Gylfi Þór ekkert alltof spenntur fyrir því að spila í framlínunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson vill spila á miðjunni. vísir/anton brink Ísland mætir Króatíu á morgun í Zagreb í fjórðu leikviku undankeppni HM 2018 en liðin eru í fyrsta og öðru sæti I-riðils með sjö stig eftir þrjá leiki. Það lið sem hefur sigur á Maksimir-vellinum verður í efsta sætinu fram á nýtt ár. Strákarnir okkar eru í meiðslavandræðum í framlínunni en hvorki Kolbeinn Sigþórsson né Alfreð Finnbogason verða með. Kolbeinn, sem er næst markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, hefur ekkert verið með í undankeppninni en Alfreð meiddist í sigurleiknum gegn Tyrklandi og hefur ekkert spilað síðan. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Björn Bergmann Sigurðarson sem spilaði sína fyrstu landsleiki í fimm ár gegn Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Jón Daði Böðvarsson mun alltaf byrja í framlínunni en hvort Viðar Örn Kjartansson fái tækifærið við hlið hans eða einhver af miðjumönnunum; Jóhann Berg, Birkir Bjarnason eða Gylfi Þór Sigurðsson, verða færðir fram á eftir að koma í ljós. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja frammi en hópurinn fær væntanlega að vita það í kvöld og fótboltaáhugamenn 75 mínútum fyrir leik á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði mikið frammi til að byrja með undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar en eftir seinni hálfleikinn gegn Sviss í undankeppni HM 2014 fullmótaðist byrjunarlið Íslands og Gylfi hefur verið á miðjunni með Aroni síðan. Og þar vill hann vera. „Það er ekkert að því að spila frammi. Mín uppáhaldsstaða er meira inni á miðjusvæðinu,“ segir Gylfi Þór í viðtali við fótbolti.net í Parma þar sem landsliðið æfði í vikunni en það heldur til Zagreb í dag. Hann er ekkert alltof spenntur fyrir því að spila frammi. „Það hefur gengið vel með landsliðinu að spila á miðjunni. Heimir er með sínar hugmyndir og hann veit hvað hann er að gera. Hvort sem ég mun spila á kantinum, miðjunni eða frammi er ég nokkuð sáttur. Ég veit að Heimir velur það sem er best fyrir liðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45 Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
Ísland mætir Króatíu á morgun í Zagreb í fjórðu leikviku undankeppni HM 2018 en liðin eru í fyrsta og öðru sæti I-riðils með sjö stig eftir þrjá leiki. Það lið sem hefur sigur á Maksimir-vellinum verður í efsta sætinu fram á nýtt ár. Strákarnir okkar eru í meiðslavandræðum í framlínunni en hvorki Kolbeinn Sigþórsson né Alfreð Finnbogason verða með. Kolbeinn, sem er næst markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, hefur ekkert verið með í undankeppninni en Alfreð meiddist í sigurleiknum gegn Tyrklandi og hefur ekkert spilað síðan. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Björn Bergmann Sigurðarson sem spilaði sína fyrstu landsleiki í fimm ár gegn Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Jón Daði Böðvarsson mun alltaf byrja í framlínunni en hvort Viðar Örn Kjartansson fái tækifærið við hlið hans eða einhver af miðjumönnunum; Jóhann Berg, Birkir Bjarnason eða Gylfi Þór Sigurðsson, verða færðir fram á eftir að koma í ljós. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja frammi en hópurinn fær væntanlega að vita það í kvöld og fótboltaáhugamenn 75 mínútum fyrir leik á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði mikið frammi til að byrja með undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar en eftir seinni hálfleikinn gegn Sviss í undankeppni HM 2014 fullmótaðist byrjunarlið Íslands og Gylfi hefur verið á miðjunni með Aroni síðan. Og þar vill hann vera. „Það er ekkert að því að spila frammi. Mín uppáhaldsstaða er meira inni á miðjusvæðinu,“ segir Gylfi Þór í viðtali við fótbolti.net í Parma þar sem landsliðið æfði í vikunni en það heldur til Zagreb í dag. Hann er ekkert alltof spenntur fyrir því að spila frammi. „Það hefur gengið vel með landsliðinu að spila á miðjunni. Heimir er með sínar hugmyndir og hann veit hvað hann er að gera. Hvort sem ég mun spila á kantinum, miðjunni eða frammi er ég nokkuð sáttur. Ég veit að Heimir velur það sem er best fyrir liðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45 Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45
Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00
Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00