Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2016 09:01 "Ekki einn einasti einræðisherra er á móti þjóðaratkvæðagreiðslum svo lengi sem hann getur ákveðið sjálfur hvað fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvenær,“ segir Helgi. vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, segir ekkert kalla á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Nærri lagi væri að leggja tillöguna fram yfir höfuð og svo gæti þjóðin kosið um hana – ef hún sjálf kærði sig um það. Það á hins vegar að vera að kröfu þjóðarinnar, ekki forsætisráðherra. Þetta segir Helgi í færslu sem hann birti á vefsvæði Pírata í gærkvöldi. Tilefni færslunnar er orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem sagðist í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær vilja sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Hann sagðist jafnframt hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslu.Lykilatriði að þjóðin hafi frumkvæðið Helgi Hrafn segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá almenningi. Sé hún einungis haldin að frumkvæði ráðamanna verði hún fyrst og fremst að pólitísku vopni þeirra sjálfra til þess að búa til þrýsting sjálfum sér til stuðnings. „Það er ekki aukaatriði, heldur lykilatriði, að frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um mál á Alþingi komi frá þjóðinni en ekki ráðamönnum sjálfum. Ekki einn einasti einræðisherra er á móti þjóðaratkvæðagreiðslum svo lengi sem hann getur ákveðið sjálfur hvað fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvenær,“ segir Helgi. Hann segir mikilvægt að lýðræðislegir ferlar séu skýrir, formlegir, lögfestir og fyrirsjáanlegir. Þeir séu ekki til þess að ráðamenn geti notað þá til þess að afla sér vinsælda, heldur til þess að þjóðin sjálf geti ýmist tekið fyrir hendurnar á Alþingi eða knúið það til að fjalla um tiltekin mál.Minnir á málflutning um ESB viðræðurnar „Það sem þarf er að lýðræðisferlarnir sjálfir, sem eru í grunninn tilgreindir í stjórnarskrá, setji ákvörðunina um þjóðaratkvæðagreiðslur í hendur fólksins sjálfs og að slíkar ákvarðanir séu ekki bara raunhæfar, heldur niðurstaðan einnig bindandi.“ Helgi segir það jafnframt ágætt að forsætisráðherra segist hlynntur því að þjóðin hafi meiri rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum. [E]n það verður líka að segjast eins og er, að sá málflutningur minnir óneitanlega á málflutning hans í sambandi við Evrópusambands-viðræðurnar fyrir kosningar. Ég hef nefnilega aldrei heyrt stjórnmálamann segjast vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum, svo lengi sem þær annaðhvort eigi sér ekki stað eða skipti ekki máli.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, segir ekkert kalla á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Nærri lagi væri að leggja tillöguna fram yfir höfuð og svo gæti þjóðin kosið um hana – ef hún sjálf kærði sig um það. Það á hins vegar að vera að kröfu þjóðarinnar, ekki forsætisráðherra. Þetta segir Helgi í færslu sem hann birti á vefsvæði Pírata í gærkvöldi. Tilefni færslunnar er orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem sagðist í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær vilja sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Hann sagðist jafnframt hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslu.Lykilatriði að þjóðin hafi frumkvæðið Helgi Hrafn segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá almenningi. Sé hún einungis haldin að frumkvæði ráðamanna verði hún fyrst og fremst að pólitísku vopni þeirra sjálfra til þess að búa til þrýsting sjálfum sér til stuðnings. „Það er ekki aukaatriði, heldur lykilatriði, að frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um mál á Alþingi komi frá þjóðinni en ekki ráðamönnum sjálfum. Ekki einn einasti einræðisherra er á móti þjóðaratkvæðagreiðslum svo lengi sem hann getur ákveðið sjálfur hvað fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvenær,“ segir Helgi. Hann segir mikilvægt að lýðræðislegir ferlar séu skýrir, formlegir, lögfestir og fyrirsjáanlegir. Þeir séu ekki til þess að ráðamenn geti notað þá til þess að afla sér vinsælda, heldur til þess að þjóðin sjálf geti ýmist tekið fyrir hendurnar á Alþingi eða knúið það til að fjalla um tiltekin mál.Minnir á málflutning um ESB viðræðurnar „Það sem þarf er að lýðræðisferlarnir sjálfir, sem eru í grunninn tilgreindir í stjórnarskrá, setji ákvörðunina um þjóðaratkvæðagreiðslur í hendur fólksins sjálfs og að slíkar ákvarðanir séu ekki bara raunhæfar, heldur niðurstaðan einnig bindandi.“ Helgi segir það jafnframt ágætt að forsætisráðherra segist hlynntur því að þjóðin hafi meiri rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum. [E]n það verður líka að segjast eins og er, að sá málflutningur minnir óneitanlega á málflutning hans í sambandi við Evrópusambands-viðræðurnar fyrir kosningar. Ég hef nefnilega aldrei heyrt stjórnmálamann segjast vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum, svo lengi sem þær annaðhvort eigi sér ekki stað eða skipti ekki máli.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02