Vill ekkert við nýnasistana kannast Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fólks fylgdist með þegar Donald Trump yfirgaf skrifstofur dagblaðsins The New York Times að loknu viðtali á þriðjudaginn. Nordicphotos/AFP „Ég afneita þessum hópi fólks,“ segir Donald Trump um hóp bandarískra nýnasista, alt-right-hreyfinguna eða „hitt hægrið“ svonefnda, sem hefur fagnað sigri hans í forsetakosningunum með nasistakveðjum og grímulausum yfirlýsingum um yfirburði hvítra manna gagnvart öðru fólki. Þetta sagði hann í ítarlegu viðtali við dagblaðið The New York Times, þar sem hann var spurður hvort hann hafi hvatt þennan hóp til dáða með málflutningi sínum í kosningabaráttunni. „Ég vil ekki ýta undir þennan hóp, og ef ég gerði það þá vil ég skoða málið og komast að því hvers vegna það var,“ sagði hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna. Hins vegar sagðist Trump ekki sjá neitt athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Bannon er fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttasíðunnar, sem hefur verið einn helsti vettvangur alt-right-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Bannon hefur fyrir vikið verið í hávegum hafður meðal liðsmanna „hins hægrisins“. Og hann hefur sjálfur verið sakaður um að aðhyllast hugmyndir þessarar hreyfingar, þar á meðal kynþáttahatur hennar, en Trump vildi alls ekki kannast við það.Steve Bannon, aðalráðgjafi Trumps og fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttavefsins, sem hefur verið einn helsti vettvangur hægri þjóðernissinna.Nordicphotos/AFP„Ég hef þekkt Steve Bannon lengi. Ef ég héldi að hann væri rasisti, eða alt-right-maður,“ sagði Trump, „þá hefði mér ekki dottið í hug að ráða hann.“ „Og ef ég héldi að skoðanir hans væru í þessum flokki, þá myndi ég strax láta hann fara,“ bætti Trump við. Í sama viðtali staðfesti hann að hann ætli sér ekki að gera neitt úr hótunum sínum um að draga Hillary Clinton fyrir dómara.„Ég vil ekki valda Clinton-hjónunum tjóni. Í alvöru. Hún hefur mátt þola margt,“ sagði hann. „Kosningabaráttan var illskeytt.“ Breitbart-fréttavefurinn hefur til þessa staðið nokkuð þétt við bakið á Trump, en sló því upp að nú hafi hann svikið þetta kosningaloforð sitt um að lögsækja Clinton. Í viðtalinu við The New York Times ítrekar Trump síðan kvartanir sínar undan fjölmiðlum, þar á meðal New York Times, sem hann sagði hafa fjallað um sig með afar neikvæðum hætti. „Ég myndi segja að The New York Times hafi verið verst af þeim öllum,“ sagði hann, en tók jafnframt fram að hann bæri mikla virðingu fyrir blaðinu. Hins vegar vildi hann gjarnan geta knúið fram breytta afstöðu hjá því: „Ég held að það myndi létta mér störfin mikið.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar.vísir/AFPBorgarstjóri New York býst til varnarBill de Blasio, borgarstjóri í New York, segist ætla að fara í mál við alríkisstjórn Donalds Trump verði þess krafist að allir múslimar láti skrá sig sérstaklega, eins og Trump hefur boðað. „Við munum beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að verja fólkið okkar,“ sagði de Blasio í ræðu, sem hann flutti á mánudag í sal Cooper Union skólans í New York. Þar í sama sal flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1860 þar sem hann færði rök fyrir því að alríkið í Washington hafi vald til að skipta sér af þrælahaldi í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Í ræðu sinni kom Blasio ekki einungis múslimum til varnar, heldur einnig innflytjendum og öðrum íbúum sem telja sér ógnað vegna kosningaloforða Trumps. „Ef alríkisstjórnin vill að lögregluþjónarnir okkar slíti í sundur innflytjendafjölskyldur, þá munum við neita að verða við því,“ sagði hann. Meðal annars muni hann tryggja að konur fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu ætli stjórn Trumps að hætta að fjármagna kynferðis- og fjölskyldufræðslu. „Ef gyðingar, eða múslimar eða félagar í LGBT-samfélaginu, eða hvaða samfélagshóp sem er, verða fyrir árásum eða eru hafðir að skotspæni, þá munum við finna