Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júlí 2016 10:00 Mynd/Vilhelm Stokstad „Ég hef engar sérstakar óskir um að vera opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf sitt í fjölmiðlum. „Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast varð ég var við lygar þegar greint var frá því hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir hann. „Maður tapar alltaf slagnum sem opinber persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf. Ég hef engan áhuga á því að setja börnin mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðsljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir þau.“ Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum. „Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi kona mín sem og núverandi geta vottað að maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari. Þegar annað fólk er að hitta vini og vandamenn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði í þessu starfi árið 1990.“ Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir mína hönd.“ Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki. „Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upplifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakklandi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.Ítarlegt viðtal við Lars Lagerbäck má finna hér fyrir neðan. Hann gerir svo upp ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sérstökum viðtalsþætti á Stöð 2 og Stöð 2 Sport annað kvöld. Styttri útgáfa á viðtalinu hefst klukkan 19.10 á Stöð 2 og það verður svo sýnt í fullri lengd klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
„Ég hef engar sérstakar óskir um að vera opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf sitt í fjölmiðlum. „Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast varð ég var við lygar þegar greint var frá því hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir hann. „Maður tapar alltaf slagnum sem opinber persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf. Ég hef engan áhuga á því að setja börnin mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðsljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir þau.“ Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum. „Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi kona mín sem og núverandi geta vottað að maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari. Þegar annað fólk er að hitta vini og vandamenn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði í þessu starfi árið 1990.“ Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir mína hönd.“ Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki. „Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upplifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakklandi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.Ítarlegt viðtal við Lars Lagerbäck má finna hér fyrir neðan. Hann gerir svo upp ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sérstökum viðtalsþætti á Stöð 2 og Stöð 2 Sport annað kvöld. Styttri útgáfa á viðtalinu hefst klukkan 19.10 á Stöð 2 og það verður svo sýnt í fullri lengd klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00