Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Jakob Bjarnar skrifar 5. september 2016 12:18 Róbert Ragnarsson bæjarstjóri stendur í ströngu en fatlaður maður er sagður grátt leikinn að hans undirlagi. Veruleg ólga er í Grindavík eftir að netmiðillinn grindavik.net fjallaði um tilfærslu á manni sem býr í þjónustuíbúð bæjarins. Róbert Ragnarsson segir, í samtali við Vísi, það skiljanlegt að fólk verði reitt – ef það trúir því að hann og annað starfsfólk bæjarfélagsins fari fram af mannvonsku gagnvart sínum skjólstæðingum. Bæjarstjórinn vill meina að það sé af og frá og er sannfærður um að tekin hafi verið rétt ákvörðun í málinu. Málavextir eru þeir að maður nokkur, sem á djúpar rætur í bæjarfélaginu, hefur undanfarin árin búið í íbúð sem er í eigu ríkisins. Hann á við fötlun að stríða í kjölfar slyss sem hann lenti í árið 2005. Fyrir þremur mánuðum gerist það svo að bæjarstjórinn og sviðsstjórar sem hafa með velferðarsvið Grindavíkur að gera tóku þá ákvörðun að færa hann úr íbúð sinni í aðra minni. Heimilið, sem stendur við Túngötu, er að sögn Róberts skilgreint sem 4 íbúðir fyrir fólk með fötlun og tvær almennar íbúðir. Lengstum, meðan heimilið hefur verið í rekstri, hafa íbúðirnar verið í notkun fyrir fólk með fötlun. Það hafa áður verið tímabil þar sem í íbúðunum hefur búið ófatlað fólk. Ekki hefur verið eftirspurn eftir þessum íbúðum og hafa tvær til þrjár staðið tómar. Þetta kemur fram í athugasemd sem Róbert gerir við umfjöllun grindavik.net, þar sem hann sakar miðilinn um að hafa ekki leitað upplýsinga hjá sér eða bæjaryfirvöldum, vegna málsins. Ritstjórar grindavik.net vísa því á bug og segjast hafa sent bæjarfulltrúum fyrirspurn vegna málsins.Fatlaði maðurinn sagður grátt leikinn Nema, upp kom sú staða að bæjaryfirvöld töldu sig verða að bregðast við aðsteðjandi húsnæðisvanda konu nokkurrar og var þá gripið til þess að færa viðkomandi. Það hefur lagst afar illa í aðstandendur hans, sem telja hann grátt leikinn. Kristín Þorsteinsdóttir ritar grein sem birtist á grindavik.net, þar sem hún fer hörðum orðum um þennan flutning. „Árið 2006 fær Siggi lítið herbergi á sambýli fatlaðra hér Grindavík, hann þráði þó alltaf að komast í íbúð og vera meira útaf fyrir sig, foreldrar hans börðust fyrir því að hann fengi íbúð sem sambýlið hafði uppá að bjóða þegar hún varð laus og gekk það eftir. Núna í maí árið 2016 kemur móðir hans að heimsækja hann og fær þær fréttir hjá starfmanni heimilisins að það eigi að flytja hann úr íbúðini í lítið herbergi því að öðrum heilbrigðum einstaklingi vanti íbúð og þetta sé ákvörðun bæjarstjórans Róberts Ragnarssonar,“ segir meðal annars í grein Kristínar.Foreldrarnir vel metnir í bæjarfélaginu Greinarhöfundur hefur mál sitt reyndar á því að benda á að um sé að ræða son hjónanna Matthíasar Guðmundssonar og Bertu Grétarsdóttur, sem eru bæjarbúum í Grindavík að góðu kunn. „Matti eins og hann er kallaður, vann sem húsvörður við Grunnskóla Grindavíkur í farsæl rúm þrjátíu ár og hafa þrjár kynslóðir barna okkar leitað til hans. Matti átti alltaf hug og hjörtu allra barna í skólanum enda mikill húmoristi með hjartað á réttum stað.“ Róbert vill meina að þarna sé verið að gefa eitt og annað í skyn sem ekki standist skoðun. Það sé ekki rétt að manninum hafi verið úthýst, „hann var bara fluttur til innan sama húsnæðis, og býr við sömu þjónustu og áður.“Reiðin í bæjarfélaginu á misskilningi byggð Bæjarstjórinn kannast vel við að veruleg ólga sé í bæjarfélaginu vegna málsins, en honum þykir skjóta skökku við að það sé nú að komast í hámæli. Ákvörðunin var tekin í maí á þessu ári. Hann bendir á að aðstandendapólitík geti oft verið með þeim hætti að fólk sjái hlutina ekki í skýru ljósi. „Ég get vel skilið að það sé ólga í kringum svona fréttaflutning, ef fólk trúir því að ég eða annað starfsfólk bæjarfélagsins fari fram af mannvonsku gagnvart okkar skjólstæðingum skil ég vel að fólk verði reitt. En við erum að taka ákvarðanir með hliðsjón af miklu meiri upplýsingum, sem trúnaður er um, en fram fram hafa komið. Upplýsingar sem við getum ekki verið að láta neinum í té. Verðum að taka ákvarðanir í þeirri stöðu sem uppi er hverju sinni. Og ég er sannfærður um að við tókum rétta ákvörðun í þessu máli. En ég mun ekki geta sagt hvað liggur þar að baki,“ segir Róbert bæjarstjóri. