Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2016 10:27 Myndin vinstra megin er frá því í gær en sú hægra megin frá því í morgun. Myndir/Svavar Pétur Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar bíll hans valt á ómalbikuðum vegarkafla í botni Berufjarðar á tíunda tímanum í morgun. Slysið varð nærri afleggjaranum upp á Öxi. Bóndi í Berufirði sem kom að bílveltunni segir ljóst að ferðin hefði getað orðið sú síðasta hjá Japananum. Bíllinn er hins vegar í köku. Um er að ræða átta kílómetra vegakafla á Þjóðvegi 1 sem er ómalbikaður. Deilur landeigenda um hvar vegurinn eigi að vera hafa leitt til þess seinagangs að átján árum eftir malbikun Þjóðvegar 1 í heild eru þessir átta kílómetrar ómalbikaður.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki hafi staðið á Vegagerðinni í þessu máli. Svavar Pétur Eysteinsson bóndi, betur þekktur sem Prins Póló.Vísir/GVA Ein rigning og allt fer í mauk Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi í Berufirði, tók mynd af veginum í gær sem sjá má hér til hliðar og varpaði þeirri spurningu til Vegagerðarinnar á samfélagsmiðlum hvað væri eiginlega að frétta. Í dag keyrði hann svo fram á slysið á sömu slóðum. „Vegurinn er náttúrulega alltaf mjög lélegur enda umferðin mjög mikil. Þetta er Þjóðvegur 1 og gríðarleg aukning í umferð vegna ferðamanna,“ segir Svavar Pétur. Verið var að hefla veginn í morgun en Svavar Pétur segir veginn þurfa stanslaust viðhald. „Ef það er látið undir höfuð leggjast og það kemur ein rigning þá fer allt í mauk.“Nýr vegur í árslok 2018 Loksins hefur verið tekin ákvörðun um að leggja nýjan veg yfir fjörðinn og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Er gert fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2018. Svavar Pétur segir framkvæmdir ekki geta beðið. „Það þarf að gera þetta strax. Það væri annað ef þetta væri fjallvegur einhvers staðar úti í rassgati. En þetta er Þjóðvegur 1.“Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, skoðaði vegakaflann í fyrra og má sjá fréttina að neðan. Síðan er nýr vegur kominn á samgönguáætlun. Banaslys hafa orðið á vegakaflanum í Berufirði, fleiri en eitt, og bregður mörgum ökumanninum, sérstaklega erlendum ferðamönnum, þegar hann ferskyndilega af bundnu slitlagi á mölina. Friðrik Árnason, framkvæmdastjóri á Hótel Bláfells í Breiðdalsvík, segir erlendu ferðamennina stórhneykslaða. „Og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lést líklega af áverkum eftir bílveltu Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. 4. júlí 2007 04:45 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar bíll hans valt á ómalbikuðum vegarkafla í botni Berufjarðar á tíunda tímanum í morgun. Slysið varð nærri afleggjaranum upp á Öxi. Bóndi í Berufirði sem kom að bílveltunni segir ljóst að ferðin hefði getað orðið sú síðasta hjá Japananum. Bíllinn er hins vegar í köku. Um er að ræða átta kílómetra vegakafla á Þjóðvegi 1 sem er ómalbikaður. Deilur landeigenda um hvar vegurinn eigi að vera hafa leitt til þess seinagangs að átján árum eftir malbikun Þjóðvegar 1 í heild eru þessir átta kílómetrar ómalbikaður.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki hafi staðið á Vegagerðinni í þessu máli. Svavar Pétur Eysteinsson bóndi, betur þekktur sem Prins Póló.Vísir/GVA Ein rigning og allt fer í mauk Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi í Berufirði, tók mynd af veginum í gær sem sjá má hér til hliðar og varpaði þeirri spurningu til Vegagerðarinnar á samfélagsmiðlum hvað væri eiginlega að frétta. Í dag keyrði hann svo fram á slysið á sömu slóðum. „Vegurinn er náttúrulega alltaf mjög lélegur enda umferðin mjög mikil. Þetta er Þjóðvegur 1 og gríðarleg aukning í umferð vegna ferðamanna,“ segir Svavar Pétur. Verið var að hefla veginn í morgun en Svavar Pétur segir veginn þurfa stanslaust viðhald. „Ef það er látið undir höfuð leggjast og það kemur ein rigning þá fer allt í mauk.“Nýr vegur í árslok 2018 Loksins hefur verið tekin ákvörðun um að leggja nýjan veg yfir fjörðinn og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Er gert fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2018. Svavar Pétur segir framkvæmdir ekki geta beðið. „Það þarf að gera þetta strax. Það væri annað ef þetta væri fjallvegur einhvers staðar úti í rassgati. En þetta er Þjóðvegur 1.“Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, skoðaði vegakaflann í fyrra og má sjá fréttina að neðan. Síðan er nýr vegur kominn á samgönguáætlun. Banaslys hafa orðið á vegakaflanum í Berufirði, fleiri en eitt, og bregður mörgum ökumanninum, sérstaklega erlendum ferðamönnum, þegar hann ferskyndilega af bundnu slitlagi á mölina. Friðrik Árnason, framkvæmdastjóri á Hótel Bláfells í Breiðdalsvík, segir erlendu ferðamennina stórhneykslaða. „Og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lést líklega af áverkum eftir bílveltu Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. 4. júlí 2007 04:45 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lést líklega af áverkum eftir bílveltu Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. 4. júlí 2007 04:45
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42