Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 09:13 "Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var til umfjöllunar í nýjasta þætti breska háðfuglsins John Oliver, sem reglulega tekur fyrir málefni líðandi stundar á sprenghlægilegan hátt. Sigmundur hefur sem kunnugt er verið í kastljósi fjölmiðla ekki aðeins hér á landi heldur um heim allan í kjölfar þess að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem lýsti yfir rúmlega 500 milljóna kröfu í föllnu bankana. Fór svo að Sigmundur sagði af sér sem forsætisráðherra í síðustu viku. Oliver gerir sér sérstaklega mat úr viðtali sænska fréttamannsins Sven Bergman við Sigmund, sem öðlast hefur heimsfrægð frá því að umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu hófst. Í raun þarf Oliver að gera lítið annað að en að sýna áhorfendum sínum viðtalið til þess að uppskera hlátur. „Holy shit,“ stynur Oliver upp úr sér þegar viðtalið, sem þykir heldur vandræðalegt fyrir Sigmund, hefur verið sýnt. „Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt, eða eins og þeir segja á Íslandi ... bílslys sýnt hægt. En ekki hvað, það eru bílar á Íslandi.“ Oliver sýnir svo frá fjölmennum mótmælum á Austurvelli í vikunni, þar sem matvælum á borð við eggjum og bönunum var grýtt í Alþingishúsið. „Vá, egg og bananar,“ spaugast Oliver. „Þau eru annað hvort brjáluð út í forsætisráðherrann eða vilja koma honum á Paleo-kúrinn.“ Oliver þykir sömuleiðis ekkert lítið fyndið að sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi tekið við af forsætisráðherranum. „Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta. Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var til umfjöllunar í nýjasta þætti breska háðfuglsins John Oliver, sem reglulega tekur fyrir málefni líðandi stundar á sprenghlægilegan hátt. Sigmundur hefur sem kunnugt er verið í kastljósi fjölmiðla ekki aðeins hér á landi heldur um heim allan í kjölfar þess að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem lýsti yfir rúmlega 500 milljóna kröfu í föllnu bankana. Fór svo að Sigmundur sagði af sér sem forsætisráðherra í síðustu viku. Oliver gerir sér sérstaklega mat úr viðtali sænska fréttamannsins Sven Bergman við Sigmund, sem öðlast hefur heimsfrægð frá því að umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu hófst. Í raun þarf Oliver að gera lítið annað að en að sýna áhorfendum sínum viðtalið til þess að uppskera hlátur. „Holy shit,“ stynur Oliver upp úr sér þegar viðtalið, sem þykir heldur vandræðalegt fyrir Sigmund, hefur verið sýnt. „Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt, eða eins og þeir segja á Íslandi ... bílslys sýnt hægt. En ekki hvað, það eru bílar á Íslandi.“ Oliver sýnir svo frá fjölmennum mótmælum á Austurvelli í vikunni, þar sem matvælum á borð við eggjum og bönunum var grýtt í Alþingishúsið. „Vá, egg og bananar,“ spaugast Oliver. „Þau eru annað hvort brjáluð út í forsætisráðherrann eða vilja koma honum á Paleo-kúrinn.“ Oliver þykir sömuleiðis ekkert lítið fyndið að sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi tekið við af forsætisráðherranum. „Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47
Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00
Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50