Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. apríl 2015 11:18 Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. VÍSIR/AUÐUNN NÍELSSON Snorri Óskarsson sem jafnan er kenndur við söfnuðinn Betel vann mál sem Akureyri hafði höfðað gegn honum í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir helgi. Hann íhugar nú hvort hann snúi aftur til kennslu í Brekkuskóla , þaðan sem honum var sagt upp árið 2012. Uppsögn hans frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg, líkt og innanríkisráðuneytið hafði áður komist að niðurstöðu um. Óöruggur gagnvart skólastjóranum Ætlar Snorri þá að snúa aftur til starfa hjá bænum? „Það getur vel verið. Af hverju á maður að útiloka það. Þarna var gott fólk sem ég vann með og þetta er stofnun sem mér þykir vænt um,“ segir hann. „Mér þykir hins vegar ekki heillandi að þurfa að vera undir skólastjóra sem hefur ekki sýnt betri dómgreind en þetta. Það er nú það sem kannski stoppar mann helst.“ Snorri segist óviss um hvar hann stendur gagnvart stjórnendum ákveði hann að snú aftur til starfa hjá Brekkuskóla . „Stend ég höllum fæti, verður aftur ráðist á mig, eða hvað gerist? Get ég treyst því að yfirvöld verji mig?“ segir hann. Málið byggt á fordómum „Ég er sýknaður af öllum kröfum Akureyrarbæjar,“ segir Snorri um niðurstöðu dómsins. Hann segist vinna nú að málshöfðun á hendur bænum til að sækja sér skaðabætur en Snorri hefur verið launalaus frá því 1. janúar árið 2013. „Ég er bara afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu enda þykir mér hún eðlileg miðað við framgöngu þessa fólks í réttarsal,“ segir hann. Snorri segist trúa því að málið grundvallist á fordómum stjórnenda í sinn garð. „Ég held að þetta hafi verið fyrst og fremst vegna fordóma þeirra í minn garð sem þetta fór svona. Þú mátt vera sammála samkynhneigð en ef þú finnur eitthvað að henni þá er eitthvað að þér. Það er náttúrulega ómöguleg afstaða,“ segir hann. Snorri bendir á að það séu sameiginlegir hagsmunir kennara að standa vörð um tjáningarfrelsi þeirra. „Mér þykir það undarlegt að Kennarasamband Íslands hafi ekki viljað verja mig, þó að þetta sé mitt stéttarfélag,“ segir hann. Sér ekki eftir neinu Nú þegar málinu er lokið, sér Snorri eftir því að hafa tjáð skoðanir sínar um samkynhneigð? „Ég sé ekkert eftir því. Ég er enn sömu skoðunar,“ segir hann og bætir við: „Þetta er synd en það er ekki þar með sagt að við séum að ráðast á fólki.“ Snorri segir að samkynhneigð sé eins og hver önnur synd sem menn biðja fyrir í kirkju. „Þú veist hvað er sagt þegar þú kemur í kirkju, þá erum við látin biðja fyrir því að hafa syndgað margvíslega í hugsunum og orðum. Það hrekkur enginn í kút við það en það hrökkva allir í kút þegar það er sagt að samkynhneigð sé synd. Það er bara alveg eins og hórdómur og aðrir lestir.“ Tengdar fréttir Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22 "Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17 Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56 Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Snorri Óskarsson sem jafnan er kenndur við söfnuðinn Betel vann mál sem Akureyri hafði höfðað gegn honum í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir helgi. Hann íhugar nú hvort hann snúi aftur til kennslu í Brekkuskóla , þaðan sem honum var sagt upp árið 2012. Uppsögn hans frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg, líkt og innanríkisráðuneytið hafði áður komist að niðurstöðu um. Óöruggur gagnvart skólastjóranum Ætlar Snorri þá að snúa aftur til starfa hjá bænum? „Það getur vel verið. Af hverju á maður að útiloka það. Þarna var gott fólk sem ég vann með og þetta er stofnun sem mér þykir vænt um,“ segir hann. „Mér þykir hins vegar ekki heillandi að þurfa að vera undir skólastjóra sem hefur ekki sýnt betri dómgreind en þetta. Það er nú það sem kannski stoppar mann helst.“ Snorri segist óviss um hvar hann stendur gagnvart stjórnendum ákveði hann að snú aftur til starfa hjá Brekkuskóla . „Stend ég höllum fæti, verður aftur ráðist á mig, eða hvað gerist? Get ég treyst því að yfirvöld verji mig?“ segir hann. Málið byggt á fordómum „Ég er sýknaður af öllum kröfum Akureyrarbæjar,“ segir Snorri um niðurstöðu dómsins. Hann segist vinna nú að málshöfðun á hendur bænum til að sækja sér skaðabætur en Snorri hefur verið launalaus frá því 1. janúar árið 2013. „Ég er bara afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu enda þykir mér hún eðlileg miðað við framgöngu þessa fólks í réttarsal,“ segir hann. Snorri segist trúa því að málið grundvallist á fordómum stjórnenda í sinn garð. „Ég held að þetta hafi verið fyrst og fremst vegna fordóma þeirra í minn garð sem þetta fór svona. Þú mátt vera sammála samkynhneigð en ef þú finnur eitthvað að henni þá er eitthvað að þér. Það er náttúrulega ómöguleg afstaða,“ segir hann. Snorri bendir á að það séu sameiginlegir hagsmunir kennara að standa vörð um tjáningarfrelsi þeirra. „Mér þykir það undarlegt að Kennarasamband Íslands hafi ekki viljað verja mig, þó að þetta sé mitt stéttarfélag,“ segir hann. Sér ekki eftir neinu Nú þegar málinu er lokið, sér Snorri eftir því að hafa tjáð skoðanir sínar um samkynhneigð? „Ég sé ekkert eftir því. Ég er enn sömu skoðunar,“ segir hann og bætir við: „Þetta er synd en það er ekki þar með sagt að við séum að ráðast á fólki.“ Snorri segir að samkynhneigð sé eins og hver önnur synd sem menn biðja fyrir í kirkju. „Þú veist hvað er sagt þegar þú kemur í kirkju, þá erum við látin biðja fyrir því að hafa syndgað margvíslega í hugsunum og orðum. Það hrekkur enginn í kút við það en það hrökkva allir í kút þegar það er sagt að samkynhneigð sé synd. Það er bara alveg eins og hórdómur og aðrir lestir.“
Tengdar fréttir Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22 "Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17 Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56 Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22
"Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17
Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56
Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15