Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum veldur lokun á skurðstofu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 20:30 Samtals þarf áttatíu skurðhjúkrunarfræðinga til að manna skurðdeildir Landspítalans en það vantar þrettán til starfa eða fimmtán prósent stöðugilda. Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir mismunandi eftir deildum hversu mikið manneklan bitnar á starfseminni. „Á flestum einingum hefur tekist að halda viðunandi starfsemi með því að þeir sem fyrir eru, vinna meira. En á kvennadeild hefur þurft að loka einni skurðstofu af þremur, mest allt þetta ár. En það stendur til bóta og við vonumst til að opna þriðju stofuna að hluta í desember og að fullu eftir áramót,“ segir Alma. Á kvennadeildina vantar fimm skurðhjúkrunarfræðinga eða um það bil þriðjung stöðugilda. Manneklan ásamt bið eftir skoðun hjá læknum deildarinnar hefur valdið því að þrjú hundruð konur bíða eftir að komast í grindarbotnsaðgerð og biðin er allt að þrjú ár.Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalansvísir/skjáskotAlma bendir á að biðlistar við Landspítalann séu afleiðing margra ára uppsöfnunar vegna langvarandi manneklu og verkfalla. Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum hafi einnig verið fyrirsjáanlegur um lengri tíma, enda stéttin að eldast og margir að fara á eftirlaun á næstu árum. Þrátt fyrir allt hafi bið eftir grindarbotnsaðgerðum styst um tólf mánuði síðasta árið og framundan séu bjartari tímar. „Við byrjuðum að bregðast við þessu haustið 2014 með því að gefa í varðandi sérmenntun skurðhjúkrunarfræðinga. Svo erum við að skoða að auglýsa erlendis eftir starfskröftum og kvensjúkdómalæknar hafa farið í samstarf við sjúkrahúsið á Akranesi og eru að fara að gera aðgerðir þar einn dag í viku, til að byrja með.“ Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Samtals þarf áttatíu skurðhjúkrunarfræðinga til að manna skurðdeildir Landspítalans en það vantar þrettán til starfa eða fimmtán prósent stöðugilda. Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir mismunandi eftir deildum hversu mikið manneklan bitnar á starfseminni. „Á flestum einingum hefur tekist að halda viðunandi starfsemi með því að þeir sem fyrir eru, vinna meira. En á kvennadeild hefur þurft að loka einni skurðstofu af þremur, mest allt þetta ár. En það stendur til bóta og við vonumst til að opna þriðju stofuna að hluta í desember og að fullu eftir áramót,“ segir Alma. Á kvennadeildina vantar fimm skurðhjúkrunarfræðinga eða um það bil þriðjung stöðugilda. Manneklan ásamt bið eftir skoðun hjá læknum deildarinnar hefur valdið því að þrjú hundruð konur bíða eftir að komast í grindarbotnsaðgerð og biðin er allt að þrjú ár.Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalansvísir/skjáskotAlma bendir á að biðlistar við Landspítalann séu afleiðing margra ára uppsöfnunar vegna langvarandi manneklu og verkfalla. Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum hafi einnig verið fyrirsjáanlegur um lengri tíma, enda stéttin að eldast og margir að fara á eftirlaun á næstu árum. Þrátt fyrir allt hafi bið eftir grindarbotnsaðgerðum styst um tólf mánuði síðasta árið og framundan séu bjartari tímar. „Við byrjuðum að bregðast við þessu haustið 2014 með því að gefa í varðandi sérmenntun skurðhjúkrunarfræðinga. Svo erum við að skoða að auglýsa erlendis eftir starfskröftum og kvensjúkdómalæknar hafa farið í samstarf við sjúkrahúsið á Akranesi og eru að fara að gera aðgerðir þar einn dag í viku, til að byrja með.“
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira