Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 13:38 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata segir að endurskoða þurfi verklag Pírata varðandi atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hún kveðst hafa þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar á atkvæðagreiðslu stóð í gær þegar búvörusamningur var samþykktur. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Í færslunni svarar Birgitta spurningum sem henni hafa borist vegna samþykktar samningsins. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að samningurinn var samþykktur með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Birgitta segir samningana vera vonda. „En þó eru þar ákvæði sem gera vont betra, eins og til dæmis þriggja ára útgönguleiðin og ákvæði um dýraníð og afleiðingar af þeim,“ segir Birgitta í Facebook færslu sinni. Þá segir Birgitta að þingflokkur Pírata treysti á fulltruá sinn í viðkomandi nefnd. „Við höfum það verklag eins og aðrir flokkar, að við treystum á dómgreind þess aðila sem á sæti í nefndum, í þessu tilfelli var það Helgi Hrafn sem var með þann bolta, hann lagði til að við myndum sitja hjá.“Sjálfstæðismenn hefðu ekki fellt samninginnBirgitta veltir því upp hvort endurskoða þurfi verklag flokksins varðandi atkvæðagreiðslur. „Mér finnst, í ljósi þeirrar réttmætu gagnrýni sem við höfum fengið á okkur varðandi hjásetuna, að við þurfum að endurskoða verklag varðandi atkvæðagreiðslur en vert að geta þess að við höfðum ekki fengið neinar skírar óskir frá grasrót okkar á milli annarar og þriðju umræðu um það hvernig við myndum haga atkvæðum okkar“ Hún telur ljóst að samningurinn hafi náð í gegn vegna vilja ríkisstjórnarinnar. „Þó svo að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá, þá hefðu þeir aldrei fellt hann. Hef verið of lengi á þingi til að vita að svoleiðis fær aldrei að gerast í stórum málum.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að nýta þá útgönguleið sem er í samningnum eftir þrjú ár. Það er þó í höndum bænda að virkja það ákvæði. Birgitta segir að Píratar muni leggja áherslu á að vinna ítarlega stefnu til að auka líkur á að bændur muni fella samninginn eftir þrjú ár.Færslu Birgittu í heild má lesa hér fyrir neðan. Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata segir að endurskoða þurfi verklag Pírata varðandi atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hún kveðst hafa þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar á atkvæðagreiðslu stóð í gær þegar búvörusamningur var samþykktur. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Í færslunni svarar Birgitta spurningum sem henni hafa borist vegna samþykktar samningsins. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að samningurinn var samþykktur með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Birgitta segir samningana vera vonda. „En þó eru þar ákvæði sem gera vont betra, eins og til dæmis þriggja ára útgönguleiðin og ákvæði um dýraníð og afleiðingar af þeim,“ segir Birgitta í Facebook færslu sinni. Þá segir Birgitta að þingflokkur Pírata treysti á fulltruá sinn í viðkomandi nefnd. „Við höfum það verklag eins og aðrir flokkar, að við treystum á dómgreind þess aðila sem á sæti í nefndum, í þessu tilfelli var það Helgi Hrafn sem var með þann bolta, hann lagði til að við myndum sitja hjá.“Sjálfstæðismenn hefðu ekki fellt samninginnBirgitta veltir því upp hvort endurskoða þurfi verklag flokksins varðandi atkvæðagreiðslur. „Mér finnst, í ljósi þeirrar réttmætu gagnrýni sem við höfum fengið á okkur varðandi hjásetuna, að við þurfum að endurskoða verklag varðandi atkvæðagreiðslur en vert að geta þess að við höfðum ekki fengið neinar skírar óskir frá grasrót okkar á milli annarar og þriðju umræðu um það hvernig við myndum haga atkvæðum okkar“ Hún telur ljóst að samningurinn hafi náð í gegn vegna vilja ríkisstjórnarinnar. „Þó svo að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá, þá hefðu þeir aldrei fellt hann. Hef verið of lengi á þingi til að vita að svoleiðis fær aldrei að gerast í stórum málum.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að nýta þá útgönguleið sem er í samningnum eftir þrjú ár. Það er þó í höndum bænda að virkja það ákvæði. Birgitta segir að Píratar muni leggja áherslu á að vinna ítarlega stefnu til að auka líkur á að bændur muni fella samninginn eftir þrjú ár.Færslu Birgittu í heild má lesa hér fyrir neðan.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24