árásármennina, handtaka þá og lögsækja,“ sagði de Blasio enn fremur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Ég afneita þessum hópi fólks,“ segir Donald Trump um hóp bandarískra nýnasista, alt-right-hreyfinguna eða „hitt hægrið“ svonefnda, sem hefur fagnað sigri hans í forsetakosningunum með nasistakveðjum og grímulausum yfirlýsingum um yfirburði hvítra manna gagnvart öðru fólki. Þetta sagði hann í ítarlegu viðtali við dagblaðið The New York Times, þar sem hann var spurður hvort hann hafi hvatt þennan hóp til dáða með málflutningi sínum í kosningabaráttunni. „Ég vil ekki ýta undir þennan hóp, og ef ég gerði það þá vil ég skoða málið og komast að því hvers vegna það var,“ sagði hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna. Hins vegar sagðist Trump ekki sjá neitt athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Bannon er fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttasíðunnar, sem hefur verið einn helsti vettvangur alt-right-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Bannon hefur fyrir vikið verið í hávegum hafður meðal liðsmanna „hins hægrisins“. Og hann hefur sjálfur verið sakaður um að aðhyllast hugmyndir þessarar hreyfingar, þar á meðal kynþáttahatur hennar, en Trump vildi alls ekki kannast við það.Steve Bannon, aðalráðgjafi Trumps og fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttavefsins, sem hefur verið einn helsti vettvangur hægri þjóðernissinna.Nordicphotos/AFP„Ég hef þekkt Steve Bannon lengi. Ef ég héldi að hann væri rasisti, eða alt-right-maður,“ sagði Trump, „þá hefði mér ekki dottið í hug að ráða hann.“ „Og ef ég héldi að skoðanir hans væru í þessum flokki, þá myndi ég strax láta hann fara,“ bætti Trump við. Í sama viðtali staðfesti hann að hann ætli sér ekki að gera neitt úr hótunum sínum um að draga Hillary Clinton fyrir dómara.„Ég vil ekki valda Clinton-hjónunum tjóni. Í alvöru. Hún hefur mátt þola margt,“ sagði hann. „Kosningabaráttan var illskeytt.“ Breitbart-fréttavefurinn hefur til þessa staðið nokkuð þétt við bakið á Trump, en sló því upp að nú hafi hann svikið þetta kosningaloforð sitt um að lögsækja Clinton. Í viðtalinu við The New York Times ítrekar Trump síðan kvartanir sínar undan fjölmiðlum, þar á meðal New York Times, sem hann sagði hafa fjallað um sig með afar neikvæðum hætti. „Ég myndi segja að The New York Times hafi verið verst af þeim öllum,“ sagði hann, en tók jafnframt fram að hann bæri mikla virðingu fyrir blaðinu. Hins vegar vildi hann gjarnan geta knúið fram breytta afstöðu hjá því: „Ég held að það myndi létta mér störfin mikið.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar.vísir/AFPBorgarstjóri New York býst til varnarBill de Blasio, borgarstjóri í New York, segist ætla að fara í mál við alríkisstjórn Donalds Trump verði þess krafist að allir múslimar láti skrá sig sérstaklega, eins og Trump hefur boðað. „Við munum beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að verja fólkið okkar,“ sagði de Blasio í ræðu, sem hann flutti á mánudag í sal Cooper Union skólans í New York. Þar í sama sal flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1860 þar sem hann færði rök fyrir því að alríkið í Washington hafi vald til að skipta sér af þrælahaldi í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Í ræðu sinni kom Blasio ekki einungis múslimum til varnar, heldur einnig innflytjendum og öðrum íbúum sem telja sér ógnað vegna kosningaloforða Trumps. „Ef alríkisstjórnin vill að lögregluþjónarnir okkar slíti í sundur innflytjendafjölskyldur, þá munum við neita að verða við því,“ sagði hann. Meðal annars muni hann tryggja að konur fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu ætli stjórn Trumps að hætta að fjármagna kynferðis- og fjölskyldufræðslu. „Ef gyðingar, eða múslimar eða félagar í LGBT-samfélaginu, eða hvaða samfélagshóp sem er, verða fyrir árásum eða eru hafðir að skotspæni, þá munum við finna árásármennina, handtaka þá og lögsækja,“ sagði de Blasio enn fremur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira