Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2016 12:06 Sigmundur Davíð fer bjartsýnn á Flokksþingið og inn í kosningar. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur Davíð sækist eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins býður sig fram gegn honum. Í báðum könnunum sem greint var frá í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, nýtur Sigmundur Davíð meiri stuðnings á meðal Framsóknarmanna en Sigurður Ingi á meðal almennra kjósenda. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá þennan stuðning Framsóknarmanna en það er ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig ég færi nú fyrst að hafa áhyggjur ef það væri að breytast þannig hefur þetta alltaf verið og verður sjálfsagt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji einhvern annan en mig,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að leiðtogaslagurinn um helgina muni hafa slæm áhrif á stemninguna í flokknum segist Sigmundur vonast til þess að Flokksþingið nýtist til þess að þjappa hópnum saman. „Vonandi nýtist flokksþingið okkur bara til þess að þjappa hópnum saman og við mætum þá í kosningabaráttu sem öflugt samheldið lið með góða stefnu því grunnurinn sem búið er að byggja á þessu kjörtímabili er náttúrulega alveg frábær. Það tilhlökkunarefni að fara að byggja ofan á hann þannig að ég ætla nú að fara bjartsýnn í þetta flokksþing og þessar kosningar.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvað taki við að loknu formannskjörinu fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Þá svarar hann því ekki hvort hann muni þá standa að baki nýjum formanni. „Ég er nú þegar í framboði í mínu kjördæmi. Ég hins vegar stefni bara að því núna að ná umboði á flokksþingi til þess að halda áfram sem formaður og reyni að leiða hugann ekkert alltof mikið að öðru í millitíðinni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur Davíð sækist eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins býður sig fram gegn honum. Í báðum könnunum sem greint var frá í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, nýtur Sigmundur Davíð meiri stuðnings á meðal Framsóknarmanna en Sigurður Ingi á meðal almennra kjósenda. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá þennan stuðning Framsóknarmanna en það er ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig ég færi nú fyrst að hafa áhyggjur ef það væri að breytast þannig hefur þetta alltaf verið og verður sjálfsagt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji einhvern annan en mig,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að leiðtogaslagurinn um helgina muni hafa slæm áhrif á stemninguna í flokknum segist Sigmundur vonast til þess að Flokksþingið nýtist til þess að þjappa hópnum saman. „Vonandi nýtist flokksþingið okkur bara til þess að þjappa hópnum saman og við mætum þá í kosningabaráttu sem öflugt samheldið lið með góða stefnu því grunnurinn sem búið er að byggja á þessu kjörtímabili er náttúrulega alveg frábær. Það tilhlökkunarefni að fara að byggja ofan á hann þannig að ég ætla nú að fara bjartsýnn í þetta flokksþing og þessar kosningar.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvað taki við að loknu formannskjörinu fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Þá svarar hann því ekki hvort hann muni þá standa að baki nýjum formanni. „Ég er nú þegar í framboði í mínu kjördæmi. Ég hins vegar stefni bara að því núna að ná umboði á flokksþingi til þess að halda áfram sem formaður og reyni að leiða hugann ekkert alltof mikið að öðru í millitíðinni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44