Vill að dóttir sín skipti um skóla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 19:45 Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu. Fréttablaðið greindi frá því í dag að ellefu ára stúlku, Mariu Joao Arantes dos Santos, hefði verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. Maria fer alla jafna með nesti í skólann en þar sem pizzuveisla er aðeins einu sinni á ári, á öskudegi, ætlaði hún að fá að kaupa sér sneið fyrir 500 krónur. „Ég fór til skólastjórans og ég spurði hana. Ég spurði hvort það væri frír matur af því að það er öskudagur og það er pizza og hún sagði nei. Ég spurð þá hvort ég mætti kaupa miða og borða en hún sagði nei, þú mátt það ekki, bara þeir sem eru skráðir í mat. Mér leið mjög illa því mér fannst að hún væri smá leiðinleg. Ég var borðaði ekki hádegismat,“segir Maria. Maria segist vona að svona lagað komi ekki fyrir aðra krakka en móðir hennar, Joana Manuela Arantes, vill að hún skipti um skóla vegna málsins. „Ég er svo hissa því ég hélt kannski að kennarinn þekkti ekki reglurnar og vissi ekki hverju hann ætti að svara En skólastjórinn sagði nei við ellefu ára barn! Hvað er það?,“ segir Joana móðir Mariu. „Ef ég þarf að skipta um skóla þá ætla ég að skipta um skóla, því mig langar að mér líði vel. Mig langar ekki að skólastjórinn verði svona,“ bætir Maria við. Fjölmargir hafa gangrýnt málið í dag, meðal annars Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar. Skólamáltíð kostar 355 krónur en misjafnt virðist vera á milli skóla hvort sveigjanleiki sé í kerfinu til að borga stakar máltíðir. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar, segir skólayfirvöld í Fellaskóla hafa brugðist rétt við í málinu. Maturinn sé útbúinn útfrá fjölda þeirra barna sem eru í mataráskrift, sem eru um 90 prósent. Yfirlýst markmið borgarinnar er þó að engin börn séu svöng í skólanum. „Það koma reglulega upp svona tilvik þessa daga þegar það er ákveðin dagur eða sérstakur matur. En við erum með ákveðið bókhaldskerfi í borginni sem þarf að fylgja. Þetta flækir málið, þegar það er búið að gera ráð fyrir tilteknum fjölda í mat og kannski hundrað í viðbót vilja. Það er ekki viðbúnaður fyrir því með fyrirvara á greiðslur. Þá flækist málið. Þetta er ekki alveg svona einfalt, að geta brugðist við óskum allra hvenær sem þá langar,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu. Fréttablaðið greindi frá því í dag að ellefu ára stúlku, Mariu Joao Arantes dos Santos, hefði verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. Maria fer alla jafna með nesti í skólann en þar sem pizzuveisla er aðeins einu sinni á ári, á öskudegi, ætlaði hún að fá að kaupa sér sneið fyrir 500 krónur. „Ég fór til skólastjórans og ég spurði hana. Ég spurði hvort það væri frír matur af því að það er öskudagur og það er pizza og hún sagði nei. Ég spurð þá hvort ég mætti kaupa miða og borða en hún sagði nei, þú mátt það ekki, bara þeir sem eru skráðir í mat. Mér leið mjög illa því mér fannst að hún væri smá leiðinleg. Ég var borðaði ekki hádegismat,“segir Maria. Maria segist vona að svona lagað komi ekki fyrir aðra krakka en móðir hennar, Joana Manuela Arantes, vill að hún skipti um skóla vegna málsins. „Ég er svo hissa því ég hélt kannski að kennarinn þekkti ekki reglurnar og vissi ekki hverju hann ætti að svara En skólastjórinn sagði nei við ellefu ára barn! Hvað er það?,“ segir Joana móðir Mariu. „Ef ég þarf að skipta um skóla þá ætla ég að skipta um skóla, því mig langar að mér líði vel. Mig langar ekki að skólastjórinn verði svona,“ bætir Maria við. Fjölmargir hafa gangrýnt málið í dag, meðal annars Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar. Skólamáltíð kostar 355 krónur en misjafnt virðist vera á milli skóla hvort sveigjanleiki sé í kerfinu til að borga stakar máltíðir. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar, segir skólayfirvöld í Fellaskóla hafa brugðist rétt við í málinu. Maturinn sé útbúinn útfrá fjölda þeirra barna sem eru í mataráskrift, sem eru um 90 prósent. Yfirlýst markmið borgarinnar er þó að engin börn séu svöng í skólanum. „Það koma reglulega upp svona tilvik þessa daga þegar það er ákveðin dagur eða sérstakur matur. En við erum með ákveðið bókhaldskerfi í borginni sem þarf að fylgja. Þetta flækir málið, þegar það er búið að gera ráð fyrir tilteknum fjölda í mat og kannski hundrað í viðbót vilja. Það er ekki viðbúnaður fyrir því með fyrirvara á greiðslur. Þá flækist málið. Þetta er ekki alveg svona einfalt, að geta brugðist við óskum allra hvenær sem þá langar,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01
Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15