Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2016 20:08 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu skýrsluna. Fréttablaðið/Ernir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, var hrædd um að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, sæi skýrslu meirihluta nefndarinnar um einkavæðingu bankanna hina síðari, áður en hún var gefin út. Þetta kemur fram í tölvupósti Vigdísar, sem ætlaður var Páli Jóhanni Pálssyni, fulltrúa Framsóknar í fjárlaganefnd, sem var fyrir mistök sendur á blaðamann Stundarinnar, Jóhann Pál Jóhannsson. Í póstinum segir Vigdís meðal annars:„[É]g var skíthrædd við að SJS myndi fá hana – en þingið hélt trúnaði,“ Vigdís kom af fjöllum þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en sagði að ekkert sem þarna kæmi fram mætti ekki birtast opinberlega. Aðspurð hvers vegna henni hafi verið svo mikið í mun að Steingrímur kæmist ekki í skýrsluna, segir hún fullkomlega eðlilegt að vilja halda trúnaði um svo stór mál.„Ég vildi bara að það yrði trúnaður um á skýrslunni alveg þar til blaðamannafundurinn yrði haldinn. Það er bara hið eðlilegasta mál. Líka í ljósi þess að við vorum búin að láta stjórnarandstöðuna fá einstök rétt áður en skýrslan var kynnt. Ég vildi tryggja að það væri enginn að meðhöndla skýrsluna á meðan hún væri í vinnslu. Hún var í íslenskuyfirlestri uppi á nefndarsviði og var hér og þar, þannig að ég var hrædd um að aðrir kæmust í hana og vildi tryggja að stjórnarandstaðan kæmist ekki í skýrsluna,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún Steingrím ekki hafa átt að fá andmælarétt í þessu máli, en hann er borinn nokkuð þungum sökum í skýrslunni, þar sem hann er meðal annars sagður hafa gengið langt í að friða kröfuhafa gömlu bankanna, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum ekki að bera Steingrím þungum sökum í þessari skýrslu. Við erum að leiða það fram sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili og það er allt saman rökstutt með opinberum gögnum. Af hverju hefði hann átt að hafa andmælarétt? Hefðum við þá ekki þurft að tala við seðlabankastjóra, ríkisendurskoðanda og fleiri?“ segir Vigdís. Þá segir hún jafnframt að nefndin hafi óskað eftir því að óháðir aðilar verði fengnir til þess að fara yfir skýrsluna. Þá séu hugmyndir uppi um að leiða fyrir nefndina þá aðila sem fjallað var um í skýrslunni. Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, var hrædd um að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, sæi skýrslu meirihluta nefndarinnar um einkavæðingu bankanna hina síðari, áður en hún var gefin út. Þetta kemur fram í tölvupósti Vigdísar, sem ætlaður var Páli Jóhanni Pálssyni, fulltrúa Framsóknar í fjárlaganefnd, sem var fyrir mistök sendur á blaðamann Stundarinnar, Jóhann Pál Jóhannsson. Í póstinum segir Vigdís meðal annars:„[É]g var skíthrædd við að SJS myndi fá hana – en þingið hélt trúnaði,“ Vigdís kom af fjöllum þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en sagði að ekkert sem þarna kæmi fram mætti ekki birtast opinberlega. Aðspurð hvers vegna henni hafi verið svo mikið í mun að Steingrímur kæmist ekki í skýrsluna, segir hún fullkomlega eðlilegt að vilja halda trúnaði um svo stór mál.„Ég vildi bara að það yrði trúnaður um á skýrslunni alveg þar til blaðamannafundurinn yrði haldinn. Það er bara hið eðlilegasta mál. Líka í ljósi þess að við vorum búin að láta stjórnarandstöðuna fá einstök rétt áður en skýrslan var kynnt. Ég vildi tryggja að það væri enginn að meðhöndla skýrsluna á meðan hún væri í vinnslu. Hún var í íslenskuyfirlestri uppi á nefndarsviði og var hér og þar, þannig að ég var hrædd um að aðrir kæmust í hana og vildi tryggja að stjórnarandstaðan kæmist ekki í skýrsluna,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún Steingrím ekki hafa átt að fá andmælarétt í þessu máli, en hann er borinn nokkuð þungum sökum í skýrslunni, þar sem hann er meðal annars sagður hafa gengið langt í að friða kröfuhafa gömlu bankanna, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum ekki að bera Steingrím þungum sökum í þessari skýrslu. Við erum að leiða það fram sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili og það er allt saman rökstutt með opinberum gögnum. Af hverju hefði hann átt að hafa andmælarétt? Hefðum við þá ekki þurft að tala við seðlabankastjóra, ríkisendurskoðanda og fleiri?“ segir Vigdís. Þá segir hún jafnframt að nefndin hafi óskað eftir því að óháðir aðilar verði fengnir til þess að fara yfir skýrsluna. Þá séu hugmyndir uppi um að leiða fyrir nefndina þá aðila sem fjallað var um í skýrslunni.
Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent