Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2016 17:17 Eyrún Eyþórsdóttir hefur verið að rannsaka hatursorðræðu og nú er að draga til tíðinda í því: Pétur á Sögu hefur verið ákærður og hann er bálreiður. Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu hefur verið ákærður og kallaður fyrir af lögreglustjóranum í Reykjavík. „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Og hlustendur Útvarps Sögu voru reiðir Pétri til samlætis, mikið uppnám ríkti meðal innhringjenda eftir að þeim var tilkynnt þetta. Pétur segist ranglega sakaður um hatursumræðu og útbreiðslu haturs gegn samkynhneigðum. Vegna umræðu um hvort hinsegin fræðsla skyldi eiga sér stað í Hafnarfirði sem fram fór 20. apríl 2015. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ segir Pétur en hann er sakaður um hatursummæli og það að útvarpa ummælum hlustenda. Pétur vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög: „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Hlustendur voru heitir nú rétt í þessu og fordæmdu þennan gjörning fortakslaust en Eyrún Eyþórsdóttir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu verið að rannsaka hatursummæli sérstaklega. „Ef einhver úr hópi sem telur sig vera minnihlutahópur sem ræðst að mér með miklum svívirðingum. Þá myndi ég verða ákærður fyrir það. Menn eru komnir í gersamlega vonlausa stöðu gagnvart þessu fólki,“ sagði Pétur meðal annars á öldum ljósvakans nú rétt í þessu. „Eina ríkisstofnunin sem eftir er til að ráðast á okkur er Veðurstofan,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu, en hún var jafnframt með Pétri í útsendingunni, nú rétt í þessu. Hún taldi þetta lið í aðför á hendur útvarpsstöðinni en boðaði hlustendum það að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu. Ef þeir aðilar vilji stöðva þjóðfélagsumræðu á Sögu þá fjölgi hún frekar símatímum en draga úr þeim. „Ég hlusta ekki á svona kjaftæði,“ Arnþrúður. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu hefur verið ákærður og kallaður fyrir af lögreglustjóranum í Reykjavík. „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Og hlustendur Útvarps Sögu voru reiðir Pétri til samlætis, mikið uppnám ríkti meðal innhringjenda eftir að þeim var tilkynnt þetta. Pétur segist ranglega sakaður um hatursumræðu og útbreiðslu haturs gegn samkynhneigðum. Vegna umræðu um hvort hinsegin fræðsla skyldi eiga sér stað í Hafnarfirði sem fram fór 20. apríl 2015. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ segir Pétur en hann er sakaður um hatursummæli og það að útvarpa ummælum hlustenda. Pétur vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög: „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Hlustendur voru heitir nú rétt í þessu og fordæmdu þennan gjörning fortakslaust en Eyrún Eyþórsdóttir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu verið að rannsaka hatursummæli sérstaklega. „Ef einhver úr hópi sem telur sig vera minnihlutahópur sem ræðst að mér með miklum svívirðingum. Þá myndi ég verða ákærður fyrir það. Menn eru komnir í gersamlega vonlausa stöðu gagnvart þessu fólki,“ sagði Pétur meðal annars á öldum ljósvakans nú rétt í þessu. „Eina ríkisstofnunin sem eftir er til að ráðast á okkur er Veðurstofan,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu, en hún var jafnframt með Pétri í útsendingunni, nú rétt í þessu. Hún taldi þetta lið í aðför á hendur útvarpsstöðinni en boðaði hlustendum það að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu. Ef þeir aðilar vilji stöðva þjóðfélagsumræðu á Sögu þá fjölgi hún frekar símatímum en draga úr þeim. „Ég hlusta ekki á svona kjaftæði,“ Arnþrúður.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira