Mikill viðbúnaður í München í nótt vegna hryðjuverkaógnar Una Sighvatsdóttir skrifar 1. janúar 2016 12:29 Lögreglan í München óskaði í gærkvöldi eftir liðsauka frá öðrum lögregluembættum vegna hryðjuverkaógnar og voru hátt í 550 lögreglumenn á götum borgarinnar þegar mest lét, sumir þeirra þungvopnaðir. Aðallestarstöð München var lokað um tíma fyrir miðnætti í gær. Vísir/AFP Mikill viðbúnaður var í München í Þýskalandi á nýársnótt vegna viðvörunar um yfirvofandi hryðjuverk. Talið er að hópur manna tengdir íslamska ríkinu hafi haft árás á borgina á prjónunum og er þeirra nú leitað. Hert öryggisgæsla var einnig í fleiri evrópskum borgum. Lögreglan í München óskaði í gærkvöldi eftir liðsauka frá öðrum lögregluembættum vegna hryðjuverkaógnar og voru hátt í 550 lögreglumenn á götum borgarinnar þegar mest lét, sumir þeirra þungvopnaðir. Ábendingar höfðu borist bæði frá þýsku leyniþjónustunni og erlendum leyniþjónustum um að árás gæti verið yfirvofandi á miðnætti. Þetta er í annað sinn í vetur ábendingar berast um alvarlega hryðjuverkaógn í Þýskalandi, því í nóvember var vináttulandsleik Þýskalands og Hollands í Hannover aflýst af ótta við hryðjuverk. Innanríkisráðherra Bæjaralands, Joachim Herrmann, boðaði til blaðamannafundar í nótt vegna viðbúnaðarins í München og er haft eftir honum á vef Deutsche Welle að traustar vísbendingar séu um að fimm til sjö menn, með hugsanleg tengsl við samtökin Ríki íslams, hafi lagt á ráðin um hryðjuverk í borginni. Lögregla er sögð vita nöfn mannanna, sem eru af írökskum uppruna, og er þeirra nú leitað. Aðallestarstöð München var lokað um tíma fyrir miðnætti í gær. Um lestarstöðina lá stríður straumur sýrlenskra flóttamanna síðasta sumar og birtust fréttamyndir frá lestarstöðinni um allan heim þegar hundruð íbúa München mættu þangað til að bjóða flóttafólkið velkomið og sýna því stuðning. Formaður þýsku öfgasamtakanna PEGIDA fór mikinn á Twitter í nótt og kenndi þeim sem sýndu flóttafólki velvilja um að bera ábyrgð á hryðjuverkaógninni. Ummæli hans voru fordæmd harkalega af þýskum netverjum í nótt, samkvæmt vef Deutsche Welle. Flestir íbúar München létu ótta við hryðjuverk ekki hamla sér frá því að fagna nýja árinu og var flugeldum skotið upp um alla borg á miðnætti. Opnað var fyrir lestarumferð að nýju þegar leið á nóttina enda talið að mesta ógnin væri liðin hjá. Í Brussel var skipulögðum flugeldasýningum á nýársnótt hinsvegar aflýst þar sem talin var hætta á hryðjuverkum. Aukinn viðbúnaður var einnig í fleiri evrópskum borgum á nýársnótt, þar á meðal Vínarborg, London, Berlín og í Moskvu, þar sem Rauða torginu var í fyrsta sinn lokað fyrir nýársfögnuðum. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Mikill viðbúnaður var í München í Þýskalandi á nýársnótt vegna viðvörunar um yfirvofandi hryðjuverk. Talið er að hópur manna tengdir íslamska ríkinu hafi haft árás á borgina á prjónunum og er þeirra nú leitað. Hert öryggisgæsla var einnig í fleiri evrópskum borgum. Lögreglan í München óskaði í gærkvöldi eftir liðsauka frá öðrum lögregluembættum vegna hryðjuverkaógnar og voru hátt í 550 lögreglumenn á götum borgarinnar þegar mest lét, sumir þeirra þungvopnaðir. Ábendingar höfðu borist bæði frá þýsku leyniþjónustunni og erlendum leyniþjónustum um að árás gæti verið yfirvofandi á miðnætti. Þetta er í annað sinn í vetur ábendingar berast um alvarlega hryðjuverkaógn í Þýskalandi, því í nóvember var vináttulandsleik Þýskalands og Hollands í Hannover aflýst af ótta við hryðjuverk. Innanríkisráðherra Bæjaralands, Joachim Herrmann, boðaði til blaðamannafundar í nótt vegna viðbúnaðarins í München og er haft eftir honum á vef Deutsche Welle að traustar vísbendingar séu um að fimm til sjö menn, með hugsanleg tengsl við samtökin Ríki íslams, hafi lagt á ráðin um hryðjuverk í borginni. Lögregla er sögð vita nöfn mannanna, sem eru af írökskum uppruna, og er þeirra nú leitað. Aðallestarstöð München var lokað um tíma fyrir miðnætti í gær. Um lestarstöðina lá stríður straumur sýrlenskra flóttamanna síðasta sumar og birtust fréttamyndir frá lestarstöðinni um allan heim þegar hundruð íbúa München mættu þangað til að bjóða flóttafólkið velkomið og sýna því stuðning. Formaður þýsku öfgasamtakanna PEGIDA fór mikinn á Twitter í nótt og kenndi þeim sem sýndu flóttafólki velvilja um að bera ábyrgð á hryðjuverkaógninni. Ummæli hans voru fordæmd harkalega af þýskum netverjum í nótt, samkvæmt vef Deutsche Welle. Flestir íbúar München létu ótta við hryðjuverk ekki hamla sér frá því að fagna nýja árinu og var flugeldum skotið upp um alla borg á miðnætti. Opnað var fyrir lestarumferð að nýju þegar leið á nóttina enda talið að mesta ógnin væri liðin hjá. Í Brussel var skipulögðum flugeldasýningum á nýársnótt hinsvegar aflýst þar sem talin var hætta á hryðjuverkum. Aukinn viðbúnaður var einnig í fleiri evrópskum borgum á nýársnótt, þar á meðal Vínarborg, London, Berlín og í Moskvu, þar sem Rauða torginu var í fyrsta sinn lokað fyrir nýársfögnuðum.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira