Líkur á að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 13:32 "En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf," segir Grétar Eyþórsson. vísir/anton/gva Kosningabaráttan verður meiri, harðari og pólitískari en áður stefndi í eftir að Davíð Oddsson boðaði framboð sitt til forseta Íslands, segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann telur flest benda til þess að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. „Það er eiginlega dálítið spurningarmerki hversu mikill stuðningurinn við Davíð er. En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf. Það hefur legið fyrir að Ólafur hefur átt talsvert fylgi meðal Framsóknarmanna og meðal Sjálfstæðismanna og það gæti náttúrulega gengið á það ef þeirra gamli foringi er kominn í baráttu við Ólaf,” segir Grétar. Stuðningur við Davíð hafi ekki mælst mikill í könnunum – en þó hafi nafn hans sjaldan borið á góma í tengslum við forsetakosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson.Grétar segir erfitt að spá fyrir um hvort Davíð taki fylgi frá öðrum frambjóðendum, til dæmis Guðna Th. Jóhannessyni, en Guðni og Ólafur mælast nánast hnífjafnir í skoðanakönnunum. „Það er erfitt að átta sig á því. Vegna þess að fylgi Guðna kemur sennilega mjög víða að en það má búast við því að það muni hafa einhver áhrif á Guðna. Ég svona held fyrir fram, áður en við erum farinn að sjá nokkuð af til dæmis könnunum eða öðru slíku, að það fari hlutfallslega meira frá Ólafi en Guðna. En hversu mikið þori ég ekki að segja enn þá.” Þá segir Grétar tilkynningu Davíðs hafa komið sér mjög á óvart. „Ég get ekki sagt annað. Ég hélt satt að segja að þetta væri komið á þann stað, þessi framboðsboðsmál, sem þau yrðu á fram að kosningum, en það var nú ekki. Þannig að jú, þetta kom mér mjög mikið á óvart.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Davíð hafi hugsanlega fundið til ábyrgðar Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist ekki eins viss um að Davíð sæki fylgi frá Ólafi. „Já og nei. Ég held að Ólafur Ragnar hafi miklu víðtækari skírskotun og meiri breidd. Hann hefur líka verið forseti í 20 ár og margar skoðanakannanir sýna að fólk telur hann hafa unnið mjög gott starf og geti ekki hugsað sér að kjósa gegn honum á meðan hann sækist eftir því að verða forseti,” segir Stefanía. Hún segist líta á framboð Davíðs sem vilja hans til að beita sér áfram á hinu pólitíska sviði, frekar en framboð gegn þeim sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Ég held frekar að hann hafi gengið með þetta í maganum í einhvern tíma og telji að nú sé tími til að stíga fram og beita sér aftur á hinu pólitíska sviði. Þannig að ég upplifi það ekki sem mótframboð gegn Guðna heldur frekar að hann finni til löngunar og mögulega ábyrgðar til þess að stíga fram á þetta pólitíska svið.“ Þá séu afar áhugaverðar kosningar fram undan, verði bæði Davíð og Ólafur í framboði. Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Kosningabaráttan verður meiri, harðari og pólitískari en áður stefndi í eftir að Davíð Oddsson boðaði framboð sitt til forseta Íslands, segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann telur flest benda til þess að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. „Það er eiginlega dálítið spurningarmerki hversu mikill stuðningurinn við Davíð er. En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf. Það hefur legið fyrir að Ólafur hefur átt talsvert fylgi meðal Framsóknarmanna og meðal Sjálfstæðismanna og það gæti náttúrulega gengið á það ef þeirra gamli foringi er kominn í baráttu við Ólaf,” segir Grétar. Stuðningur við Davíð hafi ekki mælst mikill í könnunum – en þó hafi nafn hans sjaldan borið á góma í tengslum við forsetakosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson.Grétar segir erfitt að spá fyrir um hvort Davíð taki fylgi frá öðrum frambjóðendum, til dæmis Guðna Th. Jóhannessyni, en Guðni og Ólafur mælast nánast hnífjafnir í skoðanakönnunum. „Það er erfitt að átta sig á því. Vegna þess að fylgi Guðna kemur sennilega mjög víða að en það má búast við því að það muni hafa einhver áhrif á Guðna. Ég svona held fyrir fram, áður en við erum farinn að sjá nokkuð af til dæmis könnunum eða öðru slíku, að það fari hlutfallslega meira frá Ólafi en Guðna. En hversu mikið þori ég ekki að segja enn þá.” Þá segir Grétar tilkynningu Davíðs hafa komið sér mjög á óvart. „Ég get ekki sagt annað. Ég hélt satt að segja að þetta væri komið á þann stað, þessi framboðsboðsmál, sem þau yrðu á fram að kosningum, en það var nú ekki. Þannig að jú, þetta kom mér mjög mikið á óvart.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Davíð hafi hugsanlega fundið til ábyrgðar Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist ekki eins viss um að Davíð sæki fylgi frá Ólafi. „Já og nei. Ég held að Ólafur Ragnar hafi miklu víðtækari skírskotun og meiri breidd. Hann hefur líka verið forseti í 20 ár og margar skoðanakannanir sýna að fólk telur hann hafa unnið mjög gott starf og geti ekki hugsað sér að kjósa gegn honum á meðan hann sækist eftir því að verða forseti,” segir Stefanía. Hún segist líta á framboð Davíðs sem vilja hans til að beita sér áfram á hinu pólitíska sviði, frekar en framboð gegn þeim sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Ég held frekar að hann hafi gengið með þetta í maganum í einhvern tíma og telji að nú sé tími til að stíga fram og beita sér aftur á hinu pólitíska sviði. Þannig að ég upplifi það ekki sem mótframboð gegn Guðna heldur frekar að hann finni til löngunar og mögulega ábyrgðar til þess að stíga fram á þetta pólitíska svið.“ Þá séu afar áhugaverðar kosningar fram undan, verði bæði Davíð og Ólafur í framboði.
Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?