Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 14:44 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/stefán Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. Samningarnir voru samþykktir með 19 atkvæðum gegn 7 en fjöldi þingmanna sat hjá eða var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. „Það gerðist hér í gær að búvörusamningurinn sem varðar tugi og hundruð milljarða króna var samþykktur með 19 atkvæðum. Innan við þriðjungur þingmanna batt ráðstöfun gríðarhárra fjármuna með 19 atkvæðum. Þetta hlýtur að kalla á það, virðulegi forseti, að þingsköp verði endurskoðuð og tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa öðrum eins fjármunum með minni hluta þeirra sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga. Ég get ekki orða bundist, virðulegi forseti, að vekja athygli á þessu. Mér finnst hafa orðið lýðræðisbrestur með þessari afgreiðslu,“ sagði Ólína. Birgitta Jónsdóttir kom næst í pontu og tók undir orð Ólínu en Birgitta var fjarverandi í atkvæðagreiðslunni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar tók einnig undir orð Ólínu en þingflokkur Bjartrar framtíðar greiddi allur atkvæði gegn samningunum. „Það er eitthvað að þegar maður horfir hér á atkvæðatöfluna í atkvæðagreiðslu um jafn gríðarlega stórt mál og búvörusamningana í gær og það eru 26 sem greiða ekki atkvæði en 19 sem bera þetta mál áfram í gegnum þingið. Ég held að við hljótum með einhverjum hætti að þurfa að endurskoða starfshætti í þinginu þegar meirihluti þingsins tekur ekki ábyrgð á jafn gríðarstórri ákvörðun sem að mínu mati og okkar í Bjartri framtíð er ekkert annað en samningur um gamla Ísland, um óbreytt ástand,“ sagði Róbert. Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. Samningarnir voru samþykktir með 19 atkvæðum gegn 7 en fjöldi þingmanna sat hjá eða var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. „Það gerðist hér í gær að búvörusamningurinn sem varðar tugi og hundruð milljarða króna var samþykktur með 19 atkvæðum. Innan við þriðjungur þingmanna batt ráðstöfun gríðarhárra fjármuna með 19 atkvæðum. Þetta hlýtur að kalla á það, virðulegi forseti, að þingsköp verði endurskoðuð og tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa öðrum eins fjármunum með minni hluta þeirra sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga. Ég get ekki orða bundist, virðulegi forseti, að vekja athygli á þessu. Mér finnst hafa orðið lýðræðisbrestur með þessari afgreiðslu,“ sagði Ólína. Birgitta Jónsdóttir kom næst í pontu og tók undir orð Ólínu en Birgitta var fjarverandi í atkvæðagreiðslunni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar tók einnig undir orð Ólínu en þingflokkur Bjartrar framtíðar greiddi allur atkvæði gegn samningunum. „Það er eitthvað að þegar maður horfir hér á atkvæðatöfluna í atkvæðagreiðslu um jafn gríðarlega stórt mál og búvörusamningana í gær og það eru 26 sem greiða ekki atkvæði en 19 sem bera þetta mál áfram í gegnum þingið. Ég held að við hljótum með einhverjum hætti að þurfa að endurskoða starfshætti í þinginu þegar meirihluti þingsins tekur ekki ábyrgð á jafn gríðarstórri ákvörðun sem að mínu mati og okkar í Bjartri framtíð er ekkert annað en samningur um gamla Ísland, um óbreytt ástand,“ sagði Róbert.
Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24
Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38