léttir.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessari rísandi stjörnu á fésbókarsíðu hennar. Tónlist Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
„Textinn snýst í grunninn um að það hefur enginn leyfi til að koma illa fram við neinn, það hefur enginn fengið neitt leyfi til að brjóta neinn niður og festa fólk í einhverjum aðstæðum sem maður hefur ekki áhuga á að vera í,“ segir hin unga og rísandi söngkona Sylvia Erla Melsted, sem á dögunum sendi frá sér lagið Gone sem hún vann í samstarfi við StopWaitGo smellamaskínuna sem gerði textann og melódíuna í laginu og Lárus Örn sem sá um bítið. „Meiningin í þessum texta er mjög ýkt dæmi um hvernig á ekki að láta koma fram við sig. Ef maður lendir í aðstöðu þar sem sífellt er verið að brjóta á manni, þá skiptir öllu máli að taka af skarið og fara. Að vera sterkur og standa með sjálfum sér.“ Aðspurð hvort textinn sé innblásinn eða tilkominn út frá hennar eigin reynslu svarar hún: „Ég byggi þetta ekki á minni reynslu, en auðvitað hef ég lent í ýmsu, sem hefur kennt mér mikið og gert mig sterkari og að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það hefur enginn rétt á því að láta annarri manneskju líða illa, andlegt ofbeldi er ekki í boði.“ Líkt og áður segir höfðu drengirnir í StopWaitGo aðkomu að laginu, en Sylvia fékk þá til að sjá um textasmíðarnar fyrir hana. „Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég vildi að textinn myndi segja, en ég hafði átti í erfiðleikum með að koma þessu frá mér. Þeir náðu þessu alveg og komu með nákvæmlega það sem sem ég vildi,“ útskýrir hún alsæl, en sjálf segist hún gríðarlega upptekin af textum í lögum. „Það er þannig að ég legg rosalega mikið upp úr textum og ég syng ekki texta ef ég tengi ekkert við hann. Það virðist oft þannig að fólk hlusti ekkert sérstaklega á textana heldur aðallega á hvernig lagið hljómar. Ég hlusta alltaf á textana, því það er alltaf saga á bak við textann, og fyrir mig skiptir hún meira máli en bítið. Þetta lag er öðruvísi og ég er rosalega ánægð með það,“ segir hún einlæg.Hyggst Sylvia svo fylgja laginu eftir með myndbandi? „Þar verður mikill dans og ætlar Stella Rósenkranz að sjá um alla kóreógrafíuna. Ég byrjaði í dansi ung, og var þá hjá Birnu Björns og síðan hjá Stellu Rósenkranz, og hún sá til að mynda um sporin fyrir mig í undankeppni Eurovision fyrir þremur árum.“ Verður vart hjá komist að spyrja hana út í hvort hún sjái ekki fyrir sér að reyna aftur við undankeppni Eurovision. „Ég er með lag, sem ég fékk sent frá Svía eftir að ég tók þátt síðast og ég er rosalega hrifin af textanum. Mig langar mikið að syngja þetta lag, en höfundurinn vill einungis að það fari í Eurovision. Svo ég gæli stundum við að taka þátt,“ segir hún og bætir við að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að íhuga þátttöku í ár, enda með gríðarlega margt á sinni könnu. „Ég hef gaman af því að skapa. Ég er á fullu að vinna í músíkinni, ég er með app í vinnslu núna, og verkefni í samstarfi við Sagafilm sem mun koma í ljós á næstunni, auk þess sem ég ætla að útskrifast úr Verzló í vor, það verður mikill léttir.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessari rísandi stjörnu á fésbókarsíðu hennar.
Tónlist Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira