Ekkert eðlilegt við að aðrir brjóti mann niður Guðrún Ansnes skrifar 25. janúar 2016 09:00 Sylvia er hlaðin hæfileikum, en hún skapar á fjölmörgum sviðum. Smáforrit og fleira er í pípunum. Vísir/Stefán „Textinn snýst í grunninn um að það hefur enginn leyfi til að koma illa fram við neinn, það hefur enginn fengið neitt leyfi til að brjóta neinn niður og festa fólk í einhverjum aðstæðum sem maður hefur ekki áhuga á að vera í,“ segir hin unga og rísandi söngkona Sylvia Erla Melsted, sem á dögunum sendi frá sér lagið Gone sem hún vann í samstarfi við StopWaitGo smellamaskínuna sem gerði textann og melódíuna í laginu og Lárus Örn sem sá um bítið. „Meiningin í þessum texta er mjög ýkt dæmi um hvernig á ekki að láta koma fram við sig. Ef maður lendir í aðstöðu þar sem sífellt er verið að brjóta á manni, þá skiptir öllu máli að taka af skarið og fara. Að vera sterkur og standa með sjálfum sér.“ Aðspurð hvort textinn sé innblásinn eða tilkominn út frá hennar eigin reynslu svarar hún: „Ég byggi þetta ekki á minni reynslu, en auðvitað hef ég lent í ýmsu, sem hefur kennt mér mikið og gert mig sterkari og að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það hefur enginn rétt á því að láta annarri manneskju líða illa, andlegt ofbeldi er ekki í boði.“ Líkt og áður segir höfðu drengirnir í StopWaitGo aðkomu að laginu, en Sylvia fékk þá til að sjá um textasmíðarnar fyrir hana. „Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég vildi að textinn myndi segja, en ég hafði átti í erfiðleikum með að koma þessu frá mér. Þeir náðu þessu alveg og komu með nákvæmlega það sem sem ég vildi,“ útskýrir hún alsæl, en sjálf segist hún gríðarlega upptekin af textum í lögum. „Það er þannig að ég legg rosalega mikið upp úr textum og ég syng ekki texta ef ég tengi ekkert við hann. Það virðist oft þannig að fólk hlusti ekkert sérstaklega á textana heldur aðallega á hvernig lagið hljómar. Ég hlusta alltaf á textana, því það er alltaf saga á bak við textann, og fyrir mig skiptir hún meira máli en bítið. Þetta lag er öðruvísi og ég er rosalega ánægð með það,“ segir hún einlæg.Hyggst Sylvia svo fylgja laginu eftir með myndbandi? „Þar verður mikill dans og ætlar Stella Rósenkranz að sjá um alla kóreógrafíuna. Ég byrjaði í dansi ung, og var þá hjá Birnu Björns og síðan hjá Stellu Rósenkranz, og hún sá til að mynda um sporin fyrir mig í undankeppni Eurovision fyrir þremur árum.“ Verður vart hjá komist að spyrja hana út í hvort hún sjái ekki fyrir sér að reyna aftur við undankeppni Eurovision. „Ég er með lag, sem ég fékk sent frá Svía eftir að ég tók þátt síðast og ég er rosalega hrifin af textanum. Mig langar mikið að syngja þetta lag, en höfundurinn vill einungis að það fari í Eurovision. Svo ég gæli stundum við að taka þátt,“ segir hún og bætir við að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að íhuga þátttöku í ár, enda með gríðarlega margt á sinni könnu. „Ég hef gaman af því að skapa. Ég er á fullu að vinna í músíkinni, ég er með app í vinnslu núna, og verkefni í samstarfi við Sagafilm sem mun koma í ljós á næstunni, auk þess sem ég ætla að útskrifast úr Verzló í vor, það verður mikill léttir.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessari rísandi stjörnu á fésbókarsíðu hennar. Tónlist Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Textinn snýst í grunninn um að það hefur enginn leyfi til að koma illa fram við neinn, það hefur enginn fengið neitt leyfi til að brjóta neinn niður og festa fólk í einhverjum aðstæðum sem maður hefur ekki áhuga á að vera í,“ segir hin unga og rísandi söngkona Sylvia Erla Melsted, sem á dögunum sendi frá sér lagið Gone sem hún vann í samstarfi við StopWaitGo smellamaskínuna sem gerði textann og melódíuna í laginu og Lárus Örn sem sá um bítið. „Meiningin í þessum texta er mjög ýkt dæmi um hvernig á ekki að láta koma fram við sig. Ef maður lendir í aðstöðu þar sem sífellt er verið að brjóta á manni, þá skiptir öllu máli að taka af skarið og fara. Að vera sterkur og standa með sjálfum sér.“ Aðspurð hvort textinn sé innblásinn eða tilkominn út frá hennar eigin reynslu svarar hún: „Ég byggi þetta ekki á minni reynslu, en auðvitað hef ég lent í ýmsu, sem hefur kennt mér mikið og gert mig sterkari og að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það hefur enginn rétt á því að láta annarri manneskju líða illa, andlegt ofbeldi er ekki í boði.“ Líkt og áður segir höfðu drengirnir í StopWaitGo aðkomu að laginu, en Sylvia fékk þá til að sjá um textasmíðarnar fyrir hana. „Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég vildi að textinn myndi segja, en ég hafði átti í erfiðleikum með að koma þessu frá mér. Þeir náðu þessu alveg og komu með nákvæmlega það sem sem ég vildi,“ útskýrir hún alsæl, en sjálf segist hún gríðarlega upptekin af textum í lögum. „Það er þannig að ég legg rosalega mikið upp úr textum og ég syng ekki texta ef ég tengi ekkert við hann. Það virðist oft þannig að fólk hlusti ekkert sérstaklega á textana heldur aðallega á hvernig lagið hljómar. Ég hlusta alltaf á textana, því það er alltaf saga á bak við textann, og fyrir mig skiptir hún meira máli en bítið. Þetta lag er öðruvísi og ég er rosalega ánægð með það,“ segir hún einlæg.Hyggst Sylvia svo fylgja laginu eftir með myndbandi? „Þar verður mikill dans og ætlar Stella Rósenkranz að sjá um alla kóreógrafíuna. Ég byrjaði í dansi ung, og var þá hjá Birnu Björns og síðan hjá Stellu Rósenkranz, og hún sá til að mynda um sporin fyrir mig í undankeppni Eurovision fyrir þremur árum.“ Verður vart hjá komist að spyrja hana út í hvort hún sjái ekki fyrir sér að reyna aftur við undankeppni Eurovision. „Ég er með lag, sem ég fékk sent frá Svía eftir að ég tók þátt síðast og ég er rosalega hrifin af textanum. Mig langar mikið að syngja þetta lag, en höfundurinn vill einungis að það fari í Eurovision. Svo ég gæli stundum við að taka þátt,“ segir hún og bætir við að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að íhuga þátttöku í ár, enda með gríðarlega margt á sinni könnu. „Ég hef gaman af því að skapa. Ég er á fullu að vinna í músíkinni, ég er með app í vinnslu núna, og verkefni í samstarfi við Sagafilm sem mun koma í ljós á næstunni, auk þess sem ég ætla að útskrifast úr Verzló í vor, það verður mikill léttir.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessari rísandi stjörnu á fésbókarsíðu hennar.
Tónlist Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira