Mikill viðbúnaður í München í nótt vegna hryðjuverkaógnar Una Sighvatsdóttir skrifar 1. janúar 2016 12:29 Lögreglan í München óskaði í gærkvöldi eftir liðsauka frá öðrum lögregluembættum vegna hryðjuverkaógnar og voru hátt í 550 lögreglumenn á götum borgarinnar þegar mest lét, sumir þeirra þungvopnaðir. Aðallestarstöð München var lokað um tíma fyrir miðnætti í gær. Vísir/AFP Mikill viðbúnaður var í München í Þýskalandi á nýársnótt vegna viðvörunar um yfirvofandi hryðjuverk. Talið er að hópur manna tengdir íslamska ríkinu hafi haft árás á borgina á prjónunum og er þeirra nú leitað. Hert öryggisgæsla var einnig í fleiri evrópskum borgum. Lögreglan í München óskaði í gærkvöldi eftir liðsauka frá öðrum lögregluembættum vegna hryðjuverkaógnar og voru hátt í 550 lögreglumenn á götum borgarinnar þegar mest lét, sumir þeirra þungvopnaðir. Ábendingar höfðu borist bæði frá þýsku leyniþjónustunni og erlendum leyniþjónustum um að árás gæti verið yfirvofandi á miðnætti. Þetta er í annað sinn í vetur ábendingar berast um alvarlega hryðjuverkaógn í Þýskalandi, því í nóvember var vináttulandsleik Þýskalands og Hollands í Hannover aflýst af ótta við hryðjuverk. Innanríkisráðherra Bæjaralands, Joachim Herrmann, boðaði til blaðamannafundar í nótt vegna viðbúnaðarins í München og er haft eftir honum á vef Deutsche Welle að traustar vísbendingar séu um að fimm til sjö menn, með hugsanleg tengsl við samtökin Ríki íslams, hafi lagt á ráðin um hryðjuverk í borginni. Lögregla er sögð vita nöfn mannanna, sem eru af írökskum uppruna, og er þeirra nú leitað. Aðallestarstöð München var lokað um tíma fyrir miðnætti í gær. Um lestarstöðina lá stríður straumur sýrlenskra flóttamanna síðasta sumar og birtust fréttamyndir frá lestarstöðinni um allan heim þegar hundruð íbúa München mættu þangað til að bjóða flóttafólkið velkomið og sýna því stuðning. Formaður þýsku öfgasamtakanna PEGIDA fór mikinn á Twitter í nótt og kenndi þeim sem sýndu flóttafólki velvilja um að bera ábyrgð á hryðjuverkaógninni. Ummæli hans voru fordæmd harkalega af þýskum netverjum í nótt, samkvæmt vef Deutsche Welle. Flestir íbúar München létu ótta við hryðjuverk ekki hamla sér frá því að fagna nýja árinu og var flugeldum skotið upp um alla borg á miðnætti. Opnað var fyrir lestarumferð að nýju þegar leið á nóttina enda talið að mesta ógnin væri liðin hjá. Í Brussel var skipulögðum flugeldasýningum á nýársnótt hinsvegar aflýst þar sem talin var hætta á hryðjuverkum. Aukinn viðbúnaður var einnig í fleiri evrópskum borgum á nýársnótt, þar á meðal Vínarborg, London, Berlín og í Moskvu, þar sem Rauða torginu var í fyrsta sinn lokað fyrir nýársfögnuðum. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Mikill viðbúnaður var í München í Þýskalandi á nýársnótt vegna viðvörunar um yfirvofandi hryðjuverk. Talið er að hópur manna tengdir íslamska ríkinu hafi haft árás á borgina á prjónunum og er þeirra nú leitað. Hert öryggisgæsla var einnig í fleiri evrópskum borgum. Lögreglan í München óskaði í gærkvöldi eftir liðsauka frá öðrum lögregluembættum vegna hryðjuverkaógnar og voru hátt í 550 lögreglumenn á götum borgarinnar þegar mest lét, sumir þeirra þungvopnaðir. Ábendingar höfðu borist bæði frá þýsku leyniþjónustunni og erlendum leyniþjónustum um að árás gæti verið yfirvofandi á miðnætti. Þetta er í annað sinn í vetur ábendingar berast um alvarlega hryðjuverkaógn í Þýskalandi, því í nóvember var vináttulandsleik Þýskalands og Hollands í Hannover aflýst af ótta við hryðjuverk. Innanríkisráðherra Bæjaralands, Joachim Herrmann, boðaði til blaðamannafundar í nótt vegna viðbúnaðarins í München og er haft eftir honum á vef Deutsche Welle að traustar vísbendingar séu um að fimm til sjö menn, með hugsanleg tengsl við samtökin Ríki íslams, hafi lagt á ráðin um hryðjuverk í borginni. Lögregla er sögð vita nöfn mannanna, sem eru af írökskum uppruna, og er þeirra nú leitað. Aðallestarstöð München var lokað um tíma fyrir miðnætti í gær. Um lestarstöðina lá stríður straumur sýrlenskra flóttamanna síðasta sumar og birtust fréttamyndir frá lestarstöðinni um allan heim þegar hundruð íbúa München mættu þangað til að bjóða flóttafólkið velkomið og sýna því stuðning. Formaður þýsku öfgasamtakanna PEGIDA fór mikinn á Twitter í nótt og kenndi þeim sem sýndu flóttafólki velvilja um að bera ábyrgð á hryðjuverkaógninni. Ummæli hans voru fordæmd harkalega af þýskum netverjum í nótt, samkvæmt vef Deutsche Welle. Flestir íbúar München létu ótta við hryðjuverk ekki hamla sér frá því að fagna nýja árinu og var flugeldum skotið upp um alla borg á miðnætti. Opnað var fyrir lestarumferð að nýju þegar leið á nóttina enda talið að mesta ógnin væri liðin hjá. Í Brussel var skipulögðum flugeldasýningum á nýársnótt hinsvegar aflýst þar sem talin var hætta á hryðjuverkum. Aukinn viðbúnaður var einnig í fleiri evrópskum borgum á nýársnótt, þar á meðal Vínarborg, London, Berlín og í Moskvu, þar sem Rauða torginu var í fyrsta sinn lokað fyrir nýársfögnuðum.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira