Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 14:43 Jón H. B. Snorrason segir þetta mjóa línu, milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Pétur á Sögu er einn þeirra sem fengið hefur ákæru á hendur sér vegna meintrar hatursorðræðu. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni H. B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra hafa tíu ákærur verið gefnar út á þessu ári vegna hatursummæla.Vísir greindi frá því í gær að gefin hefur verið út ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla sem honum er gefið að sök að hafa viðhaft. Pétur fjallaði sjálfur um málið í símatíma Útvarps Sögu, ásamt Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra og hlustendum, og mátti greina mikla reiði meðal þeirra allra vegna málsins. Þau telja þetta lið í að drepa niður umræðu, að þetta stangist á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og að auki segist Pétur ómögulega getað borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í sérstaka símatíma útvarpsstöðvarinnar.Holskefla í tengslum við hinsegin fræðslu í skólum Spurður sérstaklega út í þetta atriði málsins segir Jón H. B. Snorrason það ekki vera svo að hann sé ákærður vegna ummæla hlustenda heldur vegna þess sem útvarpsmaðurinn sjálfur sagði. „Menn verða nú ekki ábyrgir fyrir öðru en því sem þeir segja. Ákæran á hendur honum snýr að því sem hann sjálfur hefur sagt, ekki það sem viðmælendur hans eða hlustendur segja. Þessi tíu mál eru ekki öll eins vaxin, ekki er aðeins um að ræða mál sem snúa að ummælum um samkynhneigða heldur er einnig um að ræða hatursfull ummæli sem fallið hafa vegna trúarskoðana, að sögn Jóns. „Þetta eru nú sem betur fer ekki mörg mál. Það var umræða sem fór af stað í fyrra gegn samkynhneigðum vegna umræðu vegna fræðslu í skólum. Þá var holskefla. Sem betur fer ekki viðvarandi umræða í gangi,“ segir Jón H. B.Sáráfá ef nokkur dómafordæmi Málin eru reist á ákvæði númer 233 í hegningarlögum: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Jón segir þetta ákvæði hafa verið inni í almennum hegningarlögum í áratugi en því hafi verið breytt í seinni tíð og fleiri atriði bæst við. Og þar með fjölgar málum. „Ekkert eru margir dómar til. Einn eða tveir hæstaréttardómar frá fyrri tíð vegna niðrandi ummæla um fólk af afrískum uppruna.“Menn eiga þetta ekki undir eigin mati Þannig eiga þessi mál sér vart dómafordæmi, í ljósi þessarar víkkunar á lögunum. Jón H. B. Snorrason segir að málin verði þingfest og í kjölfar þess skýrist hvort fólk vilji gangast við þessari hegðun eða telur um að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. Málin eru þingfest og þá náttúrlega skýrist það hvort fólk gengst við þessari hegðun eða telur að um sé að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisins. Þarna er hárfínt bil. Jón segist ekki viss um að fólk hafi ætlað sér að níðast á öðrum. „En, menn eiga það ekki alveg undir eigin mati. Þetta er ekkert alveg augljóst allt saman. Kannski þarf að reyna á þetta allt fyrir dómi. Því miður, án þess að menn séu tilraunadýr.“ Tengdar fréttir Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Jóni H. B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra hafa tíu ákærur verið gefnar út á þessu ári vegna hatursummæla.Vísir greindi frá því í gær að gefin hefur verið út ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla sem honum er gefið að sök að hafa viðhaft. Pétur fjallaði sjálfur um málið í símatíma Útvarps Sögu, ásamt Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra og hlustendum, og mátti greina mikla reiði meðal þeirra allra vegna málsins. Þau telja þetta lið í að drepa niður umræðu, að þetta stangist á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og að auki segist Pétur ómögulega getað borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í sérstaka símatíma útvarpsstöðvarinnar.Holskefla í tengslum við hinsegin fræðslu í skólum Spurður sérstaklega út í þetta atriði málsins segir Jón H. B. Snorrason það ekki vera svo að hann sé ákærður vegna ummæla hlustenda heldur vegna þess sem útvarpsmaðurinn sjálfur sagði. „Menn verða nú ekki ábyrgir fyrir öðru en því sem þeir segja. Ákæran á hendur honum snýr að því sem hann sjálfur hefur sagt, ekki það sem viðmælendur hans eða hlustendur segja. Þessi tíu mál eru ekki öll eins vaxin, ekki er aðeins um að ræða mál sem snúa að ummælum um samkynhneigða heldur er einnig um að ræða hatursfull ummæli sem fallið hafa vegna trúarskoðana, að sögn Jóns. „Þetta eru nú sem betur fer ekki mörg mál. Það var umræða sem fór af stað í fyrra gegn samkynhneigðum vegna umræðu vegna fræðslu í skólum. Þá var holskefla. Sem betur fer ekki viðvarandi umræða í gangi,“ segir Jón H. B.Sáráfá ef nokkur dómafordæmi Málin eru reist á ákvæði númer 233 í hegningarlögum: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Jón segir þetta ákvæði hafa verið inni í almennum hegningarlögum í áratugi en því hafi verið breytt í seinni tíð og fleiri atriði bæst við. Og þar með fjölgar málum. „Ekkert eru margir dómar til. Einn eða tveir hæstaréttardómar frá fyrri tíð vegna niðrandi ummæla um fólk af afrískum uppruna.“Menn eiga þetta ekki undir eigin mati Þannig eiga þessi mál sér vart dómafordæmi, í ljósi þessarar víkkunar á lögunum. Jón H. B. Snorrason segir að málin verði þingfest og í kjölfar þess skýrist hvort fólk vilji gangast við þessari hegðun eða telur um að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. Málin eru þingfest og þá náttúrlega skýrist það hvort fólk gengst við þessari hegðun eða telur að um sé að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisins. Þarna er hárfínt bil. Jón segist ekki viss um að fólk hafi ætlað sér að níðast á öðrum. „En, menn eiga það ekki alveg undir eigin mati. Þetta er ekkert alveg augljóst allt saman. Kannski þarf að reyna á þetta allt fyrir dómi. Því miður, án þess að menn séu tilraunadýr.“
Tengdar fréttir Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels