Ávísa pillunni án tillits til áhættuþátta Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2016 06:00 Læknir segir ofþyngd, hreyfingarleysi og reykingar vera mun alvarlegri áhættuþætti þegar kemur að blóðtappa. NordicPhotos/Getty Nýrri pillur - af þriðju og fjórðu kynslóð - eru mun áhættumeiri þegar kemur að blóðtöppum. Síðustu daga hefur fjöldi ungra kvenna sagt frá reynslu sinni af blóðtöppum á samfélagsmiðlunum. Flestar hafa verið kornungar þegar þær hafa greinst með blóðtappa og í flestum tilfellum hafa blóðtapparnir verið raktir til getnaðarvarnapillunnar. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær sagði Áróra Owen frá því að það tók hana mörg ár að fá greiningu á blóðtöppum sem hún var búin að vera með í níu ár, því hún var ekki tekin trúanleg. Fréttablaðið ræddi við tvær ungar konur sem fengu blóðtappa fyrir tvítugt en þær voru báðar í áhættuhópi að fá blóðtappa. Þær voru aftur á móti ekki spurðar út í fjölskyldusögu þegar þær fengu lyfseðil hjá heimilislækni þrátt fyrir að blóðtappi sé þekktur, en sjaldgæfur, fylgikvilli pillunnar. „Ég var 17 ára þegar ég fékk blóðtappa. Ég fór til heimilislæknis og var ekkert spurð um heilsufar eða fjölskyldusögu áður en ég fékk pilluna en það er mikið um blóðtappa í minni nánustu fjölskyldu,“ segir Ása Magnea Vigfúsdóttir. „Ég fór nokkrum sinnum til læknis vegna verkja áður en þetta var rannsakað því það þótti ekki líklegt að ég fengi blóðtappa svona ung.“Inga Lára MagnúsdóttirInga Lára Magnúsdóttir hefur sömu sögu að segja: „Ég var búin að vera þrjá mánuði á pillunni þegar ég fékk blóðtappa. Ég fór til heimilislæknis og fékk skrifað upp á pilluna án viðtals eða skoðunar. Margir nánir fjölskyldumeðlimir hafa fengið blóðtappa og því hefði þurft að velja sérstaklega pillu með það í huga, eða aðra getnaðarvörn.“Ósk IngvarsdóttirÓsk Ingvarsdóttir kvensjúkdómalæknir segist ekki trúa því að heimililæknar fari ekki eftir bestu þekkingu hverju sinni með því að fara yfir aukaverkanir og áhættuatriði með konum sem vilja fara á pilluna. Hún segir að alltaf eigi að byrja á að gefa konum pillur með minnstu áhættu fyrir blóðtöppum. Eingöngu sé skipt yfir í aðra tegund ef aðrar aukaverkanir verða miklar. „En ef þetta er svona er það eitthvað sem þarf að kíkja á og leysa. Það þarf að gefa þessu gaum,“ segir hún. „Það má líka skoða það að fá kvensjúkdómalækna á heilsugæsluna til að fræða og færa þá nær konum. Fá sérfræðinga og heimilislækna til að vera í meira samstarfi.“ Ósk tekur þó fram að aðrir áskapaðir áhættuþættir vegi mun þyngra en pillan þegar komi að blóðtöppum. „Til dæmis reykingar. Það er mun mikilvægara að hætta að reykja en að hætta á pillunni ef maður vill forðast blóðtappa. Hreyfingarleysi og ofþyngd geta líka haft áhrif og svo þessar löngu flugferðir sem fólk er að leggja á sig. Ég tala nú ekki um ef alkóhól er inni í dæminu.“ Ósk segir að ef umræða skapast um lyf og læknisfræði á samfélagsmiðlum sé rétt að hvetja fólk til að fara inn á áreiðinlegar upplýsingasíður og leita sér upplýsinga. „Samfélagsmiðlarnir eru ekki besta fræðslan um lyf og læknisfræði,“ segir Ósk. Að lokum bendir Ósk á að pillan sé ekki eina getnaðarvörnin í boði fyrir ungar konur sem ekki hafa eignast börn. „Hormónalykkjan er mun áhættuminni og engin áhætta fylgir koparlykkjunni. Það er gömul mýta að konur sem hafa ekki eignast börn geti ekki farið á lykkjuna.“ Mismikil áhætta eftir tegundum Helmingi meiri hætta er á að fá blóðtappa ef kona tekur pillu af þriðju eða fjórðu kynslóð heldur en af annari kynslóð. Samt sem áður kemur fram í danskri rannsókn frá 2011 að 80% danskra kvenna taki pillu af þriðju og fjórðu kynslóð. Þannig gætu 150 danskar konur sloppið við að fá blóðtappa ef þær myndu skipta um pillutegund. Þar sem fyrsta kynslóð pillunnar er nær aldrei notuð eru hér dæmi um pillur af annarri til fjórðu kynslóðar. