Vill að dóttir sín skipti um skóla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 19:45 Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu. Fréttablaðið greindi frá því í dag að ellefu ára stúlku, Mariu Joao Arantes dos Santos, hefði verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. Maria fer alla jafna með nesti í skólann en þar sem pizzuveisla er aðeins einu sinni á ári, á öskudegi, ætlaði hún að fá að kaupa sér sneið fyrir 500 krónur. „Ég fór til skólastjórans og ég spurði hana. Ég spurði hvort það væri frír matur af því að það er öskudagur og það er pizza og hún sagði nei. Ég spurð þá hvort ég mætti kaupa miða og borða en hún sagði nei, þú mátt það ekki, bara þeir sem eru skráðir í mat. Mér leið mjög illa því mér fannst að hún væri smá leiðinleg. Ég var borðaði ekki hádegismat,“segir Maria. Maria segist vona að svona lagað komi ekki fyrir aðra krakka en móðir hennar, Joana Manuela Arantes, vill að hún skipti um skóla vegna málsins. „Ég er svo hissa því ég hélt kannski að kennarinn þekkti ekki reglurnar og vissi ekki hverju hann ætti að svara En skólastjórinn sagði nei við ellefu ára barn! Hvað er það?,“ segir Joana móðir Mariu. „Ef ég þarf að skipta um skóla þá ætla ég að skipta um skóla, því mig langar að mér líði vel. Mig langar ekki að skólastjórinn verði svona,“ bætir Maria við. Fjölmargir hafa gangrýnt málið í dag, meðal annars Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar. Skólamáltíð kostar 355 krónur en misjafnt virðist vera á milli skóla hvort sveigjanleiki sé í kerfinu til að borga stakar máltíðir. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar, segir skólayfirvöld í Fellaskóla hafa brugðist rétt við í málinu. Maturinn sé útbúinn útfrá fjölda þeirra barna sem eru í mataráskrift, sem eru um 90 prósent. Yfirlýst markmið borgarinnar er þó að engin börn séu svöng í skólanum. „Það koma reglulega upp svona tilvik þessa daga þegar það er ákveðin dagur eða sérstakur matur. En við erum með ákveðið bókhaldskerfi í borginni sem þarf að fylgja. Þetta flækir málið, þegar það er búið að gera ráð fyrir tilteknum fjölda í mat og kannski hundrað í viðbót vilja. Það er ekki viðbúnaður fyrir því með fyrirvara á greiðslur. Þá flækist málið. Þetta er ekki alveg svona einfalt, að geta brugðist við óskum allra hvenær sem þá langar,“ segir Helgi. Tengdar fréttir Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu. Fréttablaðið greindi frá því í dag að ellefu ára stúlku, Mariu Joao Arantes dos Santos, hefði verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. Maria fer alla jafna með nesti í skólann en þar sem pizzuveisla er aðeins einu sinni á ári, á öskudegi, ætlaði hún að fá að kaupa sér sneið fyrir 500 krónur. „Ég fór til skólastjórans og ég spurði hana. Ég spurði hvort það væri frír matur af því að það er öskudagur og það er pizza og hún sagði nei. Ég spurð þá hvort ég mætti kaupa miða og borða en hún sagði nei, þú mátt það ekki, bara þeir sem eru skráðir í mat. Mér leið mjög illa því mér fannst að hún væri smá leiðinleg. Ég var borðaði ekki hádegismat,“segir Maria. Maria segist vona að svona lagað komi ekki fyrir aðra krakka en móðir hennar, Joana Manuela Arantes, vill að hún skipti um skóla vegna málsins. „Ég er svo hissa því ég hélt kannski að kennarinn þekkti ekki reglurnar og vissi ekki hverju hann ætti að svara En skólastjórinn sagði nei við ellefu ára barn! Hvað er það?,“ segir Joana móðir Mariu. „Ef ég þarf að skipta um skóla þá ætla ég að skipta um skóla, því mig langar að mér líði vel. Mig langar ekki að skólastjórinn verði svona,“ bætir Maria við. Fjölmargir hafa gangrýnt málið í dag, meðal annars Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar. Skólamáltíð kostar 355 krónur en misjafnt virðist vera á milli skóla hvort sveigjanleiki sé í kerfinu til að borga stakar máltíðir. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar, segir skólayfirvöld í Fellaskóla hafa brugðist rétt við í málinu. Maturinn sé útbúinn útfrá fjölda þeirra barna sem eru í mataráskrift, sem eru um 90 prósent. Yfirlýst markmið borgarinnar er þó að engin börn séu svöng í skólanum. „Það koma reglulega upp svona tilvik þessa daga þegar það er ákveðin dagur eða sérstakur matur. En við erum með ákveðið bókhaldskerfi í borginni sem þarf að fylgja. Þetta flækir málið, þegar það er búið að gera ráð fyrir tilteknum fjölda í mat og kannski hundrað í viðbót vilja. Það er ekki viðbúnaður fyrir því með fyrirvara á greiðslur. Þá flækist málið. Þetta er ekki alveg svona einfalt, að geta brugðist við óskum allra hvenær sem þá langar,“ segir Helgi.
Tengdar fréttir Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01
Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15