Borðar verkjatöflur í öll mál Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 20:00 Endómetríósa er krónískur móðurlífssjúkdómur sem talið er að tíu prósent kvenna séu með. Helstu einkenni eru mikill sársauki við blæðingar og kynlíf, þarmavandamál, síþreyta og ófrjósemi. Vegna biðlista á kvennadeild Landspítalans eru um sextíu konur sem bíða aðgerðar til að fá greiningu á sjúkdómnum eða verkjameðferðar. Ragnheiður Árnadóttir, sérfræðilæknir kvennadeildarinnar segir biðina erfiða. Verkir geti verið miklir og hætta sé á að konurnar detti út af vinnumarkaði. „Andlega hliðin er oft erfið og mikið álag á þessar konur og aðstandendur. Einhver hluti er að fást við ófrjósemi og þessi bið hefur áhrif á það,“ segir Ragnheiður. Ásdís Sif Þórarinsdóttir hefur beðið í ár eftir að fá staðfesta greiningu og í hálft ár eftir aðgerð til að lina verki. „Ég er búin að vera mikið verkjuð. Sumarið fór í að borða verkjatöflur, alla morgna byrjaði ég á verkjaskammti, bætti við í hádeginu og tók annan til að geta sofnað. Það sást ekki mikið í sól í sumar," segir Ásdís. „Ég reyndi að vinna en það gekk illa. Sem betur fer er ég núna í þannig námi að ég get verið heima að læra. Og ég er mikið uppi í rúmi í verkjakasti," segir hún. Síðasta árið hefur Ásdís verið að kljást við kvíða og þunglyndi enda taka verkirnir á andlegu hliðina, sérstaklega þegar engin greining liggur að baki. „Ég hef oft þurft að beila á vikonum mínum og hringja í vinnuna og þykjast vera veik, en ég var ekki veik heldur með verki. Mér líður oft eins og aumingja." Ásdís segir það breyta miklu að fá greiningu á hreint og komast sem fyrst í aðgerð svo hún geti haldið áfram með lífið, sætt sig við sjúkdóminn og leitað leiða til að takast á við hann. En hún veit ekki hvenær röðin kemur að henni. „Ég hef heyrt af einni sem er búin að bíða lengur en ég. Hún fer í fyrsta lagi í janúar. Ég fer þá aldrei fyrr en í febrúar eða mars. Það er erfitt að hugsa um það að eyða jólunum í verkjakasti," segir Ásdís. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Endómetríósa er krónískur móðurlífssjúkdómur sem talið er að tíu prósent kvenna séu með. Helstu einkenni eru mikill sársauki við blæðingar og kynlíf, þarmavandamál, síþreyta og ófrjósemi. Vegna biðlista á kvennadeild Landspítalans eru um sextíu konur sem bíða aðgerðar til að fá greiningu á sjúkdómnum eða verkjameðferðar. Ragnheiður Árnadóttir, sérfræðilæknir kvennadeildarinnar segir biðina erfiða. Verkir geti verið miklir og hætta sé á að konurnar detti út af vinnumarkaði. „Andlega hliðin er oft erfið og mikið álag á þessar konur og aðstandendur. Einhver hluti er að fást við ófrjósemi og þessi bið hefur áhrif á það,“ segir Ragnheiður. Ásdís Sif Þórarinsdóttir hefur beðið í ár eftir að fá staðfesta greiningu og í hálft ár eftir aðgerð til að lina verki. „Ég er búin að vera mikið verkjuð. Sumarið fór í að borða verkjatöflur, alla morgna byrjaði ég á verkjaskammti, bætti við í hádeginu og tók annan til að geta sofnað. Það sást ekki mikið í sól í sumar," segir Ásdís. „Ég reyndi að vinna en það gekk illa. Sem betur fer er ég núna í þannig námi að ég get verið heima að læra. Og ég er mikið uppi í rúmi í verkjakasti," segir hún. Síðasta árið hefur Ásdís verið að kljást við kvíða og þunglyndi enda taka verkirnir á andlegu hliðina, sérstaklega þegar engin greining liggur að baki. „Ég hef oft þurft að beila á vikonum mínum og hringja í vinnuna og þykjast vera veik, en ég var ekki veik heldur með verki. Mér líður oft eins og aumingja." Ásdís segir það breyta miklu að fá greiningu á hreint og komast sem fyrst í aðgerð svo hún geti haldið áfram með lífið, sætt sig við sjúkdóminn og leitað leiða til að takast á við hann. En hún veit ekki hvenær röðin kemur að henni. „Ég hef heyrt af einni sem er búin að bíða lengur en ég. Hún fer í fyrsta lagi í janúar. Ég fer þá aldrei fyrr en í febrúar eða mars. Það er erfitt að hugsa um það að eyða jólunum í verkjakasti," segir Ásdís.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels