Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2016 20:08 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu skýrsluna. Fréttablaðið/Ernir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, var hrædd um að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, sæi skýrslu meirihluta nefndarinnar um einkavæðingu bankanna hina síðari, áður en hún var gefin út. Þetta kemur fram í tölvupósti Vigdísar, sem ætlaður var Páli Jóhanni Pálssyni, fulltrúa Framsóknar í fjárlaganefnd, sem var fyrir mistök sendur á blaðamann Stundarinnar, Jóhann Pál Jóhannsson. Í póstinum segir Vigdís meðal annars:„[É]g var skíthrædd við að SJS myndi fá hana – en þingið hélt trúnaði,“ Vigdís kom af fjöllum þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en sagði að ekkert sem þarna kæmi fram mætti ekki birtast opinberlega. Aðspurð hvers vegna henni hafi verið svo mikið í mun að Steingrímur kæmist ekki í skýrsluna, segir hún fullkomlega eðlilegt að vilja halda trúnaði um svo stór mál.„Ég vildi bara að það yrði trúnaður um á skýrslunni alveg þar til blaðamannafundurinn yrði haldinn. Það er bara hið eðlilegasta mál. Líka í ljósi þess að við vorum búin að láta stjórnarandstöðuna fá einstök rétt áður en skýrslan var kynnt. Ég vildi tryggja að það væri enginn að meðhöndla skýrsluna á meðan hún væri í vinnslu. Hún var í íslenskuyfirlestri uppi á nefndarsviði og var hér og þar, þannig að ég var hrædd um að aðrir kæmust í hana og vildi tryggja að stjórnarandstaðan kæmist ekki í skýrsluna,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún Steingrím ekki hafa átt að fá andmælarétt í þessu máli, en hann er borinn nokkuð þungum sökum í skýrslunni, þar sem hann er meðal annars sagður hafa gengið langt í að friða kröfuhafa gömlu bankanna, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum ekki að bera Steingrím þungum sökum í þessari skýrslu. Við erum að leiða það fram sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili og það er allt saman rökstutt með opinberum gögnum. Af hverju hefði hann átt að hafa andmælarétt? Hefðum við þá ekki þurft að tala við seðlabankastjóra, ríkisendurskoðanda og fleiri?“ segir Vigdís. Þá segir hún jafnframt að nefndin hafi óskað eftir því að óháðir aðilar verði fengnir til þess að fara yfir skýrsluna. Þá séu hugmyndir uppi um að leiða fyrir nefndina þá aðila sem fjallað var um í skýrslunni. Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, var hrædd um að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, sæi skýrslu meirihluta nefndarinnar um einkavæðingu bankanna hina síðari, áður en hún var gefin út. Þetta kemur fram í tölvupósti Vigdísar, sem ætlaður var Páli Jóhanni Pálssyni, fulltrúa Framsóknar í fjárlaganefnd, sem var fyrir mistök sendur á blaðamann Stundarinnar, Jóhann Pál Jóhannsson. Í póstinum segir Vigdís meðal annars:„[É]g var skíthrædd við að SJS myndi fá hana – en þingið hélt trúnaði,“ Vigdís kom af fjöllum þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en sagði að ekkert sem þarna kæmi fram mætti ekki birtast opinberlega. Aðspurð hvers vegna henni hafi verið svo mikið í mun að Steingrímur kæmist ekki í skýrsluna, segir hún fullkomlega eðlilegt að vilja halda trúnaði um svo stór mál.„Ég vildi bara að það yrði trúnaður um á skýrslunni alveg þar til blaðamannafundurinn yrði haldinn. Það er bara hið eðlilegasta mál. Líka í ljósi þess að við vorum búin að láta stjórnarandstöðuna fá einstök rétt áður en skýrslan var kynnt. Ég vildi tryggja að það væri enginn að meðhöndla skýrsluna á meðan hún væri í vinnslu. Hún var í íslenskuyfirlestri uppi á nefndarsviði og var hér og þar, þannig að ég var hrædd um að aðrir kæmust í hana og vildi tryggja að stjórnarandstaðan kæmist ekki í skýrsluna,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún Steingrím ekki hafa átt að fá andmælarétt í þessu máli, en hann er borinn nokkuð þungum sökum í skýrslunni, þar sem hann er meðal annars sagður hafa gengið langt í að friða kröfuhafa gömlu bankanna, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum ekki að bera Steingrím þungum sökum í þessari skýrslu. Við erum að leiða það fram sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili og það er allt saman rökstutt með opinberum gögnum. Af hverju hefði hann átt að hafa andmælarétt? Hefðum við þá ekki þurft að tala við seðlabankastjóra, ríkisendurskoðanda og fleiri?“ segir Vigdís. Þá segir hún jafnframt að nefndin hafi óskað eftir því að óháðir aðilar verði fengnir til þess að fara yfir skýrsluna. Þá séu hugmyndir uppi um að leiða fyrir nefndina þá aðila sem fjallað var um í skýrslunni.
Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40