Íranir senda Sádum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2016 23:45 Hassan Rouhani, forseti Íran. Frá mótmælum í Íran vegna aftöku Al-Nimr. Vísir/EPA Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í dag að Sádi-Arabía gæti ekki falið glæp sinn með því að slíta samskiptum við Íran. Átti hann þar við að Sádar tóku klerk sjíta af lífi um helgina, auk 46 annarra. Í kjölfar aftökunnar réðust mótmælendur inn í sendiráð Sáda í Íran og brenndu það. Eftir það slitu Sádi-Arabía, Barein og Súdan stjórnmálasamskiptum við Íran. Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu úr samskiptum sínum við Íran í gær og nú í dag kölluðu stjórnvöld Kúveit sendiherra sinn í Teheran heim.Sádar tóku klerkinn Nimr al-Nimr af lífi um helgina, auk þriggja annarra sjíta og 43 súnníta sem sagðir eru hafa tilheyrt Al-Qaeda. Al-Nimr var sakaður um að ýta undir og skipuleggja hryðjuverk í Sádi-Arabíu.Íran er höfuðvígi Sjíta en súnnítar stjórna í Sádi-Arabíu.Vísir/GraphicNewsYfirvöld í Riyadh segjast hafa beðið stjórnvöld Íran um að verja sendiráð sitt og að ekki hafi orðið við þeirri beiðni. Yfirvöld í Teheran hafa hins vegar reynt að fjarlæga sig frá árásinni á sendiráðið og hafa jafnvel gefið í skyn að árásin hafi verið skipulögð af erlendum aðilum. Sjá einnig: Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við ÍranSjítar og súnnítar hafa deilt um aldir og hafa mörg átök síðustu ára í Mið-Austurlöndum átt rætur að rekja til þeirra deilna. Í dag má segja að Íran og Sádi-Arabía takist á í gegnum aðra aðila, bæði í Sýrlandi og Jemen. Talið er að mikill meirihluti múslima um heim allan tilheyri Súnnítum, eða um 85 prósent af 1,5 milljarði í heiminum. Þrátt fyrir að sjítar og súnnítar deili grunngildum trúar sinnar snúast deilurnar að mestu meðal annars um hefðir og lög. Deilurnar má rekja um 1.400 ár aftur í tímann, þegar spámaðurinn Múhameð lét lífið. Þá blossuðu upp deilur um hver ætti að leiða íslam. Samkvæmt Vísindavefnum vildu súnnítar að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leiðtogi. Sjítar vildu að Ali, tengdasonur Múhameðs tæki við. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í dag að Sádi-Arabía gæti ekki falið glæp sinn með því að slíta samskiptum við Íran. Átti hann þar við að Sádar tóku klerk sjíta af lífi um helgina, auk 46 annarra. Í kjölfar aftökunnar réðust mótmælendur inn í sendiráð Sáda í Íran og brenndu það. Eftir það slitu Sádi-Arabía, Barein og Súdan stjórnmálasamskiptum við Íran. Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu úr samskiptum sínum við Íran í gær og nú í dag kölluðu stjórnvöld Kúveit sendiherra sinn í Teheran heim.Sádar tóku klerkinn Nimr al-Nimr af lífi um helgina, auk þriggja annarra sjíta og 43 súnníta sem sagðir eru hafa tilheyrt Al-Qaeda. Al-Nimr var sakaður um að ýta undir og skipuleggja hryðjuverk í Sádi-Arabíu.Íran er höfuðvígi Sjíta en súnnítar stjórna í Sádi-Arabíu.Vísir/GraphicNewsYfirvöld í Riyadh segjast hafa beðið stjórnvöld Íran um að verja sendiráð sitt og að ekki hafi orðið við þeirri beiðni. Yfirvöld í Teheran hafa hins vegar reynt að fjarlæga sig frá árásinni á sendiráðið og hafa jafnvel gefið í skyn að árásin hafi verið skipulögð af erlendum aðilum. Sjá einnig: Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við ÍranSjítar og súnnítar hafa deilt um aldir og hafa mörg átök síðustu ára í Mið-Austurlöndum átt rætur að rekja til þeirra deilna. Í dag má segja að Íran og Sádi-Arabía takist á í gegnum aðra aðila, bæði í Sýrlandi og Jemen. Talið er að mikill meirihluti múslima um heim allan tilheyri Súnnítum, eða um 85 prósent af 1,5 milljarði í heiminum. Þrátt fyrir að sjítar og súnnítar deili grunngildum trúar sinnar snúast deilurnar að mestu meðal annars um hefðir og lög. Deilurnar má rekja um 1.400 ár aftur í tímann, þegar spámaðurinn Múhameð lét lífið. Þá blossuðu upp deilur um hver ætti að leiða íslam. Samkvæmt Vísindavefnum vildu súnnítar að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leiðtogi. Sjítar vildu að Ali, tengdasonur Múhameðs tæki við.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira