Lífið

Lifir eins og kóngur í Verona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emil Hallfreðsson er að gera það gott á Ítalíu.
Emil Hallfreðsson er að gera það gott á Ítalíu. vísir
Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Atvinnumennirnir okkar í umsjón Auðuns Blöndal. Í stuttu broti úr þættinum má sjá þegar Emil og eiginkona hans bjóða Auðunni Blöndal út að borða og fá þau ekkert venjulegt borð.

Hópurinn sat til borðs í vínkjallara staðarins sem er talinn vera einn af tíu verðmætustu vínkjöllurum heims.

Um er að ræða uppáhaldsstað þeirra hjóna og var til að mynda koníaksflaska þar til sölu á aðeins tólf milljónir.

Emil hefur ásamt Ágústi Reynissyni, Hrefnu Rósu Sætran og Guðlaugi Pakpum Frímannssyni stofnað fyrirtæki utan um innflutning á víni til Íslands. Þau þrjú síðastnefndu hafa rekið veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn.

Emil segir í samtali við Fréttablaðið að ætlunina sé að flytja inn ítölsk vín en hann hefur leikið með Hellas Verona á Ítalíu frá árinu 2010. Þátturinn verður á dagskrá á Stöð 2 á sunnudagskvöldið klukkan 20.05.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×