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Veruleg ólga er í Grindavík eftir að netmiðillinn grindavik.net fjallaði um tilfærslu á manni sem býr í þjónustuíbúð bæjarins. Róbert Ragnarsson segir, í samtali við Vísi, það skiljanlegt að fólk verði reitt – ef það trúir því að hann og annað starfsfólk bæjarfélagsins fari fram af mannvonsku gagnvart sínum skjólstæðingum. Bæjarstjórinn vill meina að það sé af og frá og er sannfærður um að tekin hafi verið rétt ákvörðun í málinu. Málavextir eru þeir að maður nokkur, sem á djúpar rætur í bæjarfélaginu, hefur undanfarin árin búið í íbúð sem er í eigu ríkisins. Hann á við fötlun að stríða í kjölfar slyss sem hann lenti í árið 2005. Fyrir þremur mánuðum gerist það svo að bæjarstjórinn og sviðsstjórar sem hafa með velferðarsvið Grindavíkur að gera tóku þá ákvörðun að færa hann úr íbúð sinni í aðra minni. Heimilið, sem stendur við Túngötu, er að sögn Róberts skilgreint sem 4 íbúðir fyrir fólk með fötlun og tvær almennar íbúðir. Lengstum, meðan heimilið hefur verið í rekstri, hafa íbúðirnar verið í notkun fyrir fólk með fötlun. Það hafa áður verið tímabil þar sem í íbúðunum hefur búið ófatlað fólk. Ekki hefur verið eftirspurn eftir þessum íbúðum og hafa tvær til þrjár staðið tómar. Þetta kemur fram í athugasemd sem Róbert gerir við umfjöllun grindavik.net, þar sem hann sakar miðilinn um að hafa ekki leitað upplýsinga hjá sér eða bæjaryfirvöldum, vegna málsins. Ritstjórar grindavik.net vísa því á bug og segjast hafa sent bæjarfulltrúum fyrirspurn vegna málsins.Fatlaði maðurinn sagður grátt leikinn Nema, upp kom sú staða að bæjaryfirvöld töldu sig verða að bregðast við aðsteðjandi húsnæðisvanda konu nokkurrar og var þá gripið til þess að færa viðkomandi. Það hefur lagst afar illa í aðstandendur hans, sem telja hann grátt leikinn. Kristín Þorsteinsdóttir ritar grein sem birtist á grindavik.net, þar sem hún fer hörðum orðum um þennan flutning. „Árið 2006 fær Siggi lítið herbergi á sambýli fatlaðra hér Grindavík, hann þráði þó alltaf að komast í íbúð og vera meira útaf fyrir sig, foreldrar hans börðust fyrir því að hann fengi íbúð sem sambýlið hafði uppá að bjóða þegar hún varð laus og gekk það eftir. Núna í maí árið 2016 kemur móðir hans að heimsækja hann og fær þær fréttir hjá starfmanni heimilisins að það eigi að flytja hann úr íbúðini í lítið herbergi því að öðrum heilbrigðum einstaklingi vanti íbúð og þetta sé ákvörðun bæjarstjórans Róberts Ragnarssonar,“ segir meðal annars í grein Kristínar.Foreldrarnir vel metnir í bæjarfélaginu Greinarhöfundur hefur mál sitt reyndar á því að benda á að um sé að ræða son hjónanna Matthíasar Guðmundssonar og Bertu Grétarsdóttur, sem eru bæjarbúum í Grindavík að góðu kunn. „Matti eins og hann er kallaður, vann sem húsvörður við Grunnskóla Grindavíkur í farsæl rúm þrjátíu ár og hafa þrjár kynslóðir barna okkar leitað til hans. Matti átti alltaf hug og hjörtu allra barna í skólanum enda mikill húmoristi með hjartað á réttum stað.“ Róbert vill meina að þarna sé verið að gefa eitt og annað í skyn sem ekki standist skoðun. Það sé ekki rétt að manninum hafi verið úthýst, „hann var bara fluttur til innan sama húsnæðis, og býr við sömu þjónustu og áður.“Reiðin í bæjarfélaginu á misskilningi byggð Bæjarstjórinn kannast vel við að veruleg ólga sé í bæjarfélaginu vegna málsins, en honum þykir skjóta skökku við að það sé nú að komast í hámæli. Ákvörðunin var tekin í maí á þessu ári. Hann bendir á að aðstandendapólitík geti oft verið með þeim hætti að fólk sjái hlutina ekki í skýru ljósi. „Ég get vel skilið að það sé ólga í kringum svona fréttaflutning, ef fólk trúir því að ég eða annað starfsfólk bæjarfélagsins fari fram af mannvonsku gagnvart okkar skjólstæðingum skil ég vel að fólk verði reitt. En við erum að taka ákvarðanir með hliðsjón af miklu meiri upplýsingum, sem trúnaður er um, en fram fram hafa komið. Upplýsingar sem við getum ekki verið að láta neinum í té. Verðum að taka ákvarðanir í þeirri stöðu sem uppi er hverju sinni. Og ég er sannfærður um að við tókum rétta ákvörðun í þessu máli. En ég mun ekki geta sagt hvað liggur þar að baki,“ segir Róbert bæjarstjóri.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira