Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum veldur lokun á skurðstofu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 20:30 Samtals þarf áttatíu skurðhjúkrunarfræðinga til að manna skurðdeildir Landspítalans en það vantar þrettán til starfa eða fimmtán prósent stöðugilda. Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir mismunandi eftir deildum hversu mikið manneklan bitnar á starfseminni. „Á flestum einingum hefur tekist að halda viðunandi starfsemi með því að þeir sem fyrir eru, vinna meira. En á kvennadeild hefur þurft að loka einni skurðstofu af þremur, mest allt þetta ár. En það stendur til bóta og við vonumst til að opna þriðju stofuna að hluta í desember og að fullu eftir áramót,“ segir Alma. Á kvennadeildina vantar fimm skurðhjúkrunarfræðinga eða um það bil þriðjung stöðugilda. Manneklan ásamt bið eftir skoðun hjá læknum deildarinnar hefur valdið því að þrjú hundruð konur bíða eftir að komast í grindarbotnsaðgerð og biðin er allt að þrjú ár.Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalansvísir/skjáskotAlma bendir á að biðlistar við Landspítalann séu afleiðing margra ára uppsöfnunar vegna langvarandi manneklu og verkfalla. Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum hafi einnig verið fyrirsjáanlegur um lengri tíma, enda stéttin að eldast og margir að fara á eftirlaun á næstu árum. Þrátt fyrir allt hafi bið eftir grindarbotnsaðgerðum styst um tólf mánuði síðasta árið og framundan séu bjartari tímar. „Við byrjuðum að bregðast við þessu haustið 2014 með því að gefa í varðandi sérmenntun skurðhjúkrunarfræðinga. Svo erum við að skoða að auglýsa erlendis eftir starfskröftum og kvensjúkdómalæknar hafa farið í samstarf við sjúkrahúsið á Akranesi og eru að fara að gera aðgerðir þar einn dag í viku, til að byrja með.“ Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Samtals þarf áttatíu skurðhjúkrunarfræðinga til að manna skurðdeildir Landspítalans en það vantar þrettán til starfa eða fimmtán prósent stöðugilda. Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir mismunandi eftir deildum hversu mikið manneklan bitnar á starfseminni. „Á flestum einingum hefur tekist að halda viðunandi starfsemi með því að þeir sem fyrir eru, vinna meira. En á kvennadeild hefur þurft að loka einni skurðstofu af þremur, mest allt þetta ár. En það stendur til bóta og við vonumst til að opna þriðju stofuna að hluta í desember og að fullu eftir áramót,“ segir Alma. Á kvennadeildina vantar fimm skurðhjúkrunarfræðinga eða um það bil þriðjung stöðugilda. Manneklan ásamt bið eftir skoðun hjá læknum deildarinnar hefur valdið því að þrjú hundruð konur bíða eftir að komast í grindarbotnsaðgerð og biðin er allt að þrjú ár.Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalansvísir/skjáskotAlma bendir á að biðlistar við Landspítalann séu afleiðing margra ára uppsöfnunar vegna langvarandi manneklu og verkfalla. Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum hafi einnig verið fyrirsjáanlegur um lengri tíma, enda stéttin að eldast og margir að fara á eftirlaun á næstu árum. Þrátt fyrir allt hafi bið eftir grindarbotnsaðgerðum styst um tólf mánuði síðasta árið og framundan séu bjartari tímar. „Við byrjuðum að bregðast við þessu haustið 2014 með því að gefa í varðandi sérmenntun skurðhjúkrunarfræðinga. Svo erum við að skoða að auglýsa erlendis eftir starfskröftum og kvensjúkdómalæknar hafa farið í samstarf við sjúkrahúsið á Akranesi og eru að fara að gera aðgerðir þar einn dag í viku, til að byrja með.“
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira