Vill ekkert við nýnasistana kannast Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fólks fylgdist með þegar Donald Trump yfirgaf skrifstofur dagblaðsins The New York Times að loknu viðtali á þriðjudaginn. Nordicphotos/AFP „Ég afneita þessum hópi fólks,“ segir Donald Trump um hóp bandarískra nýnasista, alt-right-hreyfinguna eða „hitt hægrið“ svonefnda, sem hefur fagnað sigri hans í forsetakosningunum með nasistakveðjum og grímulausum yfirlýsingum um yfirburði hvítra manna gagnvart öðru fólki. Þetta sagði hann í ítarlegu viðtali við dagblaðið The New York Times, þar sem hann var spurður hvort hann hafi hvatt þennan hóp til dáða með málflutningi sínum í kosningabaráttunni. „Ég vil ekki ýta undir þennan hóp, og ef ég gerði það þá vil ég skoða málið og komast að því hvers vegna það var,“ sagði hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna. Hins vegar sagðist Trump ekki sjá neitt athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Bannon er fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttasíðunnar, sem hefur verið einn helsti vettvangur alt-right-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Bannon hefur fyrir vikið verið í hávegum hafður meðal liðsmanna „hins hægrisins“. Og hann hefur sjálfur verið sakaður um að aðhyllast hugmyndir þessarar hreyfingar, þar á meðal kynþáttahatur hennar, en Trump vildi alls ekki kannast við það.Steve Bannon, aðalráðgjafi Trumps og fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttavefsins, sem hefur verið einn helsti vettvangur hægri þjóðernissinna.Nordicphotos/AFP„Ég hef þekkt Steve Bannon lengi. Ef ég héldi að hann væri rasisti, eða alt-right-maður,“ sagði Trump, „þá hefði mér ekki dottið í hug að ráða hann.“ „Og ef ég héldi að skoðanir hans væru í þessum flokki, þá myndi ég strax láta hann fara,“ bætti Trump við. Í sama viðtali staðfesti hann að hann ætli sér ekki að gera neitt úr hótunum sínum um að draga Hillary Clinton fyrir dómara.„Ég vil ekki valda Clinton-hjónunum tjóni. Í alvöru. Hún hefur mátt þola margt,“ sagði hann. „Kosningabaráttan var illskeytt.“ Breitbart-fréttavefurinn hefur til þessa staðið nokkuð þétt við bakið á Trump, en sló því upp að nú hafi hann svikið þetta kosningaloforð sitt um að lögsækja Clinton. Í viðtalinu við The New York Times ítrekar Trump síðan kvartanir sínar undan fjölmiðlum, þar á meðal New York Times, sem hann sagði hafa fjallað um sig með afar neikvæðum hætti. „Ég myndi segja að The New York Times hafi verið verst af þeim öllum,“ sagði hann, en tók jafnframt fram að hann bæri mikla virðingu fyrir blaðinu. Hins vegar vildi hann gjarnan geta knúið fram breytta afstöðu hjá því: „Ég held að það myndi létta mér störfin mikið.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar.vísir/AFPBorgarstjóri New York býst til varnarBill de Blasio, borgarstjóri í New York, segist ætla að fara í mál við alríkisstjórn Donalds Trump verði þess krafist að allir múslimar láti skrá sig sérstaklega, eins og Trump hefur boðað. „Við munum beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að verja fólkið okkar,“ sagði de Blasio í ræðu, sem hann flutti á mánudag í sal Cooper Union skólans í New York. Þar í sama sal flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1860 þar sem hann færði rök fyrir því að alríkið í Washington hafi vald til að skipta sér af þrælahaldi í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Í ræðu sinni kom Blasio ekki einungis múslimum til varnar, heldur einnig innflytjendum og öðrum íbúum sem telja sér ógnað vegna kosningaloforða Trumps. „Ef alríkisstjórnin vill að lögregluþjónarnir okkar slíti í sundur innflytjendafjölskyldur, þá munum við neita að verða við því,“ sagði hann. Meðal annars muni hann tryggja að konur fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu ætli stjórn Trumps að hætta að fjármagna kynferðis- og fjölskyldufræðslu. „Ef gyðingar, eða múslimar eða félagar í LGBT-samfélaginu, eða hvaða samfélagshóp sem er, verða fyrir árásum eða eru hafðir að skotspæni, þá munum við finna árásármennina, handtaka þá og lögsækja,“ sagði de Blasio enn fremur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
„Ég afneita þessum hópi fólks,“ segir Donald Trump um hóp bandarískra nýnasista, alt-right-hreyfinguna eða „hitt hægrið“ svonefnda, sem hefur fagnað sigri hans í forsetakosningunum með nasistakveðjum og grímulausum yfirlýsingum um yfirburði hvítra manna gagnvart öðru fólki. Þetta sagði hann í ítarlegu viðtali við dagblaðið The New York Times, þar sem hann var spurður hvort hann hafi hvatt þennan hóp til dáða með málflutningi sínum í kosningabaráttunni. „Ég vil ekki ýta undir þennan hóp, og ef ég gerði það þá vil ég skoða málið og komast að því hvers vegna það var,“ sagði hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna. Hins vegar sagðist Trump ekki sjá neitt athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Bannon er fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttasíðunnar, sem hefur verið einn helsti vettvangur alt-right-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Bannon hefur fyrir vikið verið í hávegum hafður meðal liðsmanna „hins hægrisins“. Og hann hefur sjálfur verið sakaður um að aðhyllast hugmyndir þessarar hreyfingar, þar á meðal kynþáttahatur hennar, en Trump vildi alls ekki kannast við það.Steve Bannon, aðalráðgjafi Trumps og fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttavefsins, sem hefur verið einn helsti vettvangur hægri þjóðernissinna.Nordicphotos/AFP„Ég hef þekkt Steve Bannon lengi. Ef ég héldi að hann væri rasisti, eða alt-right-maður,“ sagði Trump, „þá hefði mér ekki dottið í hug að ráða hann.“ „Og ef ég héldi að skoðanir hans væru í þessum flokki, þá myndi ég strax láta hann fara,“ bætti Trump við. Í sama viðtali staðfesti hann að hann ætli sér ekki að gera neitt úr hótunum sínum um að draga Hillary Clinton fyrir dómara.„Ég vil ekki valda Clinton-hjónunum tjóni. Í alvöru. Hún hefur mátt þola margt,“ sagði hann. „Kosningabaráttan var illskeytt.“ Breitbart-fréttavefurinn hefur til þessa staðið nokkuð þétt við bakið á Trump, en sló því upp að nú hafi hann svikið þetta kosningaloforð sitt um að lögsækja Clinton. Í viðtalinu við The New York Times ítrekar Trump síðan kvartanir sínar undan fjölmiðlum, þar á meðal New York Times, sem hann sagði hafa fjallað um sig með afar neikvæðum hætti. „Ég myndi segja að The New York Times hafi verið verst af þeim öllum,“ sagði hann, en tók jafnframt fram að hann bæri mikla virðingu fyrir blaðinu. Hins vegar vildi hann gjarnan geta knúið fram breytta afstöðu hjá því: „Ég held að það myndi létta mér störfin mikið.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar.vísir/AFPBorgarstjóri New York býst til varnarBill de Blasio, borgarstjóri í New York, segist ætla að fara í mál við alríkisstjórn Donalds Trump verði þess krafist að allir múslimar láti skrá sig sérstaklega, eins og Trump hefur boðað. „Við munum beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að verja fólkið okkar,“ sagði de Blasio í ræðu, sem hann flutti á mánudag í sal Cooper Union skólans í New York. Þar í sama sal flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1860 þar sem hann færði rök fyrir því að alríkið í Washington hafi vald til að skipta sér af þrælahaldi í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Í ræðu sinni kom Blasio ekki einungis múslimum til varnar, heldur einnig innflytjendum og öðrum íbúum sem telja sér ógnað vegna kosningaloforða Trumps. „Ef alríkisstjórnin vill að lögregluþjónarnir okkar slíti í sundur innflytjendafjölskyldur, þá munum við neita að verða við því,“ sagði hann. Meðal annars muni hann tryggja að konur fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu ætli stjórn Trumps að hætta að fjármagna kynferðis- og fjölskyldufræðslu. „Ef gyðingar, eða múslimar eða félagar í LGBT-samfélaginu, eða hvaða samfélagshóp sem er, verða fyrir árásum eða eru hafðir að skotspæni, þá munum við finna árásármennina, handtaka þá og lögsækja,“ sagði de Blasio enn fremur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira