Gylfi Þór ekkert alltof spenntur fyrir því að spila í framlínunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson vill spila á miðjunni. vísir/anton brink Ísland mætir Króatíu á morgun í Zagreb í fjórðu leikviku undankeppni HM 2018 en liðin eru í fyrsta og öðru sæti I-riðils með sjö stig eftir þrjá leiki. Það lið sem hefur sigur á Maksimir-vellinum verður í efsta sætinu fram á nýtt ár. Strákarnir okkar eru í meiðslavandræðum í framlínunni en hvorki Kolbeinn Sigþórsson né Alfreð Finnbogason verða með. Kolbeinn, sem er næst markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, hefur ekkert verið með í undankeppninni en Alfreð meiddist í sigurleiknum gegn Tyrklandi og hefur ekkert spilað síðan. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Björn Bergmann Sigurðarson sem spilaði sína fyrstu landsleiki í fimm ár gegn Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Jón Daði Böðvarsson mun alltaf byrja í framlínunni en hvort Viðar Örn Kjartansson fái tækifærið við hlið hans eða einhver af miðjumönnunum; Jóhann Berg, Birkir Bjarnason eða Gylfi Þór Sigurðsson, verða færðir fram á eftir að koma í ljós. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja frammi en hópurinn fær væntanlega að vita það í kvöld og fótboltaáhugamenn 75 mínútum fyrir leik á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði mikið frammi til að byrja með undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar en eftir seinni hálfleikinn gegn Sviss í undankeppni HM 2014 fullmótaðist byrjunarlið Íslands og Gylfi hefur verið á miðjunni með Aroni síðan. Og þar vill hann vera. „Það er ekkert að því að spila frammi. Mín uppáhaldsstaða er meira inni á miðjusvæðinu,“ segir Gylfi Þór í viðtali við fótbolti.net í Parma þar sem landsliðið æfði í vikunni en það heldur til Zagreb í dag. Hann er ekkert alltof spenntur fyrir því að spila frammi. „Það hefur gengið vel með landsliðinu að spila á miðjunni. Heimir er með sínar hugmyndir og hann veit hvað hann er að gera. Hvort sem ég mun spila á kantinum, miðjunni eða frammi er ég nokkuð sáttur. Ég veit að Heimir velur það sem er best fyrir liðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45 Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Ísland mætir Króatíu á morgun í Zagreb í fjórðu leikviku undankeppni HM 2018 en liðin eru í fyrsta og öðru sæti I-riðils með sjö stig eftir þrjá leiki. Það lið sem hefur sigur á Maksimir-vellinum verður í efsta sætinu fram á nýtt ár. Strákarnir okkar eru í meiðslavandræðum í framlínunni en hvorki Kolbeinn Sigþórsson né Alfreð Finnbogason verða með. Kolbeinn, sem er næst markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, hefur ekkert verið með í undankeppninni en Alfreð meiddist í sigurleiknum gegn Tyrklandi og hefur ekkert spilað síðan. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Björn Bergmann Sigurðarson sem spilaði sína fyrstu landsleiki í fimm ár gegn Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Jón Daði Böðvarsson mun alltaf byrja í framlínunni en hvort Viðar Örn Kjartansson fái tækifærið við hlið hans eða einhver af miðjumönnunum; Jóhann Berg, Birkir Bjarnason eða Gylfi Þór Sigurðsson, verða færðir fram á eftir að koma í ljós. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja frammi en hópurinn fær væntanlega að vita það í kvöld og fótboltaáhugamenn 75 mínútum fyrir leik á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði mikið frammi til að byrja með undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar en eftir seinni hálfleikinn gegn Sviss í undankeppni HM 2014 fullmótaðist byrjunarlið Íslands og Gylfi hefur verið á miðjunni með Aroni síðan. Og þar vill hann vera. „Það er ekkert að því að spila frammi. Mín uppáhaldsstaða er meira inni á miðjusvæðinu,“ segir Gylfi Þór í viðtali við fótbolti.net í Parma þar sem landsliðið æfði í vikunni en það heldur til Zagreb í dag. Hann er ekkert alltof spenntur fyrir því að spila frammi. „Það hefur gengið vel með landsliðinu að spila á miðjunni. Heimir er með sínar hugmyndir og hann veit hvað hann er að gera. Hvort sem ég mun spila á kantinum, miðjunni eða frammi er ég nokkuð sáttur. Ég veit að Heimir velur það sem er best fyrir liðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45 Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45
Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00
Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00