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Nýrri pillur - af þriðju og fjórðu kynslóð - eru mun áhættumeiri þegar kemur að blóðtöppum. Síðustu daga hefur fjöldi ungra kvenna sagt frá reynslu sinni af blóðtöppum á samfélagsmiðlunum. Flestar hafa verið kornungar þegar þær hafa greinst með blóðtappa og í flestum tilfellum hafa blóðtapparnir verið raktir til getnaðarvarnapillunnar. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær sagði Áróra Owen frá því að það tók hana mörg ár að fá greiningu á blóðtöppum sem hún var búin að vera með í níu ár, því hún var ekki tekin trúanleg. Fréttablaðið ræddi við tvær ungar konur sem fengu blóðtappa fyrir tvítugt en þær voru báðar í áhættuhópi að fá blóðtappa. Þær voru aftur á móti ekki spurðar út í fjölskyldusögu þegar þær fengu lyfseðil hjá heimilislækni þrátt fyrir að blóðtappi sé þekktur, en sjaldgæfur, fylgikvilli pillunnar. „Ég var 17 ára þegar ég fékk blóðtappa. Ég fór til heimilislæknis og var ekkert spurð um heilsufar eða fjölskyldusögu áður en ég fékk pilluna en það er mikið um blóðtappa í minni nánustu fjölskyldu,“ segir Ása Magnea Vigfúsdóttir. „Ég fór nokkrum sinnum til læknis vegna verkja áður en þetta var rannsakað því það þótti ekki líklegt að ég fengi blóðtappa svona ung.“Inga Lára MagnúsdóttirInga Lára Magnúsdóttir hefur sömu sögu að segja: „Ég var búin að vera þrjá mánuði á pillunni þegar ég fékk blóðtappa. Ég fór til heimilislæknis og fékk skrifað upp á pilluna án viðtals eða skoðunar. Margir nánir fjölskyldumeðlimir hafa fengið blóðtappa og því hefði þurft að velja sérstaklega pillu með það í huga, eða aðra getnaðarvörn.“Ósk IngvarsdóttirÓsk Ingvarsdóttir kvensjúkdómalæknir segist ekki trúa því að heimililæknar fari ekki eftir bestu þekkingu hverju sinni með því að fara yfir aukaverkanir og áhættuatriði með konum sem vilja fara á pilluna. Hún segir að alltaf eigi að byrja á að gefa konum pillur með minnstu áhættu fyrir blóðtöppum. Eingöngu sé skipt yfir í aðra tegund ef aðrar aukaverkanir verða miklar. „En ef þetta er svona er það eitthvað sem þarf að kíkja á og leysa. Það þarf að gefa þessu gaum,“ segir hún. „Það má líka skoða það að fá kvensjúkdómalækna á heilsugæsluna til að fræða og færa þá nær konum. Fá sérfræðinga og heimilislækna til að vera í meira samstarfi.“ Ósk tekur þó fram að aðrir áskapaðir áhættuþættir vegi mun þyngra en pillan þegar komi að blóðtöppum. „Til dæmis reykingar. Það er mun mikilvægara að hætta að reykja en að hætta á pillunni ef maður vill forðast blóðtappa. Hreyfingarleysi og ofþyngd geta líka haft áhrif og svo þessar löngu flugferðir sem fólk er að leggja á sig. Ég tala nú ekki um ef alkóhól er inni í dæminu.“ Ósk segir að ef umræða skapast um lyf og læknisfræði á samfélagsmiðlum sé rétt að hvetja fólk til að fara inn á áreiðinlegar upplýsingasíður og leita sér upplýsinga. „Samfélagsmiðlarnir eru ekki besta fræðslan um lyf og læknisfræði,“ segir Ósk. Að lokum bendir Ósk á að pillan sé ekki eina getnaðarvörnin í boði fyrir ungar konur sem ekki hafa eignast börn. „Hormónalykkjan er mun áhættuminni og engin áhætta fylgir koparlykkjunni. Það er gömul mýta að konur sem hafa ekki eignast börn geti ekki farið á lykkjuna.“ Mismikil áhætta eftir tegundum Helmingi meiri hætta er á að fá blóðtappa ef kona tekur pillu af þriðju eða fjórðu kynslóð heldur en af annari kynslóð. Samt sem áður kemur fram í danskri rannsókn frá 2011 að 80% danskra kvenna taki pillu af þriðju og fjórðu kynslóð. Þannig gætu 150 danskar konur sloppið við að fá blóðtappa ef þær myndu skipta um pillutegund. Þar sem fyrsta kynslóð pillunnar er nær aldrei notuð eru hér dæmi um pillur af annarri til fjórðu kynslóðar.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent