Snorri í Betel sýknaður: Býður til veislu í tilefni dagsins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 16:15 Snorri Óskarsson og lögmaður hans, Einar Gautur Steingrímsson. vísir/auðunn níelsson Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir Snorra Óskarssyni, sem jafnan er kenndur við Betel. Akureyrarbær höfðaði málið á hendur Snorra og fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins, þess efnis að uppsögn Snorra frá Brekkuskóla hafi verið ólögmæt, yrði felldur úr gildi. Snorra var vikið frá störfum sem grunnskólakennari vegna ummæla um samkynhneigð í persónulegu bloggi hans. „Ég bara óska öllum kennurum til hamingju með þetta, að það skuli ekki vera opin leið fyrir sveitarfélög að takmarka tjáningarfrelsi kennarans. Og mér finnst mjög ljúft að hafa fengið að standa í fararbroddi fyrir því að fá þetta alveg hreint,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann segist fagna þessari niðurstöðu og þakkar fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Eftirskrefin eru afskaplega mikið þakklæti til þeirra sem hafa hringt í mig og hvatt mig. En ég er líka sorgmæddur yfir afstöðu KÍ að hafa sniðgengið þetta mál og ekki viljað breyta hlið sinni. Það finnst mér afar aumt hjá þeim og ég tel fyrir alla hina trúuðu, þá sem eru kristinnar trúar, að þeir hafi núna fengið stuðning til að standa í lappirnar og vera bara hreinir og beinir. Við höfum þennan rétt til að trúa og tjá okkur.“Sonur Snorra fagnaði dómnum í Hæstarétti vel og innilega eins og sjá má að neðan.Mikill dagur í dag. Pabba mínum, Snorri í Betel var dæmdur sigur í Hæstarétti nú áðan. Hann vann málið fyrir Ráðuneyti,...Posted by Stefnir Spartan Snorrason on Thursday, February 11, 2016Aðspurður segist hann ekki sjá eftir ummælum sínum. Mikilvægt sé að tjáningarfrelsi hvers og eins sé virt og ætlar að fagna þessari niðurstöðu dómsins í kvöld. „Núna ætla ég bara að njóta þess að vera með vinum og drekka kaffi. Svo verður samkoma hjá mér í kvöld og þar verður biblíulestur þannig að allir á Akureyri eru velkomnir að Skarðshlíð 20 í kvöld,“ segir Snorri. Snorri starfar nú sem forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Aðspurður hver næstu skref verði, og hvort hann hyggist snúa aftur til kennslu segir hann: „Það er seinni tíma glíma. Ég veit ekki hver staðan er og veit ekki hvað þeir ætla að gera. Þetta er spurning um þeirra viðbrögð en við skoðum alla þessa þætti.“Dóminn í heild má lesa hér. Tengdar fréttir Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22 "Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17 Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56 Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18 Akureyrarbær áfrýjar máli Snorra í Betel Bæjarfulltrúi lýsti sig vanhæfan á bæjarráðsfundi í dag. 24. apríl 2015 15:10 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir Snorra Óskarssyni, sem jafnan er kenndur við Betel. Akureyrarbær höfðaði málið á hendur Snorra og fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins, þess efnis að uppsögn Snorra frá Brekkuskóla hafi verið ólögmæt, yrði felldur úr gildi. Snorra var vikið frá störfum sem grunnskólakennari vegna ummæla um samkynhneigð í persónulegu bloggi hans. „Ég bara óska öllum kennurum til hamingju með þetta, að það skuli ekki vera opin leið fyrir sveitarfélög að takmarka tjáningarfrelsi kennarans. Og mér finnst mjög ljúft að hafa fengið að standa í fararbroddi fyrir því að fá þetta alveg hreint,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann segist fagna þessari niðurstöðu og þakkar fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Eftirskrefin eru afskaplega mikið þakklæti til þeirra sem hafa hringt í mig og hvatt mig. En ég er líka sorgmæddur yfir afstöðu KÍ að hafa sniðgengið þetta mál og ekki viljað breyta hlið sinni. Það finnst mér afar aumt hjá þeim og ég tel fyrir alla hina trúuðu, þá sem eru kristinnar trúar, að þeir hafi núna fengið stuðning til að standa í lappirnar og vera bara hreinir og beinir. Við höfum þennan rétt til að trúa og tjá okkur.“Sonur Snorra fagnaði dómnum í Hæstarétti vel og innilega eins og sjá má að neðan.Mikill dagur í dag. Pabba mínum, Snorri í Betel var dæmdur sigur í Hæstarétti nú áðan. Hann vann málið fyrir Ráðuneyti,...Posted by Stefnir Spartan Snorrason on Thursday, February 11, 2016Aðspurður segist hann ekki sjá eftir ummælum sínum. Mikilvægt sé að tjáningarfrelsi hvers og eins sé virt og ætlar að fagna þessari niðurstöðu dómsins í kvöld. „Núna ætla ég bara að njóta þess að vera með vinum og drekka kaffi. Svo verður samkoma hjá mér í kvöld og þar verður biblíulestur þannig að allir á Akureyri eru velkomnir að Skarðshlíð 20 í kvöld,“ segir Snorri. Snorri starfar nú sem forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Aðspurður hver næstu skref verði, og hvort hann hyggist snúa aftur til kennslu segir hann: „Það er seinni tíma glíma. Ég veit ekki hver staðan er og veit ekki hvað þeir ætla að gera. Þetta er spurning um þeirra viðbrögð en við skoðum alla þessa þætti.“Dóminn í heild má lesa hér.
Tengdar fréttir Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22 "Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17 Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56 Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18 Akureyrarbær áfrýjar máli Snorra í Betel Bæjarfulltrúi lýsti sig vanhæfan á bæjarráðsfundi í dag. 24. apríl 2015 15:10 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22
"Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17
Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56
Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18
Akureyrarbær áfrýjar máli Snorra í Betel Bæjarfulltrúi lýsti sig vanhæfan á bæjarráðsfundi í dag. 24. apríl 2015 15:10