Íranir senda Sádum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2016 23:45 Hassan Rouhani, forseti Íran. Frá mótmælum í Íran vegna aftöku Al-Nimr. Vísir/EPA Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í dag að Sádi-Arabía gæti ekki falið glæp sinn með því að slíta samskiptum við Íran. Átti hann þar við að Sádar tóku klerk sjíta af lífi um helgina, auk 46 annarra. Í kjölfar aftökunnar réðust mótmælendur inn í sendiráð Sáda í Íran og brenndu það. Eftir það slitu Sádi-Arabía, Barein og Súdan stjórnmálasamskiptum við Íran. Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu úr samskiptum sínum við Íran í gær og nú í dag kölluðu stjórnvöld Kúveit sendiherra sinn í Teheran heim.Sádar tóku klerkinn Nimr al-Nimr af lífi um helgina, auk þriggja annarra sjíta og 43 súnníta sem sagðir eru hafa tilheyrt Al-Qaeda. Al-Nimr var sakaður um að ýta undir og skipuleggja hryðjuverk í Sádi-Arabíu.Íran er höfuðvígi Sjíta en súnnítar stjórna í Sádi-Arabíu.Vísir/GraphicNewsYfirvöld í Riyadh segjast hafa beðið stjórnvöld Íran um að verja sendiráð sitt og að ekki hafi orðið við þeirri beiðni. Yfirvöld í Teheran hafa hins vegar reynt að fjarlæga sig frá árásinni á sendiráðið og hafa jafnvel gefið í skyn að árásin hafi verið skipulögð af erlendum aðilum. Sjá einnig: Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við ÍranSjítar og súnnítar hafa deilt um aldir og hafa mörg átök síðustu ára í Mið-Austurlöndum átt rætur að rekja til þeirra deilna. Í dag má segja að Íran og Sádi-Arabía takist á í gegnum aðra aðila, bæði í Sýrlandi og Jemen. Talið er að mikill meirihluti múslima um heim allan tilheyri Súnnítum, eða um 85 prósent af 1,5 milljarði í heiminum. Þrátt fyrir að sjítar og súnnítar deili grunngildum trúar sinnar snúast deilurnar að mestu meðal annars um hefðir og lög. Deilurnar má rekja um 1.400 ár aftur í tímann, þegar spámaðurinn Múhameð lét lífið. Þá blossuðu upp deilur um hver ætti að leiða íslam. Samkvæmt Vísindavefnum vildu súnnítar að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leiðtogi. Sjítar vildu að Ali, tengdasonur Múhameðs tæki við. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í dag að Sádi-Arabía gæti ekki falið glæp sinn með því að slíta samskiptum við Íran. Átti hann þar við að Sádar tóku klerk sjíta af lífi um helgina, auk 46 annarra. Í kjölfar aftökunnar réðust mótmælendur inn í sendiráð Sáda í Íran og brenndu það. Eftir það slitu Sádi-Arabía, Barein og Súdan stjórnmálasamskiptum við Íran. Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu úr samskiptum sínum við Íran í gær og nú í dag kölluðu stjórnvöld Kúveit sendiherra sinn í Teheran heim.Sádar tóku klerkinn Nimr al-Nimr af lífi um helgina, auk þriggja annarra sjíta og 43 súnníta sem sagðir eru hafa tilheyrt Al-Qaeda. Al-Nimr var sakaður um að ýta undir og skipuleggja hryðjuverk í Sádi-Arabíu.Íran er höfuðvígi Sjíta en súnnítar stjórna í Sádi-Arabíu.Vísir/GraphicNewsYfirvöld í Riyadh segjast hafa beðið stjórnvöld Íran um að verja sendiráð sitt og að ekki hafi orðið við þeirri beiðni. Yfirvöld í Teheran hafa hins vegar reynt að fjarlæga sig frá árásinni á sendiráðið og hafa jafnvel gefið í skyn að árásin hafi verið skipulögð af erlendum aðilum. Sjá einnig: Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við ÍranSjítar og súnnítar hafa deilt um aldir og hafa mörg átök síðustu ára í Mið-Austurlöndum átt rætur að rekja til þeirra deilna. Í dag má segja að Íran og Sádi-Arabía takist á í gegnum aðra aðila, bæði í Sýrlandi og Jemen. Talið er að mikill meirihluti múslima um heim allan tilheyri Súnnítum, eða um 85 prósent af 1,5 milljarði í heiminum. Þrátt fyrir að sjítar og súnnítar deili grunngildum trúar sinnar snúast deilurnar að mestu meðal annars um hefðir og lög. Deilurnar má rekja um 1.400 ár aftur í tímann, þegar spámaðurinn Múhameð lét lífið. Þá blossuðu upp deilur um hver ætti að leiða íslam. Samkvæmt Vísindavefnum vildu súnnítar að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leiðtogi. Sjítar vildu að Ali, tengdasonur Múhameðs tæki við.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira