Innlent

Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata segir að endurskoða þurfi verklag Pírata varðandi atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hún kveðst hafa þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar á atkvæðagreiðslu stóð í gær þegar búvörusamningur var samþykktur. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. 

Í færslunni svarar Birgitta spurningum sem henni hafa borist vegna samþykktar samningsins. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að samningurinn var samþykktur með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi.

Birgitta segir samningana vera vonda. „En þó eru þar ákvæði sem gera vont betra, eins og til dæmis þriggja ára útgönguleiðin og ákvæði um dýraníð og afleiðingar af þeim,“ segir Birgitta í Facebook færslu sinni.

Þá segir Birgitta að þingflokkur Pírata treysti á fulltruá sinn í viðkomandi nefnd. „Við höfum það verklag eins og aðrir flokkar, að við treystum á dómgreind þess aðila sem á sæti í nefndum, í þessu tilfelli var það Helgi Hrafn sem var með þann bolta, hann lagði til að við myndum sitja hjá.“

Sjálfstæðismenn hefðu ekki fellt samninginn

Birgitta veltir því upp hvort endurskoða þurfi verklag flokksins varðandi atkvæðagreiðslur. „Mér finnst, í ljósi þeirrar réttmætu gagnrýni sem við höfum fengið á okkur varðandi hjásetuna, að við þurfum að endurskoða verklag varðandi atkvæðagreiðslur en vert að geta þess að við höfðum ekki fengið neinar skírar óskir frá grasrót okkar á milli annarar og þriðju umræðu um það hvernig við myndum haga atkvæðum okkar“

Hún telur ljóst að samningurinn hafi náð í gegn vegna vilja ríkisstjórnarinnar. „Þó svo að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá, þá hefðu þeir aldrei fellt hann. Hef verið of lengi á þingi til að vita að svoleiðis fær aldrei að gerast í stórum málum.“

Þá segir Birgitta mikilvægt að nýta þá útgönguleið sem er í samningnum eftir þrjú ár. Það er þó í höndum bænda að virkja það ákvæði. Birgitta segir að Píratar muni leggja áherslu á að vinna ítarlega stefnu til að auka líkur á að bændur muni fella samninginn eftir þrjú ár.

Færslu Birgittu í heild má lesa hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Hjáseta ekki sama og samþykki

Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×