Erlent

400 íbúar í Madaya þurfa lífsnauðsynlega á læknisaðstoð að halda

Beðið eftir aðstoð.
Beðið eftir aðstoð. vísir/afp
Fleiri en 400 íbúar fjalaþorpsins Madaya í Sýrlandi, sem stjórnarherinn hefur setið um í hálft ár, þurfa tafarlausan flutning á spítala. Þetta segir talsmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum en fulltrúar þeirra fóru með hjálpargögn til bæjarins í gær.

Talsmaðurinn, Stephen O'Brien flutti skýrslu um ástandið fyrir Öryggisráðinu í gærkvöldi og segir hann að fái fólkið ekki læknisaðstoð strax gæti það dáið. 40 þúsund manns búa í Madaya og segja Sameinuðu þjóðirnar ljóst að fólk sé þegar farið að deyja úr hungri